Morgunblaðið - 25.04.2020, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 25.04.2020, Qupperneq 33
Ánægð með fyrsta skref í atvinnumennsku FRAKKLAND Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Þetta var mjög áhugavert, skemmtilegt og mikil reynsla,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, landsliðskona í handknattleik, við Morgunblaðið um sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku erlendis. Hrafn- hildur gekk í raðir Bourg-de-Péage í efstu deild Frakklands fyrir leiktíð- ina, eftir að hafa leikið allan ferilinn heima á Selfossi. Hanna viðurkennir að það hafi verið viðbrigði að yfirgefa Selfoss og halda á vit ævintýranna í nýju landi og í sterkri deild en hún staðfesti við Morgunblaðið að hún myndi ekki leika áfram með Bourg-de-Péage. „Þetta var líka virkilega erfitt. Það voru margar áskoranir og þetta var mjög lærdómsríkt ár. Þetta var í fyrsta skipti sem ég skipti um lið yfirhöfuð og það var nýjung fyrir mig að fara frá heimabæ mínum, Selfossi, alla leið til Frakklands. Það var stór breyting og svo var tungu- málið frekar erfitt. Til að byrja með skildi ég ekki neitt í frönsku og það töluðu ekki allir ensku þar sem ég var. Æfingamenningin var öðruvísi en ég var vön, svo þetta voru við- brigði,“ sagði Hanna, sem skilur frönskuna betur núna. Brosti bara og notaði táknmál „Franskan er töluvert betri en ekkert til að monta sig af,“ sagði hún og hló. „Ég var farin að skilja handboltamálið á æfingum og í leikjum. Málið dagsdaglega var ég ekki með og ég gat rosalega lítið tjáð mig á frönsku. Ég brosti bara svolítið og notaði táknmál með höndunum eins og ég gat. Svo kom Google Translate sér vel. Ég notaði það á hverjum degi.“ Bourg-de-Péage er lítill bær í Suðaustur-Frakklandi, um 100 kíló- metra suður af Lyon og ekki fjarri landamærum Sviss og Ítalíu. Áhug- inn fyrir handbolta er mikill í bænum. Svipað og á Selfossi „Þetta var fín umgjörð og þetta er einn besti klúbburinn hvað varðar aðsókn á leiki. Það var alltaf fullt hús og það eru stúkur báðum megin við völlinn. Áhuginn í bænum var mjög mikill, en þetta er pínulítill bær þar sem búa um 10.000 manns, svipað og á Selfossi. Þetta var þriðja tímabilið í röð í efstu deild, en ann- ars hefur liðið aldrei verið þar. Þetta er nýtt félag í uppbyggingu og að komast á þennan stall í fyrsta skipti,“ sagði Selfyssingurinn. Liðið var í níunda sæti af tólf þeg- ar deildinni var aflýst. Ekkert lið var krýndur meistari og ekkert lið féll. Tvö lið fara upp og verða því fjórtán lið í deildinni á næstu leiktíð. Undir venjulegum kringumstæðum fara átta efstu liðin í úrslitakeppni um franska meistaratitilinn á meðan fjögur neðstu fara í umspil um að halda sæti sínu í efstu deild. Hrafnhildur Hanna og liðsfélagar hennar voru þremur stigum frá sæti í úrslitakeppninni og hefði því mikið átt að vera undir í síðustu umferð- unum. Þess í stað hefur hún leikið sinn síðasta leik með liðinu. Skrítið að vera búin að spila síðasta leikinn „Við vorum á mörkunum að fara í úrslitakeppnina og svo í fall- umspilið. Það var leiðinlegt að klára ekki tímabilið, sérstaklega því ég er búin að ákveða að ég verði ekki þarna áfram. Það var skrítið að vera allt í einu búin að spila síðasta leik- inn með stelpunum. Þetta var besti árangurinn hjá þessu félagi í deild- inni frá upphafi, þannig að það var ánægja með tímabilið,“ sagði Hrafn- hildur Hanna, en hún er óviss með næstu skref á ferlinum. „Ég er ekki búin að ákveða hvað ég geri núna. Ég veit ekki hvort ég verð áfram úti og hvert ég fer þá, eða hvort ég verð heima og klára skólann.“ Ástandið í heiminum hjálpar ekki til við að finna nýtt félag, en mörg þeirra munu glíma við fjárhags- vandamál á næstunni. Þreifingar á ýmsum stöðum „Það gerist allavega ekkert hratt núna. Það eru þreifingar á ýmsum stöðum en maður finnur það að ástandið í heiminum hefur áhrif og þetta er rólegra og margir halda að sér höndum.“ Hrafnhildur Hanna skoraði 84 mörk í 19 leikjum á tímabilinu og var markahæsti nýliðinn í deildinni og markahæsti leikmaður Bourg-de- Péage. Var hún ánægð með eigin frammistöðu, þótt hún geti gert enn betur. „Í rauninni get ég verið sátt, þótt það hafi verið margt sem ég hefði viljað gera betur, en á sama tíma gerði ég margt vel. Ég var markahæst í mínu liði og var tíunda markahæst í deildinni. Ég hefði samt viljað spila meira. Þetta er allt- af svona, maður vill alltaf gera miklu betur. Ég er samt ánægð með þetta fyrsta skref í atvinnu- mennsku,“ sagði hún og bætti við að leikirnir í Frakklandi væru töluvert erfiðari en heima á Íslandi. „Alveg töluvert. Það er fullt af heimsklassa- leikmönnum í deildinni og sterk lið. Það er öðruvísi að spila þessa leiki, en mér finnst það geggjað og mikil áskorun. Maður þarf að aðlagast því og taka skref fram á við.“ Hanna hefur lengi verið á meðal bestu leikmanna íslensku deildar- innar og varð m.a. markahæsti leik- maður Olísdeildarinnar árin 2015 og 2017. Er hún 24 ára gömul og hafði hug á að fara í atvinnumennsku fyrr, en krossbandsslit í hné árið 2017 komu í veg fyrir það. „Ég var með nokkra möguleika á að komast út þá en ákvað að vera frekar heima þegar þessi meiðsli komu upp,“ rifj- ar hún upp. „Það fer heilt ár í að jafna sig á svona meiðslum, svo ég ákvað að einbeita mér að háskóla- náminu sem ég hef verið í meðfram boltanum.“ Meiðslin voru erfið andlega Hrafnhildur Hanna lék eitt tíma- bil heima með Selfossi eftir að hún jafnaði sig á meiðslunum og hélt svo út. „Ég fann enn þá fyrir meiðsl- unum þetta tímabil sem ég var heima. Það voru meiðsli sem voru tengd krossbandsmeiðslunum. Þessi meiðslapakki fylgir íþróttunum stundum, því miður. Ég var hins vegar ákveðin í að prófa atvinnu- mennskuna, það hefur alltaf verið draumurinn og það hætti aldrei. Auðvitað voru þessi meiðsli oft á tíð- um erfið andlega. Það var erfitt að vera út úr handboltanum í svona langan tíma og endurhæfingin geng- ur ekki alltaf glimrandi vel. Maður þarf að styrkja sig andlega til að komast í gegnum það og komast áfram í þessu öllu saman,“ sagði Hrafnhildur Hanna.  Hrafnhildur Hanna er hætt hjá Bourg-de-Péage þrátt fyrir gott tímabil í Frakklandi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsliðið Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur skorað 66 mörk í 34 landsleikjum Íslands og á hér í höggi við Paulinu Coatanea, leikmann Brest Bretagne, í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM síðasta haust. ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020 Sjálfsagt voru blendin við- brögð í handboltahreyfingunni á Íslandi við tíðindum gærdagsins. Enda voru þau þess eðlis. Karla- landsliðið er komið á HM en kvennalandsliðið, sem er í upp- byggingarferli undir stjórn nýs þjálfara, missir hins vegar af fjórum mótsleikjum. Tvö lið sem eru Íslendingalið eins og er komast í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar en tvö önnur misstu af möguleikanum á því að komast þangað. Valsmenn missa af því að leika í átta liða úrslitum Áskor- endabikars Evrópu. Leikmenn- irnir eru sjálfsagt vonsviknir en á hinn bóginn hefði væntanlega verið dýrt fyrir Valsmenn að halda meistaraflokknum gang- andi þar til í lok júní fyrir fáa leiki og engar tekjur. Þessi niðurstaða er skiljanleg. Óvissuþættirnir varðandi það hvernig veiran mun leika þjóðir heimsins eru margir. Hvenær fer fólk að ferðast á milli landa? Hversu misjafnlega verða þjóð- irnar staddar í baráttunni? Þar af leiðandi var tímabært að taka þessa ákvörðun og láta sumarið eiga sig varðandi boltaleiki. Fólk hefur mikilvægari hluti að glíma við eins og við vitum. Eins og mörgum öðrum finnst mér furðuleg tilhugsun að Meistaradeildinni ljúki þegar næsta tímabil er hálfnað. Einn besti leikmaður heims, Sander Sagosen, verður til að mynda búinn að hafa félagaskipti. Hann verður orðinn leikmaður Kiel og farinn frá Paris St. Germain. Bæði þessi lið eru á meðal þeirra fjögurra sem fá að óbreyttu að berjast um Evr- ópumeistaratitilinn. Annar sem hjálpað hefur París að komast í undanúrslitin, Guðjón Valur Sig- urðsson, er einnig á förum að manni heyrist. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Kvennalandslið Íslands í handknatt- leik spilar ekki meira í undankeppni Evrópumótsins en EHF, Evrópska handknattleikssambandið, ákvað í gær að aflýsa því sem eftir var af henni. Ísland var búið með tvo leiki í keppninni, tapaði fyrir Króatíu á úti- velli og Frakklandi á heimavelli í haust, en átti að mæta Tyrkjum tví- vegis og síðan Króatíu og Frakk- landi á ný í vor og sumar. EHF til- kynnti að niðurstaðan á EM 2018 myndi ráða því hvaða þjóðir leika á EM 2020 sem fer fram í desember í Noregi og Danmörku. Undankeppni EM felld niður Morgunblaðið/Kristinn Magnússon EM Leikurinn við Frakka í haust reyndist ekki skipta máli. Keppni í hollenskum fótbolta er lokið á tímabilinu og verður ekkert lið krýnt meistari og ekkert lið fellur. Þá fer ekkert lið upp úr B- deildinni. Ajax og AZ Alkmaar voru jöfn í tveimur efstu sætum A- deildarinnar með 56 stig, en Albert Guðmundsson leikur með AZ Alkmaar. Þá leikur Elías Már Óm- arsson með Excelsior í B-deildinni, en liðið var í sjöunda sæti. Anna Björk Kristjánsdóttir er svo leikmaður PSV, sem var með sjö stiga forskot á Ajax á toppnum í efstu deild í kvennaflokki. Fótboltanum aflýst í Hollandi Ljósmynd/AZ Alkmaar Holland Albert Guðmundsson leik- ur með AZ Alkmaar í Hollandi. Knattspyrnu- samband Íslands á von á nálægt 100 milljón króna greiðslu frá Al- þjóða knatt- spyrnusamband- inu, FIFA. FIFA tilkynnti í gær að allar greiðslur til 211 aðildarþjóða sinna fyrir árin 2019 og 2020 yrðu afhentar þeim á næstu dögum sem fyrsta skrefið í aðstoð til knattspyrnusamfélagsins í heiminum vegna áfalla af völdum kórónuveirunnar. Samtals verður 120 milljónum punda, eða 21,8 millj- örðum króna, dreift á þjóðirnar 211 og tekið er fram í yfirlýsingu FIFA að lágmarksgreiðsla þar sé 400 þús- und pund, eða um 72 milljónir króna. Það má því áætla að hlutur KSÍ sé einhvers staðar nálægt 100 milljón- unum. „Farsóttin hefur í för með sér fordæmalausar áskoranir fyrir allt knattspyrnusamfélagið og það er skylda FIFA sem heimssambands að vera til staðar og styðja þá sem standa frammi fyrir stórum vanda- málum,“ sagði Gianni Infantino, for- seti FIFA. Hann sagði að þetta væri fyrsta skrefið í stórtækri áætlun sem verið væri að skipuleggja til að bregðast við ástandinu í heims- fótboltanum. KSÍ fær um 100 milljónir frá FIFA Gianni Infantino

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.