Morgunblaðið - 25.04.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.04.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Gunnar Pálsson, sendiherra Ís- lands í Brussel, hefur verið kall- aður heim, sam- kvæmt heim- ildum Morgun- blaðsins. Gunnar gagnrýni harð- lega drög utan- ríkisráðherra um breytingar á skipun sendi- herra. Umræður munu hafa verið um að Gunnar færðist í aðra sendi- herrastöðu, en talið var erfitt að flytja vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Strax eftir að Gunnar sendi inn afar gagnrýna umsögn um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda var tilkynnt að hann ætti að flytja heim fyrir lok júní, að því er heimildir blaðsins herma, en engar skýringar voru gefnar á því að svo skammur tími skyldi vera gefinn og að þetta þyrfti að gera við núverandi aðstæður. Gunnar sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu, þegar hann var spurður um málið. Hann hefur starfað í utanríkisþjónust- unni frá árinu 1984 og verið sendi- herra í 30 ár. Sendiherra fluttur heim frá Brussel  Gagnrýndi frum- varp ráðherrans Gunnar Pálsson Ýmsar kúnstir þarf til að halda listaverkinu Þúfu á Granda fínu. Guðmundur Hrafn Arngrímsson grjóthleðslumeistari notar meðal annars létta raf- magnssláttuvél til að slá hliðarnar. Hann slær snöggt og ber fiskimjöl á grasið og svo þarf einnig að gera við göt sem myndast hafa í vetrarveðr- unum. Þá þarf að halda stígnum upp Þúfuna í lagi. Guðmundur segir að mikil umferð sé um Þúfuna. Fólk fari greinilega þangað til að viðra sig. Morgunblaðið/Eggert Lóðréttur sláttur á Þúfunni á Granda Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Öllum þessum venjulegu leiðum hefur verið riðlað og það eru miklar tafir á hefðbundn- um póstsendingum hvert sem litið er,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts. Ástandið sem skapast hefur í samgöngum í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins hefur valdið miklum seinkunum á póstsend- ingum. Morgunblaðið fékk ábendingu frá lesanda sem hafði beðið eftir bréfi frá Bandaríkjunum í fimm vikur. Ástæðan er sú að bréfpóstur er ekki lengur fluttur með flugi frá Bandaríkjunum til Evrópu heldur með skipum. Og þá á eftir að koma póst- inum til Íslands. „Við erum komin 50 ár aftur í tímann með sjópóstinn. Það er búið að kippa stoðunum undan þessari þjónustu. Við höfum lengi fengið póst með flugi frá New York en nú er kannski flogið tvisvar í viku til Boston. Við erum alltaf að reyna að hafa samband við póststjórnir í öðrum löndum en þetta eru oftast stór batterí og svifasein. Það er erfitt fyrir þær að breyta ferlum og það gerist ekki hratt,“ segir Birgir. Svipaða sögu er að segja með sendingar frá Evrópu að sögn forstjórans. „Mikið af sendingum fer með flugi í gegnum Liège í Belgíu en því færri millipunktar sem send- ingar fara í gegnum, þeim mun betur gengur.“ Ótrúlegt magn sem fólk hefur pantað Birgir segir að fleiri hlutar póstþjónust- unnar líði fyrir það ástand sem hefur skap- ast í samgöngum í heiminum. „Þetta al- þjóðlega póstsamstarf er ekki nógu kvikt til að takast á við svo örar breytingar. Við vitum til dæmis að það eru tugir tonna sem bíða í kerfinu eftir að komast frá Kína til Ís- lands. Þetta eru sendingar frá netverslunum og þær munu einhvern tímann skila sér. Við bíðum á hverjum morgni eftir því að sjá hvað kemur. Nú er eitthvað farið að koma með Norrænu og eitthvað kemur með flugi. Það er ótrúlegt magn sem fólk hefur pantað sér.“ Ástandið muni á endanum lagast en það verði varla fyrr en hefðbundnar samgöngur komast aftur í gang. „Það er vissulega sorg- leg staðreynd en það er enginn úti í heimi að missa svefn yfir því að póstur berist ekki til Íslands þegar flutningar eru í lamasessi.“ Birgir segir að þrátt fyrir að sendingar að utan hafi tafist vanti ekki verkin hjá Póst- inum. „Á móti kemur að innlend netverslun hefur sprungið út og það hefur verið ofboðs- lega mikið að gera hjá okkur við það.“ Morgunblaðið/Eggert Á ferðinni Póstmenn bera út færri sendingar að utan en innlend netverslun hefur aukist. Margra vikna bið eftir sendingum  Póstur frá Bandaríkjunum fluttur með skipum en ekki flugvélum  Tugir tonna af pósti bíða í Kína Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Ungur piltur var í gærkvöldi úr- skurðaður í gæsluvarðhald, en alls voru fjórir handteknir í fyrradag eftir tvær lífshættulegar líkams- árásir. Málin tvö eru ótengd, en pilturinn var handtekinn í Breiðholtinu um miðjan daginn, þar sem sautján ára piltur var stunginn tvisvar. Hann er nú á sjúkrahúsi, en mun vera á bata- vegi. Hitt málið kom upp í Kópavogi upp undir miðnætti í fyrrinótt og voru þrír menn handteknir í kjöl- farið. Báðar líkamsárásirnar voru sagðar lífshættulegar og liggur sá sem varð fyrir árásinni í Kópavogi, karlmaður á fimmtugsaldri, á spítala og er sagður í lífshættu. Karl Steinar Valsson, yfir- lögregluþjónn hjá miðlægri rann- sóknardeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að líklega yrði farið fram á gæsluvarðhald yfir ein- hverjum af mönnunum þremur. Óvenju mörg alvarleg brot Karl Steinar sagði fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af þróun of- beldisbrota, en vísbendingar eru um að þeim hafi fjölgað á nokkrum sviðum. Þá hafa 28 rán verið á borði lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári en á ársgrundvelli eru að jafnaði um 50 rán rannsökuð hjá embættinu. „Frá áramótum höfum við séð óvenju mörg alvarleg brot. Það eru vísbendingar finnst okkur um fjölg- un ofbeldisbrota á nokkrum sviðum. Heimilisofbeldisbrotum hefur heldur fjölgað, ofbeldisbrotum sem tengjast líkamsárásum og svo þessi tilvik sem eru auðvitað mjög alvarleg. Við er- um nú þegar komin með eitt alvar- legt mál inn á okkar borð og síðan annað á Suðurnesjum svo það er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessari þróun ef hún heldur áfram,“ sagði Karl Steinar, sem sagðist að- spurður ekki hafa forsendur til að meta hvort þróunin tengdist kórónu- veirufaraldrinum að einhverju leyti. Einn í gæsluvarðhaldi  Tvær alvarlegar líkamsárásir til rannsóknar á höfuðborg- arsvæðinu  Full ástæða til að hafa áhyggjur af þróun brota

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.