Morgunblaðið - 25.04.2020, Side 18

Morgunblaðið - 25.04.2020, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020 Netverslunhefur tekiðrækilega við sér á undan- förnum vikum og það á við jafnt hér heima fyrir og erlendis. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu á þriðjudag sagði að seljendur væru á yfir- snúningi þessa dagana og jafn- vel þær stærstu erlendis önn- uðu ekki eftirspurn. Birtist fróðlegur listi um sölutölur. Á Íslandi hefur aukningin orðið mest í sölu á bókum, blöðum og hljómplötum á netinu og nemur 998%, en erlendis er aukningin mest í einnota gúmmíhönskum og hefur salan á þeim næstum sjöfaldast. Sala á ferðatöskum hefur hins vegar dregist veru- lega saman, sem kemur ekki á óvart. Netverslun hér á landi jókst um 111% í mars frá sama mán- uði í fyrra. Sala á fötum jókst um 135% og netverslun með heimilisbúnað um 177%. Netverslun er vitaskuld ekki ný af nálinni og flest fyrirtæki bjóða upp á þjónustu á netinu. Í samkomubanni og viðleitninni til að forðast hættuna á smiti hafa forsendur hins vegar breyst. Þau fyrirtæki, sem lengst voru komin í að bjóða upp á netverslun, standa vitaskuld best að vígi, en það þarf ekki að taka langan tíma að bregðast við að- stæðum eins og sjá mátti á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Þar gat að líta mynd af stöflum af varningi í nýrri 2.000 fermetra miðstöð Nettó til að þjóna netverslun þar sem unnið er á vöktum allan sólarhringinn. Ekki er víst hvort hér er um að ræða breytingu til frambúðar og verður að teljast líklegt að þessi aukning muni að einhverju leyti ganga til baka. Einhverjir munu hins vegar örugglega sjá hagræði í því að halda áfram að spara sér þann tíma, sem fer í að gera helgarinnkaupin, þegar samskiptahömlum verður aflétt. Í Bandaríkjunum hefur versl- un færst hratt á netið og þrengt hefur að þeim, sem reka hefð- bundnar verslanir sem standa við götur og hægt er að fara inn í og handfjatla varninginn. Þessarar þróunar er einnig farið að gæta hér og getur haft margvíslegar afleiðingar í för með sér. Hún er líka til marks um það að eitt tekur við af öðru og hröð viðbrögð bera vitni eig- inleikanum til að laga sig að nýj- um aðstæðum og grípa ný tæki- færi. Það er kannski lykilatriðið mitt í þeim ósköpum, sem nú dynja yfir vegna kórónuveir- unnar. Netverslun tekur rækilega við sér} Breytingum fylgja tækifæri Það fór ekki mik-ið fyrir frétt, sem birtist á mbl.is á miðvikudag, um að lögregla hefði á undanförnum mán- uðum lagt hald á 13,5 lítra af amfetamínbasa, sem talið er að hafi átt að nota til am- fetamínframleiðslu hér á landi. Átta manns voru handteknir vegna rannsóknarinnar í janúar og sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en eru nú lausir. Leitað var í tugum húsa og lagt hald á fíkniefni, vopn og fjár- muni. Frekari aðgerðir hafa fylgt í kjölfarið og hafa fleiri ver- ið settir í gæsluvarðhald. Talið er að verðmæti fíkniefnanna, sem hald var lagt á, nemi um 230 milljónum króna. Af þeim, sem hafa verið í gæsluvarðhaldi, eru sjö taldir til- heyra erlendum glæpahópum. Ísland er ekki undanskilið starfsemi glæpahringja fremur en öðru. Rannsóknin, sem hér er lýst, er til marks um það. Um þetta var fjallað í áhættumats- skýrslu greiningardeildar ríkis- lögreglustjóra, sem kom út undir yfirskriftinni Skipulögð brota- starfsemi á Íslandi í maí í fyrra. Í skýrslunni segir að án áherslubreytinga séu litlar líkur á að markverður árangur náist í baráttu við skipu- lagða glæpastarf- semi á Íslandi. Er meðal annars bent á að lögreglumönn- um, sem sinni rann- sóknum á fíkniefna- málum og öðrum birtingar- myndum skipulagðrar brotastarfsemi, hafi fækkað á undanliðnum árum. „Fyrirsjáanleg þróun, að óbreyttu, er á þann veg að um- fang skipulagðrar glæpastarf- semi aukist á Íslandi. Aukin samkeppni á milli skipulagðra brotahópa kann að leiða til gengjamyndunar og grófra of- beldisverka gagnvart einstak- lingum sem þeim tengjast. Ástæða er til að óttast aukið og fjölbreyttara framboð fíkniefna. Hið sama á við um tilfelli man- sals og misneytingar gagnvart innflytjendum og erlendu vinnu- afli,“ sagði í niðurlagi skýrsl- unnar. Skýrslan var meðal annars gagnrýnd fyrir að þar væri ís- lenskum glæpamönnum ekki gert nógu hátt undir höfði. Rannsóknin, sem nú stendur yfir og rakin er hér að ofan, ætti fremur að vera vísbending um háskann af því að vanmeta skipulagða brotastarfsemi er- lendra glæpahringja á Íslandi. Ekki má vanmeta skipulagða glæpa- starfsemi erlendra hringja á Íslandi} Eitur að utan Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í vikunni var annar hluti efnahags- aðgerða stjórnvalda vegna Covid 19- faraldursins kynntur. Aðgerðirnar sem snúa að heilbrigð- ismálum eru tvíþættar; annars vegar er um að ræða álagsgreiðslu til framlínu- starfsfólks í heilbrigðiskerfinu og hins vegar umtalsverða geðheilbrigðisþjónustu. Einum milljarði króna verður varið í álags- greiðslur til framlínustarfsfólks sjúkrahúsa, heilsugæslu og heilbrigðisstofnana sem hefur starfað undir miklu álagi vegna faraldursins. Greiðslurnar verða eingreiðslur en útfærslan verður á hendi forstöðumanna hverrar stofn- unar. Mikið hefur mætt á starfsfólki á mörg- um sviðum heilbrigðisþjónustunnar þar sem starfsaðstæður hafa verið krefjandi og hætta á smiti af Covid-19 daglegur veruleiki margra. Enn fremur verða framlög til geðheilbrigðisþjónustu aukin um 540 milljónir króna til að efla þjónustuna. Þjón- ustan verður efld með fjölgun sérfræðinga í geðheilsu- teymum og innan heilsugæslunnar. Rík áhersla verður á að tryggja sem best jafnt aðgengi landsmanna að þjón- ustunni. Með auknum fjármunum verður sérfræðingum á sviði geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslunni fjölgað um 16. Markmiðið er að um land allt geti fólk fengið meðferð sálfræðinga innan heilsugæslu vegna algengustu geð- raskana. Heilsugæslan fær einnig sérstakt framlag til að efla getu sína til að veita fjarheilbrigðisþjónustu á þessu sviði. Þjónusta geðheilsuteyma verður efld með auknum framlögum til teymanna í öllum heilbrigðis- umdæmum landsins. Eitt af markmiðunum með því að efla geðheilsuteymin er að auka getu þeirra til að sinna jaðarhópum, t.d. fólki með tvígreindan neyslu- og fíknivanda sam- hliða öðrum geðröskunum og fólki sem er með þroskaröskun og glímir jafnframt við geðröskun. Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur m.a. það hlutverk að stýra samhæfingu heilsugæsluþjónustu í landinu. Framlög til hennar verða aukin með áherslu á jafnt að- gengi landsmanna að geðheilbrigðisþjónustu, óháð búsetu. Þróunarmiðstöðinni verður falið að útbúa fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk um neyslu- og fíknivanda, innleiða skimun á því sviði og þróa meðferðarúrræði innan heilsu- gæslu og hjá geðheilsuteymum. Þróunarmiðstöðinni verður falið að útbúa fræðsluefni fyrir starfsfólk hjúkr- unarheimila um geðheilbrigði og fræðsluefni á sviði geð- ræktar í skólum. Með þessum aðgerðum báðum verður haldið áfram að styðja við uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu í heilsu- gæslunni og með geðheilsuteymum um allt land. Einnig er eingreiðslan til framlínufólks viðurkenning á því gríðarlega álagi sem sá hópur hefur búið við í glímunni við Covid-19 og um leið þakklætisvottur fyrir þann hlut sem þetta heilbrigðisstarfsfólk á í þeim árangri sem við höfum náð í viðbrögðum við veirunni hér á landi. Svandís Svavarsdóttir Pistill Varnir, vernd og viðspyrna Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sex umsagnir höfðu borist umfrumvarp um breytingu álögum um pakkaferðir ígær. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) leggst gegn því að „lausafjárvanda fyrirtækja verði velt yfir á neytendur með því að heimila fyrirtækjum að endurgreiða neytendum pakkaferðir með inneignarnótum“. ASÍ segir að neytendur hafi enga tryggingu fyrir því að þeir geti innleyst nóturnar eða fengið peninga sína til baka ef fyrir- tækin verða gjaldþrota. Ferðamálastofa segir m.a. mestu skipta að viðskiptavinirnir fái sínar kröfur greiddar, hvort sem það er í formi beinna endurgreiðslna eða í framkvæmd frestaðra ferða. Ferða- skrifstofurnar hafi unnið að því að semja við viðskiptavini um frestun pakkaferða um óákveðinn tíma í ein- hverjum tilfellum, fram á haust og mjög mörgum fram á næsta ár. Þá bendir Ferðamálastofa á að til staðar sé tryggingakerfi sem endurgreiðir kröfur, komi til þess að ferðaskrif- stofa verði gjaldþrota. Neytendasamtökin gera alvar- legar athugasemdir og telja frum- varpsdrögin vera aðför að rétti neyt- enda. Með aðgerðinni sé lausafjár- vanda fyrirtækja velt á herðar neytenda sem margir hverjir standi höllum fæti og hafi misst viðurværi sitt allt eða að hluta. Samtökin vara við því að frumvarpsdrögin kunni að brjóta í bága við 72. grein stjórnar- skrárinnar um eignarrétt. Neytenda- samtökin leggjast gegn frumvarpinu vegna þess að það gangi út á „að skikka fólk til að lána ferðaskrif- stofum fé vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu“. Neytendastofa telur nauðsynlegt að neytendum séu tryggðar fullar endurgreiðslur í samræmi við þau lög sem voru í gildi er kaup áttu sér stað. Þá telur hún mikilvægt að frumvarpið skerði ekki fjárhagsleg réttindi neytenda heldur fresti að- eins rétti þeirra til endurgreiðslu. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) benda m.a. á að veiting ferðaþjónustu hafi stöðvast um allan hinn vestræna heim vegna heimsfaraldurs kórónu- veiru. Með frumvarpinu sé komið til móts við þann vanda og breytingin sé tímabundin aðgerð. SAF styðja breytinguna og telja að hún sé „ein- földust og skilvirkust þeirra sem í boði eru til að ná markmiðum sem lögð eru til grundvallar“. Ekki senda okkur reikninginn Læknanemar á 3. ári við Háskóla Íslands, alls um 50 nemar og makar þeirra, segjast hafa „skrapað saman, fengið að láni, unnið fyrir útskriftar- ferð sem átti að vera í lok maí. Við höfum borgað allt að þrjú hundruð þúsund fyrir ferð sem átti að vera verðlaun fyrir mikla vinnu og mikið streð“. Ferðin verði aldrei farin en ferðaskrifstofan hafi gefið vilyrði fyr- ir því að hún verði endurgreidd að undanskildu 12 þúsund króna innan- landsfargjaldi. Ferðaskrifstofan hafi frestað endurgreiðslum fram yfir lögbundinn frest. Talsmanni hópsins finnst að með frumvarpinu sé verið að styrkja fyrirtæki á kostnað ein- staklinga og mótmælir því að neytendur láni ferðaskrifstofum peninga sína næstu tólf mánuði. „En ekki senda okkur reikn- inginn fyrir rekstri ferðaskrif- stofa. Þetta er ekki bankinn sem á að láta fjármagna rekstur ferðaskrifstofunnar,“ segir í niðurlagi umsagnarinnar, sem endar á orðunum: „Ríkið á marga banka. Látið þá lána. Ekki okkur.“ Skiptar skoðanir um endurgreiðslu ferða Morgunblaðið/Eggert Sólarfrí Skipulögðum ferðum hefur verið aflýst vegna heimsfaraldursins. Nú er rætt frumvarp um tímabundna breytingu á lögum um pakkaferðir. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra, lagði fram á þriðjudag stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um pakka- ferðir og samtengda ferða- tilhögun. Málið snýst um endur- greiðslur pakkaferða sem er aflýst eða þær afpantaðar vegna óviðráðanlegra aðstæðna frá 15. mars til 30. júní. Endurgreiðslan verður gerð með inneignarnótu. Sé hún ekki notuð verður ferða- manni heimilt að innleysa hana 12 mánuðum eftir að tímabilinu lýkur. Í greinargerð kemur m.a. fram að með frum- varpinu sé brugðist við áhrifum kórónuveiru- faraldursins á fyrrihluta ársins 2020. Fyrsta umræða um frumvarpið fór fram á miðvikudag og gekk málið eftir það til at- vinnuveganefndar. Brugðist við faraldrinum LÖG UM PAKKAFERÐIR Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.