Morgunblaðið - 25.04.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 25.04.2020, Síða 16
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eigendur félagsins Á5 ehf. leita nú að nýjum leigutaka undir hótelrekstur í Ármúla 5 en City Park Hótel var með rekstur í húsnæðinu sem er um 1.630 fermetrar. Samkvæmt fasteignaskrá hljóðar fasteignamat eignarhlutans upp á 449 milljónir. Með hliðsjón af stærð hótels- ins er markaðsverð líklega töluvert hærra í góðu árferði í ferðaþjónustu. Sex fjárfestar eiga félagið Á5 ehf. Samkvæmt upplýsingum frá for- svarsmönnum félagsins keypti það húsnæðið árið 2015. Hugmyndin hefði verið að breyta húsnæðinu í hótel og leigja út reksturinn. Húsnæðið var tekið í gegn og svo var opnað hótel um mitt ár 2016. Var frá upphafi í húsinu City Park Hótel var frá upphafi með rekstur í húsnæðinu, eða þar til leigu- samningi var rift í desember 2019 vegna vanefnda leigutaka. Forsvarsmenn Á5 ehf. segja rekstur hótelsins hafa gengið vel fram að því. Nýtingarhlutfall hafi verið hátt og gott verð fengist fyrir gistinguna. Þannig hafi nýtingin verið nærri 100% frá fyrsta degi. Ástæðan var mik- il spenna á markaðnum. Hótelið var nærri fullt af yfirbókunum frá nær- liggjandi hótelum sem báðu City Park Á City Park Hótel voru 57 herbergi. Fyrrverandi leigutaki innréttaði á leigutímanum um 27 herbergi til vest- urs með endurbyggingu húsnæðis í Hallarmúla en þar var áður m.a. skemmtistaðurinn Hollywood. Forsvarsmenn Á5 ehf. segja að- spurðir að rekstraraðili hótelsins hafi farið út í þá framkvæmd á eigin ábyrgð. Hún sé ótengd eigendum fé- lagsins Á5 ehf. Hættir með Marriott-verkefni Fram hefur komið í Morgunblaðinu að rekstraraðili City Park Hótels áformaði jafnframt rekstur Marriott Courtyard-hótels við Aðaltorg, skammt frá Keflavíkurflugvelli. Morg- unblaðið fékk staðfest að hann hefði ekki lengur aðkomu að því verkefni. Auglýsa hótelið til leigu Morgunblaðið/Baldur City Park Hótel Eigendur húsnæðisins hafa sagt upp leigusamningi.  City Park Hótel hefur hætt starfsemi í Ármúla  Þegar hótelið var opnað var umframeftirspurn  Fékk bókanir frá nálægum hótelum sem voru yfirbókuð Múlarnir breytast » Þegar City Park Hótel var opnað var umframeftirspurn hjá hótelum í kring. » Þar eru m.a. Nordica-hótelið og Reykjavík Lights Hótelið, sem er á vegum KEA. » Áformað var að opna hótel í Hallarmúla 2 og á Suðurlands- braut 18, allt að 370 herbergi, en hætt var við verkefnin. Hótel um að taka við bókunum sem þau réðu ekki við. Þannig hafi verið fljúgandi gangur allt frá upphafi. 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020 Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingumum áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is Ofnæmið burt! Zensitin 10mg töflur -10, 30 og 100 stk Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum að velta fyrir mér hvort ferða- þjónustan væri ofurseld þeim sem hafa lánað til hennar, eða leigja henni fast- eignir, og geti án tillits til alls gengið að eign- um og ábyrgðum sem eru settar fyrir leigu. Niðurstaða álitsgerðar Viðars Más Matthíassonar (sjá blað- síðu 6 í Morgunblaðinu í dag) er auðvitað sú að það sé ekki hægt. Það geti enda fjórar reglur fjár- munaréttar leitt til þess að menn komist undan því að greiða í dag, þó svo þeir þurfi að greiða síðar. Þess vegna er svo mikilvægt að ríkis- valdið komi að þessu máli og velti því fyrir sér hvort ferðaþjónustan geti borgað af lánum sem hefur ver- ið frestað, þegar ferðamenn fara að streyma á ný til landsins. Nú eða að ríkisvaldið geri eins og í hruninu og setji þess vegna lög um mögulega vexti og verðbætur til þess að hér fari ekki allt á hliðina aftur eftir tvö, þrjú ár. Þegar neyðarlögin voru sett, og mörg önnur lög í kjöl- far hrunsins, var gengið á eignarétt hinna og þessa en talið óhjá- kvæmilegt að setja þau til þess að bjarga þjóðarhagsmunum. Nú þeg- ar stærsta atvinnugreinin á Íslandi er í greiðsluerfiðleikum, vegna þess að hún hefur ekki tekjur, hlýtur ríkisvaldið að hafa einhverjar skyldur gagnvart henni og öllum þeim sem hafa afkomu af þessum rekstri,“ segir Sigurður. Nú blasi við auðn í ferðaþjónust- unni. Hótelhaldarar segi honum að ekki sé reiknað með umtalsverðum fjölda gesta fyrr en vorið 2021. Nú sé búið að afskrifa þetta ár. Sigurður G. Guðjónsson hæsta- réttarlögmaður segir kröfuhafa hótels hafa neitað að taka tillit til erfiðra aðstæðna í ferðaþjónustu. Algjört tekjuhrun sé í greininni út af kórónuveirufaraldrinum. „Ég sendi fyrir hönd eins hótel- haldara tilkynningu til leigusala um að ekki yrði greidd leiga vegna óviðráðanlegra atvika – covid 19 – sem fæli í sér efnda hindrun. Þessu var ekki sérlega vel tekið og fékk ég það svar til baka bréflega frá lögmanni hans að þá yrði gengið að tryggingum fyrir leigunni. Þegar sú afstaða lá fyrir fór ég Vilja ganga að tryggingum hótels  Hæstaréttarlögmaður segir kröfuhafa ekki vilja taka tillit til faraldursins Sigurður G. Guðjónsson Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði skarpt við opnun markaða í gær. Nam lækkunin í upphafi dags tæpum 15%. Voru miklar sveiflur á því meðan Kauphöll var opin og á tímabili nam lækkunin 17%. Þegar lokað var fyrir við- skipti nam lækkunin frá fyrri degi 13,8% en viðskipti námu 163,3 milljónum króna. Stendur gengi fé- lagsis í 2,5 og hefur ekki verið lægra síðan árið 2009. Er markaðs- virði félagsins 13,6 milljarðar króna og hefur það lækkað um 66,9% frá áramótum. Þessa dagana vinna stjórnendur félagsins að því að endurskipu- leggja rekstur þess í kjölfar þess að nær allar flugsamgöngur til landsins og frá lömuðust í mars- mánuði sökum útbreiðslu kórónu- veirunnar. Vinna Íslandsbanki, Landsbankinn og Kvika banki ásamt erlendum ráðgjöfum að því að koma rekstri félagsins fyrir vind. Heimildir Morgunblaðsins herma að stjórnvöld fylgist grannt með stöðu mála. Hins vegar standi ekki til að ríkissjóður komi að fé- laginu fyrr en og ef félagið hefur náð nýjum samningum við stéttar- félög starfsfólks, leigusala og hlut- hafa sem að stærstum hluta eru ís- lenskir lífeyrissjóðir. Stór flutningasamningur Í gærmorgun var greint frá því að Icelandair hefði náð samningi við flutningamiðlunarfyrirtækið DB Schenker um að minnsta kosti 45 fraktflugsferðir milli Shanghæ í Kína og München í Þýskalandi með lækninga- og hjúkrunarvörur fyrir heilbrigðisyfirvöld í Evrópu. Þá fel- ur samningurinn einnig í sér nokkr- ar ferðir milli fyrrnefndrar borgar í Kína og Chicago í Bandaríkjunum með millilendingu hér á landi. Um er að ræða daglegt flug til Kína en fyrsta vélin heldur af landi brott héðan í dag. Þremur Boeing 767- vélum Icelandair verður breytt tímabundið vegna verkefnisins. Heimildir Morgunblaðsins herma að til skoðunar sé að útvíkka samn- inginn við DB Schenker verulega. ses@mbl.is Gengi Icelandair Group ekki verið lægra frá árinu 2009  Félagið undirritar samning um flutninga milli Kína og Evrópu Sagt var frá því í Morgun- blaðinu í september 2018 að áformað væri að opna 162 her- bergja hótel í Hallarmúla 2. Þar var verslunin Tölvutek en bygg- ingin er nú auglýst til leigu. Nýja hótelið hefði verið við hliðina á Hilton Reykjavík Nor- dica hótelinu og á ská á móti City Park Hótelinu í Ármúla. Fram kom í frétt Morgun- blaðsins að fjárfestarnir hefðu samið við Keahótelin um leigu á húsnæðinu undir hótel. Skv. upplýsingum frá Keahótelum var hætt við verkefnið. HALLARMÚLI 2 Morgunblaðið/Baldur Til leigu Hallarmúli 2 í Reykjavík. Átti að hafa 162 herbergi Allt um sjávarútveg 25. apríl 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 145.47 Sterlingspund 179.56 Kanadadalur 102.83 Dönsk króna 21.194 Norsk króna 13.657 Sænsk króna 14.427 Svissn. franki 150.19 Japanskt jen 1.3512 SDR 198.27 Evra 158.07 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.4186 Hrávöruverð Gull 1727.55 ($/únsa) Ál 1461.5 ($/tonn) LME Hráolía 20.89 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.