Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
Formaður Samtaka
verslunar og þjón-
ustu ritaði góða grein
í Morgunblaðið hinn
4. apríl sl. Yfirskrift
greinarinnar var
„Höldum áfram –
samstaðan mun
fleyta okkur langt“
og fjallaði um hversu
sterk og þróttmikil
þjóð okkar hefur ver-
ið í gegnum tíðina. Einnig kemur
hann inn á mikilvægi þess að
halda uppi daglegu lífi eins og að
versla á netinu. Með því að versla
á netinu erum við öll að leggja
okkar af mörkum til að halda fyr-
irtækjum gangandi og neikvæð-
um afleiðingum COVID-
faraldursins niðri.
Það er í sjálfu sér allt rétt sem
formaðurinn segir í þessari grein
og full ástæða til að taka undir
hvert orð. En þar sem þessi grein
er rituð undir merkjum SVÞ þá
óneitanlega leiðir maður hugann
að því hvernig félagsmenn SVÞ
haga sínum málum í þessum efn-
um sjálfir.
Í röðum félagsmanna eru
stærstu innflytjendur á mat-
vælum sem hafa höggvið verulega
í íslenska framleiðslu matvæla
með tilheyrandi uppsögnum og
niðurskurði í innlendum landbún-
aði. Í röðum félagsmanna SVÞ
eru fyrirtæki sem hafa kostað
gríðarlega miklu til við að halda
uppi kröfum um innflutning á enn
meira af matvælum en þegar er
verið að flytja inn. Ef vilji fé-
lagsmanna SVÞ gengi
eftir yrði landbúnaður
á Íslandi með öllu
lagður niður. Mögu-
lega er þessi grein
formanns SVÞ stefnu-
breyting í þessum efn-
um og því ber þá að
fagna.
Það er óskandi að
síðasta málsgrein for-
mannsins sé merki um
nýja stefnu SVÞ í inn-
lendri framleiðslu,
verslun og þjónustu. Orðrétt seg-
ir:
„Sýnum í verki samtakamátt
okkar og skiptum við íslensk fyrir-
tæki. Með því hjálpum við fyrir-
tækjunum að komast yfir erfiðasta
hjallann og leggja þar með grunn
að kröftugri viðspyrnu atvinnulífs-
ins þegar aftur birtir til.“
Það er óskandi að þessi grein sé
ekki bara orðin ein heldur verði
framkvæmd í verki. Ekki bara
núna á COVID-tímum, heldur um
alla framtíð. Enda mun „sam-
staðan fleyta okkur langt“, svo ég
vitni aftur í formanninn.
Stefnubreyting hjá
SVÞ? – Fögnum því
Eftir Sigmar
Vilhjálmsson
Sigmar Vilhjálmsson
»Mögulega er þessi
grein formanns
SVÞ stefnubreyting
í þessum efnum og því
ber þá að fagna.
Höfundur er talsmaður FESK,
Félags eggjabænda, svínabænda og
kjúklingabænda á Íslandi.
simmi@fesk.is
Margir eiga erfitt
með að átta sig á þeim
aðstæðum sem nú ríkja
um heim allan. Hverj-
um hefði dottið í hug,
t.d. um áramótin, að
eitthvað þessu líkt biði
okkar í upphafi árs?
Útbreiðsla hættulegrar
veiru hefur snúið lífi
okkar allra á hvolf.
Hver og einn bregst við
á sinn hátt, eftir eðli og aðstæðum,
aldri og þroska, og í gegnum þennan
erfiða tíma förum við saman. Þetta
mun taka enda en eftir COVID-19-
faraldurinn verðum við stödd í breytt-
um veruleika.
Mér er eins og mörgum umhugað
um þá viðkvæmustu og vil tala hér um
börn sem eru af ýmsum ástæðum sér-
lega viðkvæm fyrir aðstæðum sem
ógna og skapa hættu. Þetta eru börn-
in sem glíma við meiri kvíða en þann
sem er einfaldlega hluti af almennu
þroskaferli. Stundum er talað um að
barn sé kvíðabarn. Þetta eru börnin
þar sem kvíði stýrir lífi þeirra of mikið
og sum eru greind með kvíðaröskun.
Almenn kvíðaröskun einkennist af
miklum óraunhæfum kvíða eða
áhyggjum. Flest börn og unglingar
finna af og til fyrir kvíða, til dæmis í
tengslum við fjölskyldu sína, vini eða
frammistöðu í skóla. Þau sem haldin
eru almennri kvíðaröskun eru svo
kvíðin að það hefur hamlandi áhrif á
líf þeirra. Þau hafa óeðlilega miklar
áhyggjur af því sem koma skal svo
sem prófum eða félagslegum sam-
skiptum. Einnig geta áhyggjurnar
tengst því hvernig þeim gekk í fortíð-
inni, því að standast áætlanir, við-
halda venjum og af heilsufari. Hjá
þessum börnum hefur nú bæst ofan á
kvíðabunkann og það er hinn skaðlegi
COVID-19-sjúkdómur. Hvernig þessi
börn og öll önnur koma út úr þessu
tímabili er í höndum okkar fullorð-
inna og samfélagsins.
Augu og eyru alls staðar
Ef barn upplifir kvíða yfir langan
tíma geta afleiðingar orðið lang-
vinnar. Einkenni kvíða,
áhrif og afleiðingar fara
eftir ótal þáttum og birt-
ast líkamlega, tilfinninga-
lega og félagslega. Kvíð-
inn er gjarnan bundinn
við ytri aðstæður og
snýst um hluti sem geta
valdið skaða, meitt eða
deytt. Eitt af því sem
kvíðabörn eru hrædd við
er að þeirra nánustu
veikist og deyi. Óstöðug-
leiki og óvissa eru
streituvaldar og að geta
ekki fengið skýr svör við spurningum
lætur börnunum oft líða enn verr.
Nú eru aðstæður með eindæmum
erfiðar þegar kemur að streituvöld-
um. Mörg barna sem eru með kvíða
eru einnig lokuð, ofhugsa alla hluti og
eru með augu og eyru alls staðar. Þau
soga í sig allar fréttir og draga eigin
ályktanir sem taka mið af aldri þeirra
og þroska hverju sinni. Orðræðan um
faraldurinn er í fjölmörgum birting-
armyndum og eðli málsins samkvæmt
oft ógnvænleg.
Útilokað er að halda börnum frá
umræðunni enda snýst samfélagið allt
um vágestinn. Að reyna að leyna barn
fréttum sem skilur og skynjar hvað er
í gangi myndi bara gera illt verra.
Samskipti, tjáning, umræða og
fræðsla er börnum ávallt mikilvæg
fyrir þroskaferil þeirra. Þau eru
kannski oft búin að spyrja foreldra
sína en finnst þau ekki fá nægjanlega
skýr svör enda þau oft ekki til. Svör á
borð við „þetta verður allt í lagi; ekki
hafa áhyggjur; hættu nú að kvíða“
o.s.frv. eru oft aðeins skammgóður
vermir.
Í núverandi aðstæðum eru engar
töfralausnir fyrir kvíðabörnin. Hins
vegar er mikilvægt að fylgjast með
þeim og fá þau til að tjá áhyggjur sín-
ar frekar en að loka þær inni. Börn
horfa til fyrirmynda sem oftast eru
foreldrar. Þau eru næm á líðan for-
eldra og skynja ef þeir eru stressaðir
eða með áhyggjur. Þau horfa á lík-
amsmál eins og raddblæ og svipbrigði
til að meta áhyggjustig þeirra. Það
skiptir miklu máli að foreldrar sýni ró
og yfirvegun í öllum sínum háttum nú
þegar mest á reynir. Ef fullorðna
fólkið sýnir taugaveiklun og stjórn-
lausa hræðsluhegðun í návist barna
munu börnin verða skelfingu lostin.
Ef börn sjá að þeir sem eiga að gæta
öryggis þeirra eru lamaðir af ótta er
öryggiskennd kippt undan fótum
barnanna sjálfra.
Áfallastreituröskun (Post-
Traumatic Stress Disorder)
Áföll hafa alltaf einhver áhrif en
mismikil. Alvarleiki atburða/aðstæðna
og hversu langvinnt ástandið er eru
mikilvægustu þættirnir varðandi
hættu á að þróa með sér áfallastreit-
uröskun. Einkenni áfallastreiturösk-
unar eru m.a. viðvarandi mikill ótti,
hjálparleysi, lystarleysi, svefnvandi,
martraðir og breyting á hegðun. Ein-
kennin koma venjulega í ljós innan
þriggja mánaða eftir áfallið en stund-
um þó talsvert síðar eftir atburðinn. Í
kjölfar áfalls, næstu vikur á eftir,
verða oftast einhverjar breytingar á
atferli, hugarfari og tilfinningalífi.
Segja má að heimurinn sé í stríði og
veiran er óvinurinn. Þegar stríðið er
unnið þá bíður að koma hugsunum
tengdum stríðinu úr huga barnanna.
Óttinn við að „stríðið“ skelli aftur á er
einn liður í áfallastreitu barna. Áfalla-
streituröskun er því aðeins greind
jafni börnin sig ekki með tíð og tíma
eftir áfallið, ef líf þeirra hefur ekki
komist í jafnvægi þrátt fyrir að dagleg
rútína og viðunandi stöðugleiki séu
komin á. Börn þurfa að vita að jörðin
er góður staður og þau þurfa að sjá
það í kringum sig. Umfram allt viljum
við forðast að börn komi til með að
glíma við áfallastreituröskun eftir að
stríðið við COVID-19 hefur verið
unnið.
Líðan barna vegna
COVID-19-faraldursins
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur »Börn eru næm á líðan
foreldra og skynja ef
þeir eru stressaðir. Þau
horfa á líkamsmál eins
og raddblæ og svipbrigði
til að meta áhyggjustig
þeirra
Kolbrún Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur og
borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Ég var áskrifandi
að Stöð 2 golf í nokk-
ur ár og líkaði að
mörgu leyti vel, ef
undan eru skilin töp
allra mótanna og hol-
anna fyrir Eldrick
Woods og öðrum góð-
um kylfingum eftir
alla sigra þeirra, úr
munni íslensku lýs-
endanna. Bandarísku
og bresku lýsendurnir
nota yfirleitt sögnina „to win“.
Kylfingar virðast vera hættir að
vinna mót, þeir sigra þau og því
hljóta mótin að tapa og holurnar
líka. Sá frábæri kylfingur og lýs-
andi Úlfar Jónsson er þó undanskil-
inn þessari meinloku. Tímaflakkið
var vinsælt hjá mér, þá gat ég horft
þegar mér hentaði, ég gat skoðað
fallega slegin högg aftur eða flýt-
ispilað yfir endursýningar, sam-
antektir og tilkynningar sem höfð-
uðu ekki til mín. Svo gerðist það í
desember sl. að forsvarsmenn
stöðvarinnar settu stöðina upp
þannig, að vildi ég horfa á þátt á
tímaflakkinu þá þurfti ég ævinlega
að horfa á auglýsingu áður en þátt-
urinn sjálfur byrjaði. Þetta fannst
mér svo mikil frekja af áskriftar-
stöð að ég hringdi þegar í stað í
Voðafón og sagði áskriftinni upp.
Ég met frelsi mitt meira en svo að
ég sætti mig við hvað sem er, þótt
mig langi til þess að horfa á golf.
Myndu menn kaupa blöð eða tíma-
rit ef þeir þyrftu að staðnæmast í
10 eða 20 sekúndur og horfa á aug-
lýsingu á blaðsíðunni fyrir framan
sig áður en þeir fletta yfir á næstu
síðu?
Nú um stundir virðist það vera í
tísku hjá eigendum vefsíðna á net-
inu að hleypa mönnum ekki inn á
síðuna nema þeir samþykki vafra-
kökur, sem þýðir í
rauninni það að þú
samþykkir það að sér-
sniðnar auglýsingar
elti þig, sama á hvaða
vefsíðu þú ráfar, en
hönnuðirnir eða eig-
endur síðunnar eru svo
óskammfeilnir að halda
því fram að þetta sé
gert til þess að bæta
upplifun þína. Þá hef
ég reynt að gerast
áskrifandi að netfjöl-
miðlum, en þeir sem ég
hef skoðað með það í huga heimta
kökusamþykki með áskriftinni. Mér
er frelsi mitt meira virði en svo að
ég geti samþykkt þetta, og því
fækkar sífellt þeim vefsíðum sem
njóta heimsókna minna. Ég er til
dæmis alveg hættur að skoða frétt-
ir í dönskum fjölmiðlum. Þeir eru
allir útkakaðir.
Getur verið að netfólk nútímans
sé sátt við það að láta þvinga sig til
þess að horfa á auglýsingar og er
því slétt sama um eltiauglýsingar?
Að mínu mati er þessi framkoma
fjölmiðlafyrirtækja ekki boðleg. Ég
óttast að þetta hátterni verði talið
viðskipaleg rétthugsun eða rétt-
mælgi til framtíðar, nema fólk
bregðist við og mótmæli. Vonandi
er enn til fólk sem er annt um frelsi
sitt. Ef margir hætta að skoða út-
kökuðu miðlana og lætur vita af því
getur það haft áhrif. Það dugar
ekki að ein risaeðla geri slíkt.
Auglýsingaþvingur
Eftir Guðjón Smára
Agnarsson
Guðjón Smári
Agnarsson
» Getur verið að net-
fólk nútímans sé sátt
við það að láta þvinga
sig til þess að horfa á
auglýsingar?
Höfundur er viðskiptafræðingur.
gudjonsmari@outlook.com
Sjúkraþjálfun og
heilsunudd er mik-
ilvægur þáttur í end-
urhæfingu, það efast
fáir um. Gott og hæft
fólk sér um að end-
urheimta líkamlega
getu eftir slys, aðgerð-
ir eða önnur veikindi.
Og ekki síst til að aldr-
aðir verði sem lengst
færir um að lifa góðu
og sjálfstæðu lífi. Það er því þjóð-
hagslega hagkvæmt að sem flestir
geti nýtt sér þann kost sem sjúkra-
þjálfun býður upp á. Endurhæfing
borgar sig margfalt til baka.
Undirrituð hefur þurft að fara í
nokkrar stórar aðgerðir og í hvert
skipti hefur sjúkraþjálfun átt stóran
þátt í því að „komast á lappir“ aftur.
Eftir síðustu aðgerð (liðskipti í hné)
fyrir hálfu ári var mér hent út af
spítalanum eftir rúman sólarhring
sem mér fannst frekar grimmt. Þá
var mér sagt að ég
skyldi panta sjúkra-
þjálfun sem fyrst sem
ég gerði. Án þess væri
ég ekki komin aftur í
þokkalegt form.
Undanfarið hafa
sjúkraþjálfarar staðið í
stappi í kjarasamning-
unum. Þeir eins og
margt annað fólk sem
vinnur í heilbrigð-
isþjónustu eru auðvitað
ekki á ofurkaupi miðað
við álag og ábyrgð í
starfinu. Á staðnum þar sem ég er í
sjúkraþjálfun voru nýlega tekin upp
auka-komugjöld. Þetta fær maður
ekki endurgreitt frá sjúkratrygging-
unni. Að vísu eru þetta „bara“
nokkrir þúsundkallar á mánuði, en
mönnum sem hafa þegar of lítið milli
handa munar um þetta.
Sorglegt er einnig að horfa upp á
það að veikt fólk neiti sér um lækn-
isþjónustu eða lyfjakaup því það hef-
ur ekki efni á því. „Þetta er svona
vegna þess að vonast er til að við
drepumst sem fyrst,“ heyrði ég sagt
nýlega.
Hvernig í ósköpunum má það vera
í okkar ríka þjóðfélagi að stöðugt er
reynt að kroppa af þeim sem hafa
það verst? Dapurlegasta dæmið er
hvernig er farið með lífeyrisþegana.
„Lífeyrisþegi“ er ómögulegt hugtak
því gamalt fólk sem hefur unnið sína
vinnu áratugum saman er ekki að
þiggja neitt heldur á fullan rétt á
fullum greiðslum án skerðingar.
Á meðan verið er að ráðast á
garðinn þar sem hann er lægstur og
tekið af þeim sem eiga minnst er
okkar þjóðfélag ekki til fyrir-
myndar. Það þarf að bæta velferð-
arkerfið verulega og vonandi hafa
ráðamenn okkar þetta í huga – ekki
bara með loforðum rétt fyrir kosn-
ingar.
Að ráðast á garðinn
þar sem hann er lægstur
Eftir Úrsúlu
Jünemann »Hvernig í ósköp-
unum má það vera í
okkar ríka þjóðfélagi að
stöðugt er reynt að
kroppa af þeim sem
hafa það verst?
Úrsúla Jünemann
Höfundur er eldri borgari.
ursula@visir.is
fasteignir