Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
Við gætum fyllsta
hreinlætis og fylgjum
ráðleggingum um sóttvarnir
í öllum okkar viðskiptum.
AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG
LAUGAVEGI • AKUREYR
VESTMANNAEYJUM
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landgræðslan og Votlendissjóður-
inn endurheimtu rúmlega 150
hektara votlendis á síðasta ári. Er
það í fyrsta sinn sem endurheimt
er meiri en það land sem ræst er
fram. Við rannsóknir Landgræðsl-
unnar kemur skýrt í ljós hversu
mikill breytileiki er í losun gróð-
urhúsalofttegunda frá landi eða
allt frá sáralitlu og upp í 180 tonn
af hektara. Meðaltalið er nálægt al-
þjóðlegum viðmiðum.
Árni Bragason landgræðslustjóri
segir að svo virðist sem skilningur
landeigenda á því að rétt sé að ráð-
ast í endurheimt votlendis sé að
gera verkefnið tortryggilegt en
það sé að breytast.
Eitt af vandamálunum er hversu
breytileg losun lands er. Land-
græðslan hefur unnið að mæling-
um á nokkrum svæðum síðastliðin
tvö ár, bæði sumar og vetur. „Við
erum að fá betri mynd af því
hvernig þetta er. Mælingarnar
sýna að við erum að færast nær
þeirri tölu sem miðað hefur verið
við alþjóðlega, að losunin sé 19,5
tonn af gróðurhúsalofttegundum á
hektara á ári, að meðaltali. Þær
sýna hins vegar að losunin er frá
því að vera sáralítil upp í það að
vera 180 tonn á ári,“ segir Árni.
Hann segir einnig að þessar ná-
kvæmu mælingar skapi grundvöll
til þess að hægt sé að leggja mat á
landið og vatnsstöðuna og geta
sagt með nokkurri vissu hver
ávinningurinn verður. Því þurfi
ekki að leggja í jafn miklar mæl-
ingar og undirbúning endurheimtu
og áður var talið nauðsynlegt.
Enn er ræktað
Enn er verið að ræsa fram. Mest
eru það bændur að hreinsa upp úr
gömlum skurðum til að halda við
ræktun en einnig er verið að ræsa
fram nýtt land. Árni segir að það
sé oft gert án þess að það sé til-
kynnt til viðkomandi sveitarfélags
eins og skylt er. Talið er að þessi
nýræktun sé innan við 100 hekt-
arar á ári og hefur endurheimt
ekki náð því marki fyrr en á síðasta
ári þegar tókst að endurheimta
rúmlega 150 ha. Vonast land-
græðslustjóri til þess að endur-
heimtan aukist í ár og verði nær
200 hekturum.
Endurheimt votlendis meiri en nýrækt
Rannsóknir Landgræðslunnar sýna að losun gróðurhúsalofttegunda af landi er afar breytileg
Meðaltalið er nálægt alþjóðlegum viðmiðum Skilningur á endurheimt votlendis fer vaxandi
Ljósmynd/Landgræðslan
Endurheimt Mokað ofan í skurð á Mýrum. Samhliða var losun mæld fyrir og eftir framkvæmdir.
Umferð á Suðurlandvegi hefur
dregist svo mikið saman að undan-
förnu að Svanur Gunnarsson, veit-
ingamaður í Litlu kaffistofunni í
Svínahrauni, er búinn að loka
staðnum fyrir öðrum en harðasta
kjarna viðskiptavina sinna.
„Vegna smithættu þótti okkur
varlegast að loka, en svo var salan
alveg dottin niður. Smurða brauðið
fór bara í ruslið,“ segir Svanur. Þau
Katrín Hjálmarsdóttir kona hans
eru þó með opið í hádeginu fyrir
fasta viðskiptavini sem koma í mat;
svo sem snjóruðningsmenn sem eru
á ferðinni, vörubílstjóra og fleiri
slíka.
„Kjúklingur og hamborgarar í
dag og næst fær mannskapurinn
fisk,“ segir Svanur, sem tekur 20
manns inn í einu. Fólk situr dreift
um kaffistofuna; húsið við veginn
sem er vinsæll viðkomustaður. „Við
opnum fyrir almenningi aftur um
leið og samkomubanninu lýkur.
Þessi ósköp ganga yfir eins og ann-
að,“ segir Svanur sem með sínu
fólki hefur staðið vaktina í Litlu
kaffistofunni síðan í nóvember
2016. sbs@mbl.is
Lítil umferð í Svínahrauni og Svanur Gunnarsson í Litlu kaffistofunni nánast búinn að loka staðnum
Morgunblaðið/Eggert
Matur fyrir
harðasta
kjarnann
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar, segir að það sæti furðu að
alþjóðlega risafyrirtækið Rio Tinto
hafi skilyrt kjarasamninga við starfs-
menn sína á Íslandi aðgerðum fyrir-
tækis í eigu íslensku þjóðarinnar,
sem hafi ekkert með þá kjarasamn-
inga að gera.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu
sem Hörður sendi frá sér í gær vegna
fréttar Morgunblaðsins um að Rio
Tinto leiti nú allra leiða til að draga úr
tapi sínu á rekstri álversins í
Straumsvík. Þar segir m.a. að fram-
lenging nýs kjarasamnings, sem
gerður hefur verið við starfsfólk ál-
versins og á að halda til mars á næsta
ári, sé bundin því skilyrði að nýr
samningur takist við Landsvirkjun
um raforkusölu fyrir lok júní, en
fyrirtækin eiga nú í viðræðum um þá
kröfu Rio Tinto að raforkusamningur
vegna álversins verði endurskoðaður.
Þá segir Hörður m.a. í yfirlýsing-
unni að heimildarmönnum Morgun-
blaðsins sé tíðrætt um erfiða afkomu
Rio Tinto.
„Það blasir auðvitað við að staða
fyrirtækja almennt er ákaflega erfið
um þessar mundir. Í fréttum af erfið-
leikum Rio Tinto og taprekstri
undanfarinna ára í Straumsvík er því
hins vegar sjaldan haldið á lofti að ál-
verið hér greiddi móðurfélagi sínu
130 milljónir dollara í arð árið 2017. Á
þeim tíma var sú arðgreiðsla hærri
en samanlagðar skattgreiðslur og all-
ur arður Landsvirkjunar frá upphafi
til eiganda síns, íslensku þjóðar-
innar.“
Tengir kjarasamning
við orkuviðræður
Bendir á arðgreiðslur álversins