Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 20
Rannsóknir sýna að
þegar skuldsetning
stærri ríkja fer yfir 60-70%
af landsframleiðslu byrjar
það að hamla hagvexti, með
því að ryðja úr vegi einka-
fjárfestingum sem aftur
fækkar arðbærum fjárfest-
ingum.
Agnar Tómas
Möller, sjóðs-
stjóri hjá Kviku
Eftirspurnarskell-
urinn er ekki vegna
þess að ráðstöfunartekjur
hafi skyndilega minnkað
heldur vegna þess að fólk
breytti um neysluhegðun í
kjölfar heimsfaraldursins.
Anna Hrefna Ingi-
mundardóttir,
forstöðumaður
efnahagssviðs SA
Þetta minnir um
margt á aflabrest
fyrir nokkrum áratugum
sem er klassískur framboðs-
brestur.
Jón Bjarki Bents-
son, aðalhagfræð-
ingur Íslands-
banka
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Við erum í flókinni stöðu
Agnar Tómas Möller, sjóðsstjóri
hjá Kviku, segir að vandi íslenska
hagkerfisins kristallist í því að á
sama tíma og verðmætasköpun
hagkerfisins hefur hríðfallið er
ekki samtímis hægt að hækka
laun, ýta undir aukna innflutn-
ingsdrifna neyslu með aukinni
skuldsetningu ríkissjóðs og halda
svo uppi háu sparnaðarstigi sem
bæði íþyngir atvinnulífinu og
setur þrýsting á krónuna. „Lausn-
in er ekki fólgin í því að ganga
á gjaldeyrisforðann til lengri
tíma, því þá minnkar traustið á
krónuna og verðbólguvæntingar
hækka. Við erum í flókinni stöðu.
Ef ferðaþjónustan tekur vel við
sér á næsta ári gæti vandamálið
horfið en ef það gerist ekki, gæt-
um við verið í verulegum vanda
– það þarf að ræða hreinskilið um
lausnir til að minnka líkur á að við
lendum þar.
Meiri munur á milli
launþega og atvinnu-
lausra en áður
Jón Bjarki Bentsson, aðalhag-
fræðingur Íslandsbanka, segir
að vegna þess að kaupmáttur
ráðstöfunartekna þeirra sem
hafi vinnu hafi aukist, meðal
annars vegna lægri stýrivaxta,
geri það að verkum að afkoma
þeirra sem hafi vinnu og þeirra
sem séu án hennar sé „meira
misskipt en við höfum áður
dæmi um í íslenskri hagsögu.“
COVID -19 olli ek k i eftirspurnarkreppu. „Við þær aðstæður er ekki nægur vilji á meðal heimila og fyrirtækja til að eyða
og fjárfesta, og sparnaðarvilji of
mikill. Neysla og önnur umsvif
verða minni en efni standa til. Það
sem við er að etja er að stofni til
framboðsskellur. Ferðamenn koma
ekki til landsins, útflutningstekjur
féllu skyndilega og hömlur eru á
sumum innlendum umsvifum.
Þetta minnir um margt á aflabrest
fyrir nokkrum áratugum sem er
klassískur framboðsbrestur,“ segir
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð-
ingur Íslandsbanka.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, for-
maður BHM, sagði nýverið að nú
væri eftirspurnarkreppa og til að
mæta þeim vanda yrði að halda
uppi eftirspurn í samfélaginu þann-
ig að fyrirtæki lifi „og við komumst
sæmilega heil í gegnum þetta.“
Markaðurinn ræddi við þrjá sér-
fróða um málið.
Anna Hrefna Ingimundardóttir,
forstöðumaður efnahagssviðs Sam-
taka atvinnulífsins, segir að um sé
að ræða framboðs- og eftirspurnar-
skell á sama tíma. „Eftirspurnar-
skellurinn er ekki vegna þess að
ráðstöfunartekjur hafi skyndilega
minnkað, heldur vegna þess að fólk
breytti um neysluhegðun í kjölfar
heimsfaraldursins. Það er rót vand-
ans. Þetta er því ekki eftirspurnar-
kreppa í hefðbundnum skilningi.“
Verðmætasköpun hrunið
Agnar Tómas Möller, sjóðsstjóri
hjá Kviku, tekur ekki undir að
nú sé hefðbundin eftirspurnar-
kreppa. Vandinn sé að verðmæta-
sköpun í hagkerfinu hafi hrunið í
kjölfar COVID-19. Ferðaþjónustan
hafi skapað um þriðjung af gjald-
eyristekjum sem nú skili sér ekki
til þjóðarbúsins. „Eftirspurn verður
ekki aukin við þessar aðstæður
Við erum ekki í eftirspurnarkreppu
Vandinn er ekki of mikill sparnaður heimila og fyrirtækja, heldur er um að ræða framboðsskell. Ferðamenn koma ekki til landsins.
Launahækkanir muni ekki gagnast þeim fyrirtækjum sem berjast í bökkum. Óttast er að lífeyrissjóðir skapi nýja snjóhengju.
Ferðamenn hættu að koma til landsins og það olli framboðsskelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
nema með frekari skuldsetningu
ríkissjóðs,“ segir hann og bendir á
að takmörk séu fyrir því hve langt
sé hægt að ganga, enda hamli það
hagvexti.
Jón Bjarki segir að það að við-
halda eftirspurn leiki vissulega
stórt hlutverk í að kreppan verði
ekki dýpri en efni standi til. Lækk-
un stýrivaxta og aukin ríkisútgjöld
örvi eftirspurn. „Í ljósi þess að þetta
er í grunninn framboðsskellur
þarf áherslan að vera á að laga
framboðshliðina, létta hömlum af
innlendri starfsemi og leggja auk
þess áherslu á að skapa ný störf
með bættu aðgengi að fjármagni,
stuðla að hagfelldum skilyrðum til
atvinnurekstrar og gera nýsköpun
hærra undir höfði. Til skemmri
tíma er hægt að ráðast í sveiflujafn-
andi aðgerðir eins og mannvirkja-
gerð, eins og verið er að gera.“
Taki á rót vandans
Anna Hrefna segir að nauðsynlegt
sé að ráðast í aðgerðir sem taki á
rót vandans. „Það þarf að koma
atvinnustarfsemi í eðlilegt horf eins
f ljótt og auðið er til að vinna gegn
atvinnuleysi. Með þeim hætti má
koma í veg fyrir að niðursveif lan
skapi ekki eftirspurnarvanda með
tíð og tíma. Það getur gerst ef marg-
ir verða atvinnulausir í lengri tíma,“
segir hún.
Aðspurð hvort launahækkanir
séu hluti af lausninni, líkt og for-
maður BHM telur, segir Anna
Hrefna að sú hækkun muni ekki
gagnast þeim fyrirtækjum sem séu
í hvað mestum vanda. Það séu enn
hömlur á rekstri þeirra fyrirtækja
sem berjast í bökkum og því muni
slíkar lausnir ekki duga til.
Anna Hrefna segir að við þessar
aðstæður ætli stjórnvöld ekki að
skera niður þjónustu heldur að
halda henni uppi með aukinni
skuldsetningu. Fara þurfi varlega í
að hækka bætur í ljósi þess að hið
opinbera eigi erfitt með að viðhalda
núverandi þjónustu. „Það myndi
kalla á auknar álögur sem bitnar á
fjölgun starfa,“ segir hún.
Þurfum að skulda minna
Agnar Tómas tekur ekki undir
það sem sumir hafa haldið fram
að sársaukalítið sé að skuldsetja
ríkissjóð enn frekar til að örva hag-
kerfið á næstunni. „Rannsóknir
sýna að þegar skuldsetning stærri
ríkja fer yfir 60-70 prósent af lands-
framleiðslu byrjar það að hamla
hagvexti, með því að ryðja úr vegi
einkaf járfestingum sem aftur
fækkar arðbærum fjárfestingum,“
segir hann.
Lítið land eins og Ísland þarf, að
hans sögn, að standa betur að vígi en
stærri ríki, til að laða að erlenda fjár-
festa og halda fjármagni inni í hag-
kerfinu. „Við getum ekki leyft okkur
að skulda nálægt því jafn mikið og
stærri myntsvæði, við núverandi
áætlanir munum við skulda talsvert
meira en minni myntsvæði eins og
til dæmis Ástralía, Nýja Sjáland og
Noregur. Langtímavextir þar eru
jafnframt miklu lægri en hér, undir
einu prósenti í öllum tilvikum.
Sömuleiðis þarf gjaldeyrisvarafor-
ðinn að vera hlutfallslega stærri en í
öðrum ríkjum með sjálfstæða mynt,
því smæð markaðarins gerir hann
óáhugaverðari fyrir erlenda fjárfesta
og um leið of lítinn fyrir íslenska líf-
eyrissjóðskerfið. Þau skilyrði þurfa
að vera fyrir hendi til að fjármagn
kjósi að vera hér. Einkum í ótryggu
ástandi,“ segir Agnar Tómas.
Skuldir hins opinbera sem hlut-
fall af landsframleiðslu munu fara
úr 30 prósentum af landsframleiðslu
í 64 prósent á næstu þremur árum,
samkvæmt nýrri fjármálastefnu.
Agnar Tómas segir að hagkerfið
glími meðal annars við þann vanda
að raungengi á mælikvarða launa sé
hátt og eigi eftir að hækka á næsta
ári þegar launahækkanir taka
gildi. „Það gerir það að verkum að
viðspyrnan verður enn erfiðari og
tímafrekari og þrýstingur á frekari
veikingu krónunnar meiri,“ segir
hann.
Lífeyrissjóðir hafa samið við
Seðlabankann um að gera hlé á
gjaldeyriskaupum. „Lífeyrissjóða-
kerfið, sem er feikilega stórt, er að
safna í nýja snjóhengju sem gefur
einnig slæm skilaboð út á við til
þeirra erlendu aðila sem vilja fjár-
festa á Íslandi,“ segir Agnar Tómas.
9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN