Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Flest sveitarfélög landsins hafa sam- þykkt fjölþættar aðgerðir til að bregðast við samdrættinum sem far- aldur kórónuveirunnar hefur í för með sér. Þrátt fyrir að forsendur fjárhagsáætlana hafi hrunið ætla fæst þeirra að draga í land með fjár- festingar á árinu sem ákveðnar höfðu verið og sum ætla jafnvel að auka fjárfestingar sínar til viðspyrnu vegna ástandsins, að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur, formanns Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. „Mjög mörg sveitarfélög eru með gríðar- lega mikið undir á árinu. Sum eru að bæta í en langflest ætla sér að halda áfram því sem þegar var ákveðið í fjárhagsáætlunum. Um er að ræða mjög háar fjár- hæðir sem hlaupa á tugum milljarða sem sveitarfélög- in eru að fara að fjárfesta fyrir á þessu ári.“ Aldís segir það merki um heil- brigði sveitar- stjórnarstigsins að í stað þess að draga í land þegar áföll ríða yfir og tekjuvonir sveitarfélaganna bresta í núverandi ástandi ætla sveitarfélög að ráðast í framkvæmdir og aðrar aðgerðir. „Það er hrun í útsvarstekj- um, við erum ekki að fara að sjá tekjur af fasteignagjöldunum og er- um líka að missa þjónustutekjur. All- ir þessir tekjustofnar bresta að ein- hverju leyti og þá er auðvitað fátt um fína drætti til fjárfestinga og rekst- urs, þannig að sveitarfélögin eru mörg hver að fara að keyra sig áfram á lánum núna en þau ætla að gera það í þeirri trú að þetta sé tímabund- ið og að við sjáum fram á bjartari tíma,“ segir hún. Fresta gjalddögum Velflest sveitarfélög hafa farið eft- ir þeim ábendingum um aðgerðir sem sambandið sendi þeim í seinasta mánuði sem viðspyrnu gegn sam- drættinum. Mörg hafa þegar sam- þykkt að fresta t.a.m. gjalddögum fasteignagjalda einkafyrirtækja sem orðið hafa fyrir tekjutapi og að sögn Aldísar hafa velflest sveitarfélög einnig fellt niður þjónustugjöld þeirra sem hafa verið í sóttkví og ekki getað notað þjónustuna eða val- ið að hafa börn sín heima frekar en senda þau á leikskóla o.s.frv. „Þarna eru mjög miklir fjármunir undir sem sveitarfélögin fá því ekki en þurfa auðvitað eftir sem áður að halda áfram að borga laun og fastan rekstrarkostnað á leikskólunum.“ Að sögn hennar eru fjölmörg önn- ur verkefni í undirbúningi, m.a. ætla mörg sveitarfélög að ráðast í mark- aðsátak í ferðaþjónustu hvert á sínu svæði. „Það er enginn bilbugur á sveitarstjórnarmönnum hvað varðar framtíðina,“ segir Aldís. Kreppan mun óumflýjanlega leggjast af miklum þunga á félags- þjónustuna og róðurinn þyngist í vel- ferðarþjónustunni að sögn hennar. „Sveitarfélögin eru rekin fyrir þá peninga sem íbúarnir á hverjum stað setja inn í þetta húsfélag sem við höf- um valið að reka saman. Þegar tekju- streymið stöðvast þarf að fjármagna það með öðrum hætti og það kostar en það hjálpar auðvitað til að vaxta- stigið er lágt. Það sem er betra við þessa kreppu en þær fyrri er að núna fáum við þó lánsfé á áður óþekktum kjörum,“ segir hún. omfr@mbl.is Fjárfesta fyrir tugi milljarða  Sveitarfélög samþykkja stóra aðgerðapakka  Draga ekki í land í fjárfestingum þótt tekjustofnar bresti  Mörg munu keyra sig áfram á lánum  „Það er enginn bilbugur á sveitarstjórnarmönnum“ Aldís Hafsteinsdóttir Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga (Fíh) og ríkisins áttu fund hjá ríkis- sáttasemjara í gær. Það var óvenjulegt því und- anfarið hafa allir samningafundir hjá sátta- semjara verið fjarfundir. Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri embættisins (í miðið), mældi bilið á milli fundarmanna nákvæmlega svo fyllsta ör- yggis væri gætt. Hún lagði svo tommustokkinn á samningaborðið við hliðina á brúsa með hand- spritti. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari (t.v.) og Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh (t.h.), fylgdust með. Gert var hlé á viðræðunum um fjögurleytið í gær og er næsti viðræðufundur boðaður klukkan 13 í dag. Þar munu samn- ingamenn sitja með útmældu millibili. Hjúkrunarfræðingar og ríkið í kjaraviðræðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Spritt og tommustokkur á samningaborðinu Bráðabirgða- breytingar á lög- um um framboð og kjör forseta Ís- lands eru nú til skoðunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Ef þær verða sam- þykktar munu forsetaframbjóð- endur geta safnað meðmælum raf- rænt. Til þessa hafa frambjóðendur þurft að fá undirskriftir fólks með því að þeir, eða aðrir á þeirra vegum, hitti meðmælendur sína í persónu. Málið er tekið upp að beiðni Ás- laugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Ástæða þessa er kórónuveirufaraldurinn en hún seg- ist þó myndu vilja að breytingin væri komin til að vera. „Þetta er auðvitað nauðsynlegt vegna samkomubanns og annarra til- mæla sem við höfum og mjög eðlilegt að taka slík framfaraskref vegna stöðunnar,“ segir Áslaug. Engar frekari breytingar á lögunum eru til skoðunar að sögn Áslaugar sem sér þó fyrir sér að leggja fram breyt- ingar á ýmsum lögum er snerta raf- ræna þjónustu. ragnhildur@mbl.is Breytingar á kosninga- lögum  Geti safnað með- mælum rafrænt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Nýlegt yfirlit yfir kórónuveirusmit hjá 2.143 börnum í Kína sýndi að börn á öllum aldri geta smitast en einkenni voru yfirleitt vægari hjá börnum en fullorðnum. Hugsanlegt er þó að börn yngri en sex ára fái alvarlegri sýk- ingar. Þó þarf að hafa í huga að hjá þeim börnum sem gögnin frá Kína tóku til var einungis minnihluti tilfella með staðfest kórónuveirusmit, eða um þriðjungur þeirra. 10% með alvarleg einkenni Barnaspítalinn í Boston í Banda- ríkjunum greinir á heimasíðu sinni nánar frá þessari umfangsmestu rannsókn vísindamanna í Kína á áhrifum kórónuveiru á börn. Rann- sóknin var birt í Pediatrics og náði sem fyrr segir til 2.143 kínverskra barna tímabilið 16. janúar til 8. febr- úar sl. Niðurstöður benda til að börn og ungmenni fái vægari einkenni en þeir sem eldri eru. Þannig sýndu 4,4% barna og ungmenna engin einkenni, 50,9% sýndu væg einkenni og 38,8% voru með miðlungsalvarleg einkenni. Af þeim börnum sem sýndu ein- kenni fengu einungis 0,6% alvarlega öndunarfærasýkingu. Mjög ung börn, einkum undir eins árs aldri, voru þó líklegri til að hafa alvarleg einkenni. Voru 10% ungbarna undir eins árs aldri með alvarleg einkenni en 3% ungmenna eldri en 15 ára. Niðurstöður annarrar rannsóknar sem birtar voru 18. mars sl. í New England Journal of Medicine bentu til að um 16% barna sýndu engin ein- kenni. Tók rannsóknin til alls 171 barns og ungmennis í Wuhan í Kína sem smitast hafði af kórónuveiru. Ungbörn sýndu oftar alvar- legri einkenni sjúkdómsins  Niðurstöður nýrra rannsókna á áhrifum veirunnar á börn Skannaðu kóðann til að lesa meira um þetta á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.