Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Það þarf sterk bein til að ræða mannrétt- indi við Erdogan með allan heiminn á móti sér. Gengis- stöðugleiki er hagsmuna- mál allra. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Genesis® II E-415 GBS Verð: 208.500 kr. Kostnaður Íslands af kórónafaraldrinum verður umtalsverður. Mikill samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu, þessari grunnstoð hagkerfisins. Ekki er útlit fyrir að um hægist fyrr en seint á næsta ári. Atvinnuleysi mun aukast mikið á þessu ári. Stað- an er samt sem áður sterk. Viðskiptajöfnuður er enn jákvæður. Skuldastaða ríkisins er góð, bæði sögulega og í alþjóðlegum samanburði. Og gengi krónunnar mun stöðugra en í fyrri áföllum, í skjóli gjaldeyris- varaforða og fjárfestingahafta á lífeyrissjóði. Stjórnvöld búa að þessu. Þau hafa svigrúm til að grípa til mótvægisaðgerða fyrir fyrirtæki og heimili til að draga úr áfallinu. Í undangengnum hagsveiflum hefur slíku ekki verið til að dreifa. Viðskiptahalli hefur gjarnan verið mikill, skuldastaða erfið og ómögulegt hefur reynst að verja gengi krónunnar – sem jafnan hefur gefið mikið eftir. Það hefur aftur leitt til verðbólguskota, samdráttar í kaupmætti og aukins kostnaðar fyrir lántakendur. Miklu skiptir fyrir almenning að stjórnvöld við- haldi árangri sínum í að verja gengi krónunnar. Kostnaðurinn við að viðhalda stórum gjaldeyrisvara- forða og takmarka gjaldeyrisviðskipti er því að öllum líkindum réttlætanlegur. Spurningar vakna hins vegar um hver á að bera þennan kostnað. Seðlabankinn leitaði til lífeyrissjóðanna um að gera hlé á gjaldeyrisviðskiptum sínum, fyrst til 17. mars og svo til 17. september, sem sjóðirnir samþykktu. Ljóst er að áframhald þarf að verða á þessum takmörk- unum – að öllum líkindum vel fram á næsta ár. Lífeyrissjóðirnir eru stórir á íslenskum fjármagns- markaði. Eðlilegt var að leita fyrst til þeirra um aðstoð við að verja krónuna. Verði niðurstaðan hins vegar sú að takmarka þurfi gjaldeyrisviðskipti yfir lengra tímabil er nauðsynlegt að ræða aðkomu annarra fjár- magnseigenda. Gengisstöðugleiki er hagsmunamál allra. Eðlilegt er að spyrja hvort launþegar einir eigi að bera kostnaðinn af stöðugleikanum eða hvort sömu leikreglur eigi að gilda um alla fjármagnseigendur. Hver á að greiða fyrir stöðugleika krónunnar? Daði Már Kristófersson prófessor við hagfræðideild HÍ Snákaolía Mikið var um dýrðir þegar forstjórar Isavia og Samgöngu- stofu undirrituðu í gær viljayfir- lýsingu um samstarf sem felst í því að prófa íblöndun repjuolíu á stórvirk tæki á Kef lavíkurf lug- velli. Samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, hellti síðan f lösku af repjuolíu í tryllitæki sem keyrði svo um f lugvallar- svæðið á meðan fyrirmennin klöppuðu. Þetta er nýjasta leið yfirvalda til þess að finna einhver not fyrir repjuolíuna sem virðist vera einhvers konar snákaolía iðnaðarins. Ef tilraunin gengur upp verður þó minna eftir af repjuolíu til að blanda við malbik á vegum landsins. Samherji TV Fyrstu fréttir um viðbúnað á Suðurlandi voru á þá leið að um væri að ræða sjónvarpsþætti á vegum MTV en þeim kenn- ingum var kollvarpað þegar PR- meistarinn Þorbjörn Þórðarson sást f lóttalegur á setti. Ekki hefur sést tang ur né tetur af rannsóknar lög reglumann inum Jóni Óttari. Að því er Frétta- blaðið kemst næst er um að ræða byltingarkennda heimilda- mynd á vegum Samherja-TV þar sem sannleikurinn mun loks koma fram. Mikill viðbún- aður er á tökustað og eru við- staddir skimaðir reglulega fyrir COVID-19 og ættartengslum við Helga Seljan í leiðinni. Fólk sem gerir mannréttindavernd að ævi-starfi þarf að búa yfir persónueinkennum og þreki sem fáum er gefið. Þeir sem vilja aðeins vera mannrétt inda frömuðir þegar það hentar pólitískri rétthugsun eru ótrú-verðugir. Kjarkur og staðfesta hvað sem á dynur eru því með mikilvægustu mannkostum tals- manna mannréttinda, enda sigla þeir yfirleitt á móti straumnum þegar mest liggur við. Með ákvörðun um að þiggja heimboð til Tyrklands hefur forseti Mannréttindadómstóls Evrópu ekki aðeins haldið í heiðri órofa hefð sem myndast hefur innan réttarins og á rót sína að rekja til þess sjónar- miðs að öll aðildarríkin séu jafngildir aðilar að því merkilega alþjóðasamstarfi sem varð til um eflingu mannréttinda í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld. Með heimsókninni fékk hann líka tækifæri til að tala bæði við fremjendur mannréttindabrota og unga kynslóð fólks sem býr við skert tjáningarfrelsi, skert réttaröryggi og stórskaddað lýðræði. Róbert Spanó gat sagt sér að heimsóknin færi fyrir brjóstið á meginþorra manna, enda of býður flestum það niðurrif á réttarríkinu og sjálfstæði dómsvaldsins sem ríkisstjórn Erdogans hefur staðið fyrir í landinu með tilheyrandi brotum á réttindum borgaranna. Það þarf sterk bein til að ræða mannréttindi við Erdogan með allan heiminn á móti sér. Efnistökin í erindum sem dómsforsetinn flutti í Tyrklandi hafa ekki orðið til í tómarúmi. Róbert átti erindi við tyrknesk stjórnvöld, við tyrkneska dómara- stétt og við tyrkneskt fræðasamfélag. Við stjórn- málamenn ræddi hann mikilvægi réttarríkisins og sjálfstæðis dómsvaldsins, við verðandi dómara ræddi hann mikilvægi mannréttindalöggjafar Evrópu, dómafordæmin frá Strassborg og grundvallarhlutverk innlendra dómstóla í mannréttindavernd. Í háskóla- samfélaginu fjallaði hann um tjáningarfrelsi og akademískt frelsi við nemendur og kennara, sem ekki hafa aðstöðu til að upplifa slíkt frelsi á hverjum degi. Hann gat sagt upphátt það sem þau hefðu viljað segja, við stjórnendur sem vikið hafa fjölda fræðafólks úr starfi fyrir skoðanir sínar. Hann tók við heiðursdokt- orsnafnbót til að sýna að hann meinti hvert orð. Það verður erfitt að mæla árangur heimsóknarinnar og áhrif hennar til framtíðar. Skaðinn af því að brjóta hefðina og sitja heima hefði hins vegar skilað sér strax, í enn stirðari samskiptum við þetta ódæla aðildarríki og erfitt að sjá hvernig það hefði samrýmst markmið- um Evrópuráðsins. Öfugt við það sem sumir virðast halda er hlutverk dómstólsins ekki að fara með ófriði á hendur einstökum aðildarríkjum sínum. Mannréttindadómstóll Evrópu er eins og aðrir dómstólar að því leyti að skoðanir geta verið skiptar um einstaka mál, eða hvort hann sé að fara of langt í eina átt eða aðra. Hann hefur það þó fram yfir íslenska dómstóla að vera kominn út úr fílabeinsturn- inum og búinn að draga tjöldin frá. Hægt er að fylgjast með málflutningi við yfirdeild hans í rauntíma á netinu og forseti hans heimsækir aðildarríkin og talar við fólkið. Hann byggir brýr í stað þess að halda fjarlægð og sýnir með því að mannréttindi eru afl til sameiningar en ekki sundrungar. Hugrekki 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.