Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 26
Segja má að síðustu tvö ár hafi okkur þótt hlutabréfamarkaðir hafa farið fram úr sér og því var orðið erfitt að finna góð kauptækifæri. Núna erum við hins vegar að sjá betra jafnvægi. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Marel hefur fjár­fest í sjö fyrir­t æ k j u m f r á árinu 2015 fyrir um 600 millj­ónir evra, jafn­ virði um 99 milljarða króna. Um er að ræða heildarvirði fyrirtækjanna, það er virði hlutafjár og skulda (e. enterprise value). Þetta segir Árni Sigurðsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel. Upplýst var á föstudaginn um að Marel hefði keypt hið þýska TREIF fyrir um 140 milljónir evra, jafn­ virði um 23 milljarða króna. Árið 2015 keypti Marel MPS fyrir um 382 milljónir evra, jafnvirði 63 milljarða króna. Umfang hinna fimm yfirtak­ anna var smærra í sniðum. Kaupin á TREIF voru fyrstu stóru kaupin hjá Marel eftir að fyrir­ tækið var skráð tvíhliða á hluta­ bréfamarkað í Hollandi sumarið 2019. „Skráning hlutabréfa okkar í alþjóðlega kauphöll í evrum styður við vaxtastefnu Marel, þar sem selj­ endur fyrirtækja verða fyrir vikið áhugasamari um að fá hluta af greiðslunni með bréfum í Marel,“ segir Árni. Markaðir fóru fram úr sér Kaupverðið var um 140 milljónir evra sem er um það bil ellefu sinn- um hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA). Nú eru hlutabréfamarkaðir í hæstu hæðum. Eruð þið að borga hátt verð fyrir TREIF? „Segja má að síðustu tvö ár hafi okkur þótt hlutabréfamarkaðir hafa farið fram úr sér og því var orðið erfitt að finna góð kauptæki­ færi. Núna erum við hins vegar að sjá betra jafnvægi og við erum afar sátt við verðið sem við erum að borga fyrir TREIF, enda passar fyrirtækið TREIF afar vel við okkar rekstur, stefnu, markmið og fram­ tíðarsýn. Um er að ræða mikilvægt skref í okkar vegferð. Eigendum fjölskyldufyrirtækja, eins og TREIF, er oft umhugað um að finna þeim gott heimili og vilja tryggja að hugsað verði vel um starfsfólkið. Kaupverðið þarf því ekki að ráða úrslitum þegar ákveð­ ið er hverjum skal selja. Fyrirtækin starfa oft í litlum samfélögum og því er seljendum mikið í mun að ekki verði ráðist í umfangsmiklar uppsagnir eða starfseminni verði hætt í náinni framtíð. Við þessar aðstæður skiptir sköpum fyrir Marel að hafa kynnst eigendum fyrirtækjanna vel. Þeir þekkja okkur, vita að við höfum sameinast f jölda fyrirtækja og geta því spurst fyrir um hvernig til tókst.“ Tók við TREIF 29 ára Hvers vegna var ákveðið að greiða hluta af kaupverði TREIF með eigin bréfum sem keypt voru á markaði, í stað þess að reiða eingöngu fram reiðufé? „Við bjóðum seljendum að fá greitt með reiðufé. Það er til þess að seljendur geti auðveldlega borið okkar tilboð saman við aðra möguleika. Í viðræðunum þróaðist samtalið á þá vegu að Uwe Reifen­ häuser, forstjóra og eiganda TREIF, var boðið að fá hluta af kaupverðinu greitt með hlutabréfum í Marel sem hann þáði, fyrir rétt um tíu pró­ sentum, þar sem hann er spenntur fyrir sameiginlegri framtíð Marels og TREIF. Reifenhäuser hefur stýrt TREIF, sem faðir hans stofnaði, í þrjá ára­ tugi. Hann tók við rekstrinum einungis 29 ára gamall þegar faðir hans féll skyndilega frá. Fram að því hafði hann lengi komið að fyrirtæk­ inu. Reifenhäuser hefur því alla sína tíð starfað á þessu sviði og hefur trú á iðnaðinum og Marel.“ Árni segir að yfirtökur Marels á fyrirtækjum séu liður í því að ná tvennu fram: Annars vegar að Marel geti boðið upp á vöruframboð heildarlausna, sem síðan er tengt saman með hugbúnaði til að tryggja hámarksafköst. Með hugbúnaðin­ um sé til dæmis hægt að afla gagna um það sem gerist snemma í fram­ leiðsluferli matvæla og nýta þau til að bæta gæðin á síðari stigum fram­ leiðsluferlisins. Vilja fáa birgja „Viðskiptavinir vilja að tækja­ búnaðurinn í vinnslunni virki sem ein heild og þeir vilja ekki vera í við­ skiptum við marga birgja. Það getur nefnilega haft í för með sér að fram­ leiðendur bendi hver á annan ef það koma um bilanir og þá verður erfitt að leysa vandann hratt og örugg­ lega,“ segir hann. Auk þess sé mikið hagræði fólgið í því að fjölga vörum sem hver sölu­ maður geti boðið viðskiptavinum þegar þeir eru sóttir heim. Hins vegar sé unnið að því að byggja upp víðfeðmt alþjóðlegt sölu­ og þjónustunet. Það skipti orðið æ meira máli að hafa starfs­ menn nálægt matvælaframleiðsl­ unni vegna þess að tækjabúnaður­ inn verði æ flóknari og öflugri sem geri það að verkum að starfsmenn viðskiptavina geti ekki sinnt við­ haldi sjálfir. „Verkefnið er því að færa okkur nær viðskiptavinum og hanna tækjabúnaðinn á þá vegu að hægt sé að þjónusta hann í fjar­ vinnu. Þessi stefna okkar og fjár­ festingar í þessa átt hafa sannað gildi sitt sig núna í heimsfaraldrin­ um en við höfum getað sinnt okkar þjónustu til viðskiptavina þrátt fyrir landamæralokanir og ferða­ takmarkanir,“ segir hann. Kynslóðaskipti Mörg fyrirtæki sem framleiða tæki fyrir matvælaiðnað voru stofnuð í kringum seinni heimsstyrjöldina og komið er að kynslóðaskiptum. „Það verður æ mikilvægara fyrir fyrirtæki í þessum iðnaði að geta þjónustað viðskiptavini um heim allan og búa yfir stafrænum lausn­ um og hugbúnaði til að stýra fram­ leiðslunni í rauntíma og hámarka afköst. Þau sem ekki eru í stakk búin til þess nú þegar þurfa að leggja út í mikinn fastan kostnað til að byggja þessa þætti upp. Þegar það hefur náðst kostar lítið að bæta við við­ bótareiningum. Af þeim sökum velta eigendur margra fyrirtækja, sem ekki hafa hafið umrædda vegferð, fyrir sér hvort beina eigi fyrirtækinu á þá braut eða selja fyrirtækið. Það gæti nefnilega tekið mörg ár að ná árangri á þessu sviði. Eigandi TREIF, sem er sextugur og stóð á tíma­ mótum, kaus til að mynda að selja Marel fyrirtækið í stað þess að fjár­ festa ríkulega í uppbyggingarstarfi.“ Fyrirtækjamenning Árni segir að það sé afar mikil­ vægt að fyrirtæki sem Marel kaupi séu með svipaða framtíðarsýn, svipaða vinnustaðamenningu og svipuð gildi. „Helsta ástæða þess að sameiningar ganga ekki upp er að menning fyrirtækjanna er ólík.“ Hvernig metið þið hvort menn- ingin og gildin séu lík því sem er hjá Marel þegar hugað er að yfirtökum? „Við höfum verið lengi í iðnað­ inum, hann er lítill og við höfum því átt í miklum samskiptum við eigendur og forstjóra fyrirtækjanna. Við það má öðlast góða tilfinningu fyrir fyrirtækjunum áður en rætt er alvarlega hvort sameining eða yfir­ taka komi til greina. TREIF er til dæmis svipað Marel á marga vegu og starfar eftir sömu gildum. TREIF er þekkt fyrir að selja hágæðavörur og veita góða þjónustu, rétt eins og Marel. Þegar við ræddum við stjórnendur fyrir­ tækisins komumst við í raun um að vinnustaðamenningin er áþekk.“ Marel í yfirtökum fyrir 99 milljarða Frá árinu 2015 hefur Marel keypt sjö fyrirtæki. Það keypti TREIF fyrir 23 milljarða króna á dögunum. Fyrstu stóru kaup Marels eftir tvíhlíða skráningu á hlutabréfamarkað í Hollandi. Matvælaframleiðendur vilja ekki vera í viðskiptum við marga birgja. Árni Sigurðsson framkvæmdastjóri hjá Marel segir kaupin á TREIF séu mikilvægt skref í vegferð fyrirtækisins. MYND/BALDUR KRISTJÁNSSON Vaxandi ábyrgð Árni hóf störf hjá Marel árið 2014 í því skyni að vinna að stefnu- mótun og yfirtöku á fyrirtækjum. Hann var fyrsti og eini starfs- maður deildar stefnumótunar og þróunar um skeið. „Hægt og rólega hefur deildin byggst upp og skiptist nú í þrjú svið: Stefnu- mótun, yfirtökur og teymi í Hol- landi einbeitir sér að því að bæta samlegð fyrirtækjanna eftir yfirtöku. Verkefni deildarinnar er því hvergi nærri lokið eftir að yfirtöku á fyrirtæki lýkur. Yfirtökur á fyrirtækjum og stefnumótun fara hönd í hönd, enda eru fyrirtæki ekki keypt nema þau passi við hugmynda- fræði Marels, sem lýtur að því að umbreyta því hvernig matvæli eru unnin á heimsvísu með sjálf- bærni og hagkvæmni að leiðar- ljósi,“ segir hann. Undir sviðið sem Árni stýrir og ber nafnið Stefnumarkandi rekstrareiningar, falla einingarnar Innova hugbúnaðardeild, Cross- Industry og tilbúin matvæli (e. Prepared Foods). Árni segir að þessar þrjár einingar styðji við stoðeiningar Marels, sem fram- leiði lausnir til vinnslu á kjöti, kjúklingi og fiski. Áður en hann gekk til liðs við Marel vann hann fyrir AGC Partners, sem veitir ráðgjöf um kaup og sölu tæknifyrirtækja, í London. Árni veitti Marel ráð- gjöf um kaup á Stork þegar hann starfaði hjá Landsbankanum. Hann er með MBA-gráðu frá Har- vard Business School og BS-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Vöruframboðið passar vel við Marel Árni segir vöruframboð TREIF og Marels passa mjög vel saman. TREIF sé með sterka stöðu í skurðvélum sem skeri frosið kjöt og kjöt með beini. Marel hafi í raun ekki sinnt því sviði áður, heldur sé það leiðandi í tækja- búnaði til að skera ferskan kjúkl- ing, kjöt og fisk. „TREIF leggur ríka áherslu á að smíða eigin hnífa, eitthvað sem við höfum ekki gert fram að þessu,“ segir hann. Að hans sögn stefndi Marel að því að þróa vörur sem eru sambærilegar þeim sem TREIF selur, en nú þurfi þess ekki. Í því sé fólginn verulegur sparnaður. Auk þess verði hægt að heimfæra álitlegar tæknilausnir TREIF á kjúkling og fisk. TREIF var stofnað 1948 í Ober- lahr í Þýskalandi. Árstekjur eru yfir 80 milljónir evra, jafnvirði um 13 milljarða króna, og um 13 milljónir evra í EBITDA. Starfs- menn félagsins eru um 500 á starfsstöðvum í Evrópu, Banda- ríkjunum og Kína. 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.