Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 4
Þetta er mjög
róttækt og mörgum
þykir sérstakt að velja
barnastarf sem vettvang.
Skúli Ólafsson,
sóknarprestur í
Neskirkju
Taprekstur hefur verið á
Uppsölum og Hulduhlíð
síðan 2014.
Það sem þátttakendur uppskera:
• Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu
• Hugrekki til að rétta upp hönd og taka þátt í umræðum
•
Leiðir til að kynnast nýju fólki, bæta samskipti og styrkja sambönd
•
Þor til að koma hugmyndum sínum á
framfæri og hafa áhrif
• Betra skipulag og skýrari markmið
• Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun
Námskeið hefjast:
10 til 12 ára 26. sept. 10.00-13.00 8 skipti með viku millibili
13 til 15 ára 22. sept. 17.00-20.30 8 skipti með viku millibili
13 til 15 ára 12. okt. 17.00-20.30 8 skipti með viku millibili
16 til 19 ára 23. sept. 18.00-22.00 8 skipti með viku millibili
16 til 19 ára LIVE ONLINE 1. okt kl 18.00-21.00 8 skipti með viku millibili 20 til 25 ára 24. sept. 18.00-22.00 8 skipti með viku millibili
20 til 25 ára LIVE ONLINE 8. okt. Kl 18.00-21.00 2x í viku í 4 vikur
18 til 25 ára 9.-11.okt. HELGARNÁMSKEIÐ kl 8.30-16.30
,,Ég á auðveldara með að eignast vini“
Skráning á dale.is eða 555 7080
Ókeypis kynningartími dale.is/ungtfolk
TRÚMÁL Kirkjuþing verður sett á
Grand Hóteli á fimmtudag og fram
haldið frá síðasta hausti að ræða
stórar breytingar innan kirkjunnar.
Efst á baugi verður samkomulagið
um meiri aðskilnað kirkjunnar og
íslenska ríkisins, ný þjóðkirkjulög
og fjármál kirkjunnar.
Dómsmálaráðherra lagði fram
ný þjóðkirkjulög til kirkjuráðs á
mánudag. Axel Árnason Njarðvík,
héraðsprestur á Selfossi og kirkju-
ráðsmaður, telur að lögin verði til
umræðu en sennilega ekki afgreidd
fyrr en í nóvember.
Axel segir verri fjárhagslegan
grundvöll kirkjunnar stærsta málið
sem kirkjan standi frammi fyrir og
að það verði ekki leyst á einu kirkju-
þingi. „Rekstrarlega séð hefur ríkið
farið illa með þjóðkirkjuna, sókn-
irnar og öll trúfélög í landinu,“ segir
hann. „Það endar ekki vel fyrir sam-
félög þegar trú er svelt því hún er
límið sem heldur þeim saman.“
Eigi þetta helst rætur til frystingar
sóknargjalda frá árunum eftir hrun.
Telur Axel vanta um 40 prósent upp
á til að hægt sé að halda eðlilegu
starfi um land allt. Gjaldið sé um
900 krónur í dag en þurfi að vera
um 1.500 krónur. Sé þessi „skuld“
nú komin upp í nokkra milljarða.
„Það er órætt í kirkjunni hvernig við
ætlum að reka okkur,“ segir hann
og að sala jarða geti ekki gengið til
lengdar því það sé svelti starfsemi.
Rætt verður um kjaramál presta;
greiðslur fyrir útfarir og kistulagn-
ingar, en samkvæmt nýjum lögum
þurfa þeir að innheimta þær sjálfir.
Þá verður rætt um gjaldskrá fyrir
aukaverk presta, svo sem fermingar
og skírnir, en eins og Fréttablaðið
greindi frá í ágúst hefur hún þegar
verið hækkuð um 8,5 prósent.
Mynd Sunnudagaskólans af Jésú
með brjóst og varalit hefur valdið
nokkrum usla. Þeir háværustu
í umræðunni standa utan þjóð-
kirkjunnar en þó hafa nokkrir
innan hennar látið að sér kveða,
til dæmis Skúli Ólafsson, sóknar-
prestur í Neskirkju, sem gagnrýnir
framsetninguna. Hann á þó ekki
von á því að málefnið komi upp á
þinginu, að minnsta kosti muni
hann sjálfur ekki bera upp ályktun
um breytingar á kynningarstarfinu.
„Það eru það stór mál sem liggja
fyrir að mér finnst sennilegt að
það verði ekki mikið farið út fyrir
málaskrána,“ segir Skúli. En þó séu
margir f leiri prestar óánægðir með
myndina og að þessu hafi verið
haldið innan lítils hóps á Biskups-
stofu. „Margir eru ósáttir við að það
skuli ekki hafa verið talað við fleiri
áður en þetta var birt. Þetta er mjög
róttækt og mörgum þykir sérstakt
að velja barnastarf sem vettvang.“
Aðrir taka harðar til orða. Hall-
dór Gunnarsson, f y r r verandi
sóknarprestur í Holti, vill að biskup
fái áminningu á þinginu. Halldór er
hins vegar ekki kirkjuþingsfulltrúi
eins og Skúli.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Stórar breytingar og fjárhagur
í mínus á dagskrá kirkjuþings
Kirkjuráðsmaður segir sóknargjöld þurfa að hækka um 40 prósent til að þjóðkirkjan geti haldið úti eðli-
legu starfi um landið. Kirkjuþing hefst á morgun og mun fást við stórar breytingar eins og aukið sjálfstæði
í fjármálum. Mynd af trans Jésú verður sennilega ekki til umræðu þó að margir prestar séu óánægðir.
Kirkjuráð fékk ný þjóðkirkjulög á mánudag og verða þau til umræðu á þinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
SAMFÉLAG Skráðum meðlimum
þjóðkirkjunnar fækkar lítilega sam-
kvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá
sem miðast við 1. september síðast-
liðinn. Alls eru 230.657 einstakling-
ar nú skráðir í þjóðkirkjuna en þeir
voru 231.154 þann 1. desember á
síðasta ári og nemur fækkunin því
0,2 prósentum. Næstf lestir með-
limir eru í kaþólsku kirkjunni eða
14.680 og fjölgaði meðlimum þar
um tæpt 1 prósent milli ára.
Af stærstu trúfélögunum hefur
verið mikil aukning hjá Siðmennt
en meðlimum hefur fjölgað þar um
rúm 11 prósent frá því í fyrra og eru
nú 3.871 talsins. Þá fækkar með-
limum Zuism verulega eða um tæp
18 prósent og teljast meðlimir nú
1.033 talsins.
Skráð trúfélög eru nú 51 talsins.
Hið nýjasta er Lakulish jóga á
Íslandi sem stofnað var á árinu og
telur 38 meðlimi.
Alls eru 54.703 Íslendingar skráð-
ir með ótilgreint trúfélag, eða 14,9
prósent og fjölgar þeim talsvert
milli ára.
Þeir sem standa utan trúfélaga
eru síðan 27.068 talsins eða 7,3 pró-
sent þjóðarinnar. Samtals eru því
22,2 prósent Íslendinga ekki skráð
í trúfélag, eða kjósa að standa utan
þeirra. – bþ
Um 22 prósent
ekki í trúfélagi
AUSTURLAND Framkvæmdaráð
hjúkrunarheimilanna í Fjarða-
byggð mælir með því að þjónustu-
samningi bæjarins við ríkið verði
sagt upp.
Taprekstur hafi vaxið mikið frá
2014 og ekki sé útlit fyrir annað en
að hann aukist enn frekar á næsta
ári. Bæjarráð tekur undir þetta.
Framkvæmdaráðið telur uppsögn-
ina vera „neyðarúrræði við núver-
andi aðstæður“.
Akureyri, Vestmannaeyjar og
Höfn sögðu upp sínum þjónustu-
samningum á árinu og renna þeir
út um áramót eða skömmu síðar.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra hefur þegar ákveðið að
ríkið taki yfir hjúkrunarheimilin
á Akureyri en þar starfa á þriðja
hundrað manns.
Eyjamenn og Hornfirðingar hafa
ekki fengið svör varðandi framtíð
sinna hjúkrunarheimila en starfs-
hópur ráðherra um þessi málefni
lýkur störfum í nóvember.
Eyd ís Á sbjör nsdót t ir seg ir
Fjarðabyggð greiða tugmilljónir
króna á ári með heimilunum Upp-
sölum á Fáskrúðsfirði og Huldu-
hlíð á Eskifirði. Bæjarstjórinn, Karl
Pétur Óttarsson, sendi ráðuneytinu
bréf í sumar með kröfugerð vegna
uppsafnaðs tapreksturs heimil-
anna. – khg
Fjarðabyggð vill hætta rekstri hjúkrunarheimila
Manninum var sleppt úr gæsluvarð-
haldi í upphafi árs og er í farbanni.
LÖGREGLUMÁL Héraðssaksóknari
hefur ákært rúmlega fimmtugan
karlmann fyrir morð með því að
kasta manni fram af svölum í Úlf-
arsárdal í desember í fyrra, en þetta
kemur fram í frétt RÚV um málið.
Ákæran var gefin út 3. júní síðast-
liðinn.
Líkt og áður hefur verið greint frá
lést karlmaður á sextugsaldri eftir
að honum var kastað fram af svöl-
um fjölbýlishúss þann 9. desember
en fimm erlendir karlmenn sem
voru á staðnum voru handteknir.
Fjórum þeirra var sleppt í kjölfarið
en maðurinn sem nú er ákærður var
úrskurðaður í gæsluvarðhald. – fbl
Einn ákærður
fyrir manndráp
9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð