Morgunblaðið - 25.04.2020, Síða 35
Bæjarlistamaður Ásdís
Arnardóttir sellóleikari.
Ásdís Arnardóttir sellóleikari er
bæjarlistamaður Akureyrar árið
2020 en það var tilkynnt á Vor-
komu Akureyrarstofu, þar sem
veittar voru ýmsar viðurkenningar.
Ásdís stundaði tónlistarnám við
Tónlistarskólana í Reykjavík og á
Seltjarnarnesi, og svo Barcelona og
Boston. Undanfarin fjórtán ár hef-
ur hún búið og starfað á Norður-
landi. Hún kennir, stjórnar
strengjasveitum og hefur umsjón
með kammertónlist í tónlistar-
skólum. Hún hefur verið leiðandi
sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands þennan tíma. Auk
þess hefur hún tekið þátt í fjöl-
mörgum viðburðum. Á starfslauna-
tímabilinu hyggst Ásdís meðal ann-
ars minnast þess að 250 ár eru liðin
frá fæðingu tónskáldsins Ludwigs
van Beethoven og spila fyrir yngri
jafnt sem eldri íbúa bæjarins.
Heiðursviðurkenningu hlaut
Gestur Einar Jónasson fyrir störf
sín að menningarmálum. Hann var í
hópi fyrstu leikara sem voru ráðnir
á fastan samning hjá Leikfélagi
Akureyrar árið 1973. Gestur hefur
einnig leikið í kvikmyndum og var
safnstjóri Flugsafns Íslands frá
árinu 2008 til síðustu áramóta og
vann þar að uppbyggingu safnsins
sem varðveitir mikilvæga atvinnu-
og menningarsögu.
Þá hlaut Snorri Guðvarðsson
málarameistari viðurkenningu
Húsverndarsjóðs Akureyrar fyrir
ævistarf sitt á sviði húsverndar á Ís-
landi. Sérsvið Snorra er innanhúss-
málun á friðlýstum og friðuðum
kirkjum og húsum.
Ásdís Arnardóttir bæjarlistamaður
Akureyrar og Gestur Einar heiðraður
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dag-
skrárgerðarmaður á Rás 2, var beðin
að mæla með listaverkum, afþrey-
ingu og dægradvöl nú á tímum
samkomubanns.
„Samkomubann, lítil viðvera í
vinnu og meiri við tölvuna heima. Allt
hefur þetta kallað á að nýta tímann,
leika sér og njóta. Var því einstaklega
ánægð þegar ég datt niður á frábæra
þætti á Netflix. Unorthodox eru fjórir
þýsk-amerískir þættir um 19 ára
stúlku í New York. Hún er gift sam-
kvæmt hefðum bókstafstrúaðra gyð-
inga í Williamsburg, litlu hverfi innan
Brooklyn í borginni. Þættirnir eru að
mestu á jiddísku. Afar áhugavert er
að gægjast inn í þetta fastmótaða
samfélag í þessari nútímaborg og sjá
hana brjótast út úr því. Ástarsaga
sem gefur svo miklu meira en tímann
sem tekur að horfa á hana. Svo fá
þættirnir dúndureinkunn eða 8,2 á
IMDb-kvikmyndavefnum.
Morgnarnir eru eðalstundin, hvort
sem ég er í útsendingu í Morgunþætti
Rásar 1 og 2 eða heima. Vakna fyrir
allar aldir. Heima leyfi ég mér að
fylgjast með hugleiðslum Guðna
Gunnarssonar
hjá Rope Yoga-
setrinu. Hann
streymir beint
klukkan sjö á
morgnana á
Facebook og
hægt að finna
upptökurnar á
eftir. Listin er
allsráðandi í orðaforða hans. Hann
hefur krufið merkinguna og snúið
svo við skiljum betur gryfjurnar og
gildismatið sem við höfum innmúrað í
málið. Bókin hans Máttur hjartans
liggur í gluggakistunni við rúmið
mitt, tek eina og eina síðu nú þegar
ég kemst ekki í jógatímana, sem eru
restart-takkinn á kollinum mínum.
Þegar algjört eirðarleysi grípur
mig á þessum kórónutíma, nú eða
öðrum, finnst mér frábært að fletta í
gegnum vefverslanir og sjá hvað er í
boði. Listverkauppboð Gallerís Fold-
ar eru einstök skemmtun. Hef mjög
gaman af því að henda inn einu og
einu tilboði í verk sem ég hef aldrei
séð. Maður veit aldrei. Nú hangir
ofna listaverkið „Landslag“ eftir
Brittu Erixon uppi í stofunni minni.
Hélt þetta væri málverk. Toppflott.
Mælt með í samkomubanni
Úr Orthodox Þættirnir segja af 19 ára stúlku sem er gefin manni samkvæmt
hefðum bókstafstrúaðra gyðinga í Williamsburg í Brooklyn í́ New York.
Áhugaverðir
þættir á jiddísku
Á söguslóðum Gunnhildur tekur
sjálfu á salerni staðarins sem J.K.
Rowling notaði þegar hún skrifaði
eina Harry Potter-bókanna í Edin-
borg eða svo var Gunnhildi sagt.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Krísan sem hófst innan Sænsku aka-
demíunnar í árslok 2017 hefur nú leitt
til alvarlegrar krísu innan Dönsku
akademíunnar með þeim afleiðingum
að fjórir meðlimir hafa sagt sig frá
störfum í henni. Fjallað var fyrst um
málið í danska dagblaðinu Inform-
ation, en aðrir danskir miðlar sýna
málinu mikinn áhuga.
Danska akademían var stofnuð
1960 með það að markmiði að efla
danska tungu og bókmenntir. Í því
skyni veitir stofnunin meðal annars
fjölda verðlauna árlega á sviði bók-
mennta sem þykja sum hver þau virt-
ustu þar í landi. Einn stofnenda var
Karen Blixen og að hennar ósk fara
fundir ávallt fram í húsakynnum
hennar í Rungstedlund einu sinni í
mánuði, þar sem í dag er rekið safn
um skáldkonuna sem lést 1962. Með-
limir geta mest orðið 20 talsins og eru,
líkt og hjá systurstofnuninni í Svíþjóð,
valdir fyrir lífstíð.
Stidsen varði vin sinn Engdahl
Þegar krísa Sænsku akademíunnar
stóð sem hæst árið 2018 hóf Marianne
Stidsen, lektor við Kaupmanna-
hafnarháskóla sem verið hefur með-
limur frá 2014, að skrifa greinar og
veita viðtöl til varnar vini sínum
Horace Engdahl, sem setið hefur í
Sænsku akademíunni frá 1997, og
barðist ötullega fyrir hagsmunum
hjónanna Jean-Claude Arnault og
Katarinu Frostenson, sem sat í
Sænsku akademíunni 1992-2019. Eins
og kunnugt er snerist krísan innan
Sænsku akademíunnar um það hvern-
ig taka skyldi á þeim ásökunum að
Arnault hefði áratugum saman brotið
kynferðislega á konum (en hann var
2018 dæmdur í fangelsi fyrir tvær
nauðganir), lekið nöfnum komandi
Nóbelsverðlaunahafa og átt óeðlileg
fjárhagsleg tengsl við Sænsku aka-
demíuna í gegnum eiginkonu sína.
Stidsen óskaði eftir því að vinur henn-
ar fengi að kynna sjónarmið sín í mál-
inu á fundi hjá Dönsku akademíunni,
en því var hafnað. Í innleggjum sínum
kynnti Stidsen sig ávallt sem meðlim í
Dönsku akademíunni og þótti ýmsum
innan stofnunarinnar að hún væri með
því að misnota Dönsku akademíuna til
að auka þunga orða sinna. Stidsen
hefur ráðist harkalega á femínista og
uppnefnt þá „femínasista“. Í aðsendri
grein sem birtist í Berlingske 21.
október sl. líkti hún #MeToo--
hreyfingunni við „hryðjuverka-
samtök“ og hvatti til þess að #MeToo-
aktivistar yrðu sóttir til saka fyrir
„hryðjuverk“ sín.
Konur þurfa bara að segja nei
Kornið sem virðist hafa fyllt mæl-
inn er aðsend grein Stidsen sem birt-
ist í Politiken 28. febrúar sl. þar sem
hún réðst harkalega á fyrirliggjandi
tillögu dönsku ríkisstjórnarinnar um
að breyta hegningarlögum á þá leið að
nauðgun sé skilgreind út frá skorti á
samþykki. Þar gaf hún lítið fyrir þær
skýringar að konur gætu frosið af
hræðslu og sagði það einfaldlega á
þeirra ábyrgð að segja „nei takk“ ef
þær vildu ekki taka þátt í kynmökum.
Tók hún fram að það væri engin
ástæða til að breyta lögum heldur
uppeldisaðferðum ef konur gætu ekki
sagt nei. Í sömu grein varaði hún einn-
ig við því sem hún nefndi „masisma“
sem væri nýtt form af „mæðraveldis-
sósíalisma“. Rúmri viku síðar, þ.e. 8.
mars, sendu átta meðlimir Dönsku
akademíunnar Stidsen sameiginlegan
tölvupóst þar sem þau skoruðu á hana
að draga sig út úr störfum stofnunar-
innar, sem hún neitaði. Póstsamskipt-
unum var í framhaldinu lekið til
Weekendavisen sem birti bréfin við
lítinn fögnuð Sørens Ulriks Thomsen,
ritara Dönsku akademíunnar, enda er
það brottrekstrarsök að rjúfa þann
trúnað sem ríkir um störf stofnunar-
innar. Í seinustu viku tilkynntu síðan
fjórir meðlimir Dönsku akademíunnar
að þeir væru hættir störfum, en það
mun ekki hafa gerst áður í sögu stofn-
unarinnar.
Eitrað andrúmsloft
Ein þeirra sem völdu að hætta er
Suzanne Brøgger sem verið hefur
meðlimur Dönsku akademíunnar síð-
an 1997. Í skriflegu svari til Inform-
ation segist hún ósátt við hvernig
Danska akademían hafi verið misnot-
uð í pólitískum og hugmyndafræðileg-
um tilgangi sem eitrað hafi andrúms-
loftið og spillt vinnufundum. Tekur
hún fram að ótækt sé að þau sem ekki
sætti sig við kynferðisofbeldi séu upp-
nefnd „masismar“ með vísan í nas-
isma. Segir hún Dönsku akademíuna
hafa liðið fyrir fráleitar yfirlýsingar
Stidsen og hún sjái sig því tilneydda
til að hætta störfum í mótmælaskyni.
Weekendavisen hefur eftir Thom-
sen að hann undrist það að áttmenn-
ingarnir hafi ekki svarað ummælum
Stidsen á opinberum vettvangi áður
en þau reyndu að bola henni frá störf-
um. Brøgger hafnar þessu í Politiken
og segir engan geta gert kröfu um að
honum sé svarað opinberlega. „Við
erum skilgreind út frá þeim málefnum
sem við tökum þátt í ritdeilu um. Af
þeim sökum hef ég ávallt haldið mig
frá slíkum deilum,“ segir Brøgger.
Danska akademían
lent í djúpri krísu
Suzanne
Brøgger
Fjórir meðlimir hættir vegna óánægju með þann fimmta
Søren Ulrik
Thomsen
Marianne
Stidsen
Horace
Engdahl
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com,
kajaorganic@gmail.com
Byggmjólk
Eina íslenska
jurtamjólkin
Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Vegan búðin
Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi