Morgunblaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020 Útrás öfgarokksins hafa komist í álnir hjá stórum og millistórum merkjum (að ekki sé talað um hvernig svartþunga- rokkssenan hérlendis er þræl- tengd í tilkomumikuð net dreif- ingar um Evrópu og Ameríku en úttekt á því er önnur grein þó ég nefni eitt slíkt dæmi hér í rest- ina). Une Misère, önnur íslensk öfgarokkssveit, sem leggur upp með bylmingsþungan og ástríðu- fullan síðkjarna (post-hardcore), gerði samning við Nuclear Blast í ársbyrjun 2019 og fyrir okkur sem fylgjumst temmilega með þessum geira fór það ekki á milli mála. Það munar nefnilega um það að hafa stórfyrirtæki á bak við sig – tja, ef það er með þig ofarlega í áherslubunkanum. Hörmungarsögur af því hvernig bönd týnast í svona vélavirkjum eru líka allt of tíðar. En fleiri fréttir, og það til- tölulega nýjar af nálinni: Svart- þungarokkararnir í Helfró gerðu samning við áðurnefnt Season of Mist fyrir stuttu. Og fyrsta platan, samnefnd sveitinni, kom reyndar út í gær. Það sem ég hef heyrt hingað til (þetta er skrifað er á þriðjudegi) er einfaldlega frábært (gaman líka að vita til þess að all- ur heimurinn mun heyra orðin „vonlaust helvíti“ ásamt fleiri kjarnyrtum íslenskum orðum á næstu vikum). Önnur sveit sem ég held nokkuð upp á er Nexion, en hún spilar kolbrjálað keyrslurokk, sveitt og hrátt. Sá hana á Húrra einu sinni og hreifst af. Hún var að gera samning við Avantgarde music, eftir að Stephen Lockhart mælti með henni. Lockhart er Íri sem er búsettur hér og rekur Em- issary-hljóðverið, stýrir Ascen- cion-hátíðinni og hefur tekið upp fjölda íslenskra svartþunga- rokkssveita (hann rekur og eigin sveit, Rebirth of Nefast). Að lok- um vil ég tiltaka Nyrst í þessum æsispennandi fréttapakka, sveit sem er á mála hjá Dark Essence Records í Bergen. Plata hennar, Orsök, kom út í gær, líkt og plata Helfróar. Nóg að gerast! Pistl- inum er ekki ætlað að vera tæm- andi, og ef einhver lumar á frétta- skoti hvað svona starfsemi varðar, sendið mér tölvupóst endilega. » Það munar nefni-lega um það að hafa stórfyrirtæki á bak við sig – tja, ef það er með þig ofarlega í áherslu- bunkanum. Nokkrar íslenskar öfgarokkssveitir hafa verið að landa útgáfu- og dreifingarsamn- ingum við stöndug er- lend fyrirtæki að und- anförnu. Hvað veldur? Ljósmynd/Void Revelations Sveitt Nexion spilar kolbrjálað keyrslurokk, sveitt og hrátt. Fögnuður Meðlimir Cult of Lilith ákváðu að fagna þessum tímamótum með nokkrum íburði. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þær gleðilegu fréttir bárust íenda síðasta mánaðar að ís-lenska þungarokks/ öfgarokkssveitin Cult of Lilith hefði gert samning við Metal Blade Records. Um stórfrétt er að ræða, enda Metal Blade með þekktari fyrirtækjum í þessum geira. Stofnað 1982 í Bandaríkj- unum og á mála hjá því hafa verið stórsveitir á borð við Slayer, Cannibal Corpse, King Diamond, Amon Amarth, Behemoth, Sacred Reich og Killswitch Engage svo fátt eitt sé talið. Cult of Lilith, sem var stofnuð 2015, spilar eins- lags tækniskotið dauðarokk, mikil keyrsla og skiptingar og var það upptökumaðurinn Dave Otero (Cattle Decapitation t.d.) sem kom Ryan Williams, listamannatengli Metal Blade í Bandaríkjunum og „hæfileikaþefara“, á bragðið. Williams heillaðist og gerði óðar samning við piltana. Von er á fyrstu plötunni síðar á þessu ári. Undanfarin ár hafa íslenskar sveitir af þessum toga verið að gera viðlíka strandhögg. Svo ég noti þungarokk sem regnhlífar- hugtak núna, þá hafa Sólstafir, Skálmöld og Vintage Caravan t.a.m. allar gert útgáfusamninga við merki af stærri gerðinni (Vin- tage Caravan var á Nuclear Blast en er nú hjá Napalm Records). Þannig er hið virta Season of Mist með nokkrar íslenskar sveitir á sínum snærum og fleiri hljóm- sveitir en þær sem ég hef nefnt Ljósmynd/M. Flovent Tónlistarmaðurinn Jónsi, Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, hefur sent frá sér fyrsta sólólagið í áratug. Nefnist það „Exhale“ og stjórnaði Jónsi upptökum ásamt A.G. Cook. Samhliða útgáfu lagsins frumsýndi Jónsi tónlistarmyndband við lagið sem hann leikstýrði sjálfur ásamt Giovanni Ribisi. Fyrsta og eina sólóplata Jónsa, Go, kom á markað fyrir tíu árum og hlaut mikla athygli. Hreppti hún meðal annars annars verðlaunin Nordic Music Prize. „Exhale“ hefst mjúklega, með rödd Jónsa og lágstemmdum píanó- leik. Hljóðgervlar bætast við píanó- leikinn og lagið stigmagnast undir söng Jónsa sem endurtekur „just let it go now/ it isn’t your fault“ sem má túlka sem einhvers konar stefnuyfirlýsingu eða leiðarstef fyr- ir óútreiknanlegt lífið á 21. öldinni – og jafnframt ástandið í samtím- anum. Í tónlistarmyndbandinu birtist dansari undan svörtum plastdúk. Eftir því sem lagið stigmagnast og fleiri hljóðfæri og taktur bætast við spegla hreyfingar dansarans tón- listina á meðan efnisbútar úr dúkn- um þyrlast upp og svífa í loftinu eins og lauf í vindi. Jónsi hefur frá upphafi ferils síns skapað sér nafn með áhrifaríkum tónsmíðum sem, eins og segir í til- kynningu, „kafa djúpt ofan í mann- lega vitund og kanna samband okk- ar við náttúruna. Með Sigur Rós tókst honum að umbreyta harð- neskjulegu landslagi Íslands í tón- list sem er bæði tær, lífræn og ósnortin af nútímanum, þó svo að hún lifi þar góðu lífi.“ Bent er á að hljóðheimur Cooks geti „verið vélrænn, stundum harkalegur og afar tilrauna- kenndur“ en afraksturinn sé fal- legur og dáleiðandi rödd Jónsa ferðist á nýjar og ókunnugar slóðir. Fyrr á þessu ári hélt Jónsi sína fyrstu einkasýningu í Los Angeles- útibúi hins virta myndlistargallerís Tanya Bonakdar Gallery. Í innsetn- ingum og skúlptúrum vann Jónsi þar meðal annars með áhrif hljóðs á fleiri skynfæri en eyrun. Jónsi sendir frá sér fyrsta nýja sólólagið í áratug auk myndbands Andar út Jónsi á ljósmynd sem fylgir ný- útgefna laginu, „Exhale“, úr hlaði. DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.