Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-��,�rKu�,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Flest sveitarfélög landsins hafa sam-
þykkt fjölþættar aðgerðir til að
bregðast við samdrættinum sem far-
aldur kórónuveirunnar hefur í för
með sér. Þrátt fyrir að forsendur
fjárhagsáætlana hafi hrunið ætla
fæst þeirra að draga í land með fjár-
festingar á árinu sem ákveðnar
höfðu verið og sum ætla jafnvel að
auka fjárfestingar sínar til viðspyrnu
vegna ástandsins, að sögn Aldísar
Hafsteinsdóttur, formanns Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga. „Mjög
mörg sveitarfélög eru með gríðar-
lega mikið undir á árinu. Sum eru að
bæta í en langflest ætla sér að halda
áfram því sem þegar var ákveðið í
fjárhagsáætlunum. Um er að ræða
mjög háar fjár-
hæðir sem hlaupa
á tugum milljarða
sem sveitarfélög-
in eru að fara að
fjárfesta fyrir á
þessu ári.“
Aldís segir það
merki um heil-
brigði sveitar-
stjórnarstigsins
að í stað þess að
draga í land þegar áföll ríða yfir og
tekjuvonir sveitarfélaganna bresta í
núverandi ástandi ætla sveitarfélög
að ráðast í framkvæmdir og aðrar
aðgerðir. „Það er hrun í útsvarstekj-
um, við erum ekki að fara að sjá
tekjur af fasteignagjöldunum og er-
um líka að missa þjónustutekjur. All-
ir þessir tekjustofnar bresta að ein-
hverju leyti og þá er auðvitað fátt um
fína drætti til fjárfestinga og rekst-
urs, þannig að sveitarfélögin eru
mörg hver að fara að keyra sig áfram
á lánum núna en þau ætla að gera
það í þeirri trú að þetta sé tímabund-
ið og að við sjáum fram á bjartari
tíma,“ segir hún.
Fresta gjalddögum
Velflest sveitarfélög hafa farið eft-
ir þeim ábendingum um aðgerðir
sem sambandið sendi þeim í seinasta
mánuði sem viðspyrnu gegn sam-
drættinum. Mörg hafa þegar sam-
þykkt að fresta t.a.m. gjalddögum
fasteignagjalda einkafyrirtækja sem
orðið hafa fyrir tekjutapi og að sögn
Aldísar hafa velflest sveitarfélög
einnig fellt niður þjónustugjöld
þeirra sem hafa verið í sóttkví og
ekki getað notað þjónustuna eða val-
ið að hafa börn sín heima frekar en
senda þau á leikskóla o.s.frv. „Þarna
eru mjög miklir fjármunir undir sem
sveitarfélögin fá því ekki en þurfa
auðvitað eftir sem áður að halda
áfram að borga laun og fastan
rekstrarkostnað á leikskólunum.“
Að sögn hennar eru fjölmörg önn-
ur verkefni í undirbúningi, m.a. ætla
mörg sveitarfélög að ráðast í mark-
aðsátak í ferðaþjónustu hvert á sínu
svæði. „Það er enginn bilbugur á
sveitarstjórnarmönnum hvað varðar
framtíðina,“ segir Aldís.
Kreppan mun óumflýjanlega
leggjast af miklum þunga á félags-
þjónustuna og róðurinn þyngist í vel-
ferðarþjónustunni að sögn hennar.
„Sveitarfélögin eru rekin fyrir þá
peninga sem íbúarnir á hverjum stað
setja inn í þetta húsfélag sem við höf-
um valið að reka saman. Þegar tekju-
streymið stöðvast þarf að fjármagna
það með öðrum hætti og það kostar
en það hjálpar auðvitað til að vaxta-
stigið er lágt. Það sem er betra við
þessa kreppu en þær fyrri er að núna
fáum við þó lánsfé á áður óþekktum
kjörum,“ segir hún. omfr@mbl.is
Fjárfesta fyrir tugi milljarða
Sveitarfélög samþykkja stóra aðgerðapakka Draga ekki í land í fjárfestingum þótt tekjustofnar
bresti Mörg munu keyra sig áfram á lánum „Það er enginn bilbugur á sveitarstjórnarmönnum“
Aldís
Hafsteinsdóttir
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga (Fíh) og ríkisins áttu fund hjá ríkis-
sáttasemjara í gær. Það var óvenjulegt því und-
anfarið hafa allir samningafundir hjá sátta-
semjara verið fjarfundir. Elísabet S. Ólafsdóttir,
skrifstofustjóri embættisins (í miðið), mældi bilið
á milli fundarmanna nákvæmlega svo fyllsta ör-
yggis væri gætt. Hún lagði svo tommustokkinn á
samningaborðið við hliðina á brúsa með hand-
spritti. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari
(t.v.) og Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh (t.h.),
fylgdust með. Gert var hlé á viðræðunum um
fjögurleytið í gær og er næsti viðræðufundur
boðaður klukkan 13 í dag. Þar munu samn-
ingamenn sitja með útmældu millibili.
Hjúkrunarfræðingar og ríkið í kjaraviðræðum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Spritt og tommustokkur á samningaborðinu
Bráðabirgða-
breytingar á lög-
um um framboð
og kjör forseta Ís-
lands eru nú til
skoðunar hjá
stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd
Alþingis. Ef þær
verða sam-
þykktar munu
forsetaframbjóð-
endur geta safnað meðmælum raf-
rænt.
Til þessa hafa frambjóðendur
þurft að fá undirskriftir fólks með því
að þeir, eða aðrir á þeirra vegum,
hitti meðmælendur sína í persónu.
Málið er tekið upp að beiðni Ás-
laugar Örnu Sigurbjörnsdóttur
dómsmálaráðherra. Ástæða þessa er
kórónuveirufaraldurinn en hún seg-
ist þó myndu vilja að breytingin væri
komin til að vera.
„Þetta er auðvitað nauðsynlegt
vegna samkomubanns og annarra til-
mæla sem við höfum og mjög eðlilegt
að taka slík framfaraskref vegna
stöðunnar,“ segir Áslaug. Engar
frekari breytingar á lögunum eru til
skoðunar að sögn Áslaugar sem sér
þó fyrir sér að leggja fram breyt-
ingar á ýmsum lögum er snerta raf-
ræna þjónustu. ragnhildur@mbl.is
Breytingar
á kosninga-
lögum
Geti safnað með-
mælum rafrænt
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Nýlegt yfirlit yfir kórónuveirusmit
hjá 2.143 börnum í Kína sýndi að börn
á öllum aldri geta smitast en einkenni
voru yfirleitt vægari hjá börnum en
fullorðnum. Hugsanlegt er þó að börn
yngri en sex ára fái alvarlegri sýk-
ingar. Þó þarf að hafa í huga að hjá
þeim börnum sem gögnin frá Kína
tóku til var einungis minnihluti tilfella
með staðfest kórónuveirusmit, eða
um þriðjungur þeirra.
10% með alvarleg einkenni
Barnaspítalinn í Boston í Banda-
ríkjunum greinir á heimasíðu sinni
nánar frá þessari umfangsmestu
rannsókn vísindamanna í Kína á
áhrifum kórónuveiru á börn. Rann-
sóknin var birt í Pediatrics og náði
sem fyrr segir til 2.143 kínverskra
barna tímabilið 16. janúar til 8. febr-
úar sl. Niðurstöður benda til að börn
og ungmenni fái vægari einkenni en
þeir sem eldri eru. Þannig sýndu 4,4%
barna og ungmenna engin einkenni,
50,9% sýndu væg einkenni og 38,8%
voru með miðlungsalvarleg einkenni.
Af þeim börnum sem sýndu ein-
kenni fengu einungis 0,6% alvarlega
öndunarfærasýkingu. Mjög ung börn,
einkum undir eins árs aldri, voru þó
líklegri til að hafa alvarleg einkenni.
Voru 10% ungbarna undir eins árs
aldri með alvarleg einkenni en 3%
ungmenna eldri en 15 ára.
Niðurstöður annarrar rannsóknar
sem birtar voru 18. mars sl. í New
England Journal of Medicine bentu til
að um 16% barna sýndu engin ein-
kenni. Tók rannsóknin til alls 171
barns og ungmennis í Wuhan í Kína
sem smitast hafði af kórónuveiru.
Ungbörn sýndu oftar alvar-
legri einkenni sjúkdómsins
Niðurstöður nýrra rannsókna á áhrifum veirunnar á börn
Skannaðu kóðann
til að lesa meira
um þetta á mbl.is