Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 28
Ég er löngu búin að átta mig á að á ákveðnum tímapunkti verður neikvætt samband milli vinnuframlags og -gæða. Hjá þeim sem eru undir meðaltekjum og á þeim aldri sem greiðslu- byrði er hvað hæst og mest munar um hverja krónu, er hætt við að heimilisfjár- málin gangi hreinlega ekki upp ef foreldrar fullnýta rétt sinn.Sálmasmiðurinn Sabine Bar-ing-Gould rakst eitt sinn á litla stúlku í barnaafmæli og spurði hana hverra manna hún væri. „Ég er dóttir þín, pabbi“, svaraði hún og skældi. Þegar börnin eru orðin 15 talsins, eins og í tilviki Baring-Gould, getur svona lagað víst gerst, en það reynir sjaldan á það nú til dags. Í dag er fæðingarhlutfall kvenna talsvert undir tveimur börnum en var um þrjú snemma á áttunda áratugnum og fjögur á þeim sjötta. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða bættum réttindum og aukinni atvinnuþátttöku kvenna en að sama skapi hefur stuðningur hins opinbera við barnafólk tekið nokkrum breytingum. Þannig er í tillögum starfshóps um framtíðar- stefnu í fæðingarorlofsmálum frá árinu 2014 lögð áhersla á að „tryggja jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði auk þess að skapa jöfn skilyrði fyrir foreldra til að annast börn sín í frumbernsku“. Liður í að ná slíku fram eru nýlegar breytingar á rétti til töku orlofs þar sem sameigin- legur réttur foreldra er styttur en réttur hvors um sig lengdur. Sjálf- stæður réttur lengist svo enn frekar nú um áramótin. Markmið þeirra reglna sem nú gilda er að í tilviki tveggja foreldra skuli báðir nýta til fulls orlofsrétt sinn og sameiginlegan rétt til jafns. En önnur er nú aldeilis raunin. Mæður fullnýta vissulega rétt sinn sem fyrr og dreifa honum jafnvel yfir enn lengra tímabil. Undan- farinn áratug hefur orlofsdögum feðra þó frekar fækkað en hitt og nýta þeir sér í dag að jafnaði innan við helming þess orlofs sem mæður taka. Reglur um greiðslur Fæðing- arorlofssjóðs, sem ætlað var að ná fram þessum sjálfsögðu markmið- um, hafa þvert á móti aukið bilið milli orlofstöku mæðra og feðra. Það þarf ekki að leita langt að ástæðunni. Hámarksgreiðslur fæð- ingarorlofssjóðs eru að hámarki 80% launatekna. Hjá þeim sem eru undir meðaltekjum og á þeim aldri sem greiðslubyrði er hvað hæst og mest munar um hverja krónu, er hætt við að heimilisfjármálin gangi hreinlega ekki upp ef foreldrar full- nýta rétt sinn. Rétt eins og svo oft áður tekur móðirin þá á sig að vera heima með tilheyrandi tekju- og réttindamissi. Umræðan um lengingu tekju- tengdra atvinnuleysisbóta og hæk kun hámarksgreiðslna er nokkuð hávær þessa dagana. Ef raunverulegur vilji er til að jafna stöðu kynjanna við barnauppeldi og á vinnumarkaði og hvetja jafn- vel til barneigna í leiðinni mætti spyrja hvort það gæti ekki munað heilmiklu um að hámarksgreiðslur fæðingarorlofs yrðu líka hækkaðar duglega. Hærri greiðslur í fæðingarorlofi  Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Ís- landsbanka Halla Lárusdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Sec-uritas, segist löngu búin að átta sig á að á ákveðnum tíma- punkti verði neikvætt samband milli vinnuframlags og -gæða. Hún stundar mikla útiveru, fer á hestbak, veiðir og stundar náttúru- hlaup en hefur líka gaman af því að prjóna. Hver eru þín helstu áhugamál? Mín helstu áhugamál tengjast útiveru, fjölskyldan stundar hesta- mennsku og við verjum miklum tíma í hesthúsinu, við erum líka dugleg að ferðast um landið, hvort sem er til að skoða okkur um, ríða út eða veiða, en oftar en ekki liggur leiðin á heimaslóðirnar á Klaustri. Ég stunda svo náttúruhlaup og finnst gaman að prjóna, heilmikil slökun í því með góðu hlaðvarpi. Legg upp úr því að rækta garðinn minn, í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Nærðu að halda jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs? Það getur verið áskorun þegar verkefnin eru skemmtileg, en ég er löngu búin að átta mig á að á ákveðnum tímapunkti verður nei- kvætt samband milli vinnufram- lags og -gæða. Hvaða bók ertu að lesa núna? Ég er að lesa How to get sh*t done eftir Erin Falconer, þó hún tali ekki beint inn í mínar aðstæður núna eru þarna punktar sem alltaf er gott að rifja upp. Mjög áhugaverð upp- rifjun í upphafi bókarinnar á því hve stutt er síðan staða kvenna var allt önnur en í dag og því má ekki afskrifa femínismann. Er svo með einn James Patterson til að kúpla mig frá eftir daginn. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin á undanförnum miss- erum? Eins og hjá mörgum öðrum fyrir- Stundar náttúruhlaup og prjónar Nám: Ég er með meistarapróf í reikn- ingshaldi og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík. Grunnur- inn liggur í hagfræðinni en ég er með próf í hagfræði frá Háskóla Íslands. Störf: Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Securitas, tók við því starfi árið 2014 eftir að hafa starfað sem aðalbókari félagsins. Starfaði áður hjá Flugleiðahótelum sem fjár- málastjóri. Fjölskylduhagir: Gift Guðmundi Gíslasyni mat- reiðslumanni og við eigum tvö börn. Svipmynd Halla Lárusdóttir Halla segist vera á réttum stað í lífinu, en líklega myndi nýr starfsframi fela í sér meiri sköpun. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI tækjum hefur verið áskorun að glíma við COVID-faraldurinn og því miður hafa stór verkefni horfið í þessu breytta rekstrarumhverfi, en sem betur fer hafa önnur komið í staðinn. Við erum svo búin að vera í skipulagsbreytingum sem mið- uðu að því að auka fókus rekstrar- sviðanna á þjónustu við viðskipta- vininn, þær hafa verið áskorun en skilað miklum árangri. Hvaða áskoranir eru fram undan? Í kjölfar stafrænnar stefnumót- unar réðumst við í endurskoðun á verkferlum og höfum í kjölfarið hafið uppfærslu og innleiðingu á nýjum kerfum til að styðja við stefnuna, auka sjálfvirkni og koma enn betur til móts við þarfir við- skiptavina okkar. Þó þessari vinnu sé ekki lokið þá hefur hún þegar skilað okkur árangri og hjálpað okkur í þeim áskorunum sem komið hafa upp með COVID. Hvernig er rekstrarumhverfi Sec- uritas að taka breytingum og hvaða tækifæri felast í þeim? Securitas er fyrst og fremst þjón- ustufyrirtæki en um leið hátækni- fyrirtæki. Tækninni f leygir hratt fram og við erum í stöðugri þróun. Til þess að ná árangri í slíku umhverfi þarf að ná því allra besta fram í hverjum og einum. Við fórum í stafræna stefnumótun og vinnan í kjölfarið hefur skilað miklum árangri. Tækifærin eru mörg og spennandi tímar fram undan í að móta þjónustu okkar með við- skiptavininn í forgangi. Ef þú þyrftir að velja annan starfs- frama, hvað yrði fyrir valinu? Ég er nú á nokkuð réttum stað í lífinu, en líklega myndi nýr starfs- frami fela í sér meiri sköpun. 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.