Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 44
Ga m a n þ á t t a r ö ð i n Eurogarðurinn ger-ist í Húsdýragarð-inum og fjallar um dramatísk eftirmál þess að drykkfelldur
braskari með háleitar hugmyndir
kaupir garðinn til þess að breyta
honum í einhvers konar Disney-
World sem hann kallar Eurogarð-
inn.
Starfsfólkið gegnir mikilvægu
hlutverki í stórkostlegum áætlun-
um athafnamannsins um framtíð
Eurogarðsins, en þar er á ferðinni
mislitur hópur með ólíkar hug-
myndir um framtíðina og misjafnar
væntingar til lífsins. Mannauðurinn
á því erfitt með að sætta sig við nýja
eigandann og framtíðarsýn nýja
eigandans, þannig að f ljótt verður
ljóst að það verður á brattann að
sækja og ekki verði komist hjá
árekstrum.
Jón Gnarr leikur viðskiptamann-
inn vafasama en auk hans eru Anna
Svava Knútsdóttir, Auðunn Blönd-
al, Steindi Jr. og Dóri DNA frek til
fjörsins í stórum og litskrúðugum
leikhópnum.
Það er Glassriver sem framleiðir
Eurogarðinn fyrir Stöð 2 en Arnór
Pálmi Arnarson leikstýrir auk þess
sem hann skrifar handritið ásamt
Önnu Svövu, Dóra, Steinda og
Audda. toti@frettabladid.is
Drykkfelldur braskari
hristir vel upp í Húsdýragarðinum
Jón Gnarr leikur
braskarann sem
rekst á ýmis ljón
á vegi sínum
frá Húsdýra-
garðinum til
Eurogarðsins.
Anna Svava og Auðunn Blöndal fara með stór hlutverk í Eurogarðinum.
Steindi kemst
að því hvar
Davíð keypti
ölið þegar Jón
Gnarr eignast
Húsdýragarð-
inn.
Mannauðurinn í Eurogarðinum lætur illa að stjórn.
Stemningin í garðinum er á köflum grátbrosleg og ef til
vill ekki von á öðru en sumir bugist og hengi haus.
Handritshöfundurinn Dóri DNA bregður einnig á leik
fyrir framan tökuvélarnar og virðist nokkur ráðvilltur.
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir kaupir
ekki hvaða dellu sem er í Eurogarð-
inum. MYNDIR/LILJA JÓNS
Arnór Pálmi Arnarson leikstjóri þarf að leysa ýmsar flækjur og vandræði.
Í það minnsta tvær grímur og einn svíns-
haus renna á starfsfólk Húsdýragarðsins
þegar drykkfelldur braskari eignast hann
og kynnir háleitar hugmyndir um að
breyta honum í einhvers konar Disney
World undir merkjum Eurogarðsins.
9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ