Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 24
Stjór nendur Icelandair Group hafa unnið hörðum höndum að því að búa til f járhagsleg skilyrði og móta framtíðarsýn svo að fyrirhugað hlutafjárút- boð beri árangur. Rekstrar áætlanir Icelandair eru þó sagðar heldur bjartsýnar til lengri tíma litið og ekki var gengið nógu langt í hag- ræðingu launakostnaðar. Enn er óvissa um framtíð f lotans, sem er lykilatriði. Þá er nauðsynlegt að tryggja þátttöku kjölfestufjárfestis í fyrirhuguðu hlutafjárútboði svo að niðurstaðan verði ekki sú að líf- eyrissjóðir verði áfram með tögl og hagldir í íslenska flugfélaginu. Þetta segja viðmælendur Mark- aðarins, en þeir koma úr röðum lífeyrissjóða, eru ráðgjafar mögu- legra fjárfesta með reynslu af f lug- rekstri, forsvarsmenn verðbréfa- sjóða og eins stórir einkafjárfestar, sem hafa setið fjárfestafundi með stjórnendum Icelandair. „Ef fjárfestir tekur þátt í hlutafjár- útboðinu getur vel verið að bréfin hækki á næstu tveimur árum. En á þessum tímamótum er ekki nóg fyrir langtímafjárfesta eins og líf- eyrissjóði að hugsa til örfárra ára. Þeir þurfa að spyrja hvar félagið verður eftir tíu ár,“ sagði einn við- mælandi. Icelandair freistar þess að auka hlutaféð um 20 milljarða króna með hlutafjárútboði og hefur félagið náð samkomulagi við Íslandsbanka og Landsbankann um sölutryggingu. Þannig munu bankarnir kaupa hlutafé fyrir allt að 6 milljarða króna ef ekki næst að selja allt sem boðið er út. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins hafa átt sér stað þreifingar við erlenda fjárfesta sem hafa sýnt hlutafjárútboðinu áhuga. Enn er þó óljóst hvort áhuginn sé svo mikill að hann leiði til þátttöku þeirra í útboðinu, en stjórnendur Icelandair höfðu ekki – áður en söluferlið hófst formlega – haft miklar væntingar til þess að erlendir sjóðir myndu sýna útboðinu áhuga. Þá hefur um nokkurt skeið verið vitað að PAR Capital, sem var stærsti hluthafinn í Icelandair þegar faraldurinn skall á, muni ekki taka þátt. Stjórnir f lestra stærstu lífeyris- sjóðanna hafa sótt fjárfestafundi með stjórnendum Icelandair. Það þykir óvanalegt og er til marks um að þetta er ekki eins og hver önnur fjárfesting. Einn viðmælandi sem situr í stjórn lífeyrissjóðs sagði að honum væri „til efs að lífeyrissjóða- kerfið hefði staðið frammi fyrir jafn erfiðri ákvörðun“ um langt skeið. Viðmælendur segja jákvætt að hlutabréfin verði boðin út á geng- inu einn. „Það er vissulega slæmt fyrir núverandi hluthafa en það sem skiptir núna mestu máli er heildarupphæðin sem félagið fær úr útboðinu, burtséð frá genginu. Eftir því sem þeir ná meiru inn, því líklegra er að gengið hækki,“ komst einn viðmælandi að orði. Útboðsgengið er um 40 pró- sentum lægra en markaðsgengi bréfanna þegar tilkynnt var um útboðið í byrjun, um miðjan ágúst. Eins og Markaðurinn greindi frá er það nokkuð lægra gengi en stjórn- endur Icelandair höfðu horft til að miða ætti við í hlutafjárútboðinu. Íslensk stjórnvöld settu það sem skilyrði fyrir því að veita Icelandair ríkisábyrgð á allt að 16,5 milljarða lánalínu, að gengið yrði sem lengst í að þynna út eignarhlut núverandi Sitja fyrir svörum um samkeppnishæfni Fjárfestar og ráðgjafar spyrja stjórnendur Icelandair um rekstraráætlanir, Bo- eing-samninga og flotamál. Áætlanir bjartsýnar að sögn viðmælenda og ekki gengið nógu langt í hagræðingu. Mikilvægt að fá kjölfestufjárfesti að útboðinu. Áhafnasamningar hafa nú þegar lækkað launakostnað um minnst 15 prósent að raunvirði samkvæmt kynningargögnum Icelandair. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Sjóðirnir reikni með afleiddum áhrifum Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka og einn ráðgjafa Icelandair Group fyrir útboðið, segir að lífeyrissjóðir verði að meta áhættuna af því að taka þátt í útboðinu og einnig af því að taka ekki þátt. Það geti haft neikvæð áhrif á verðmæti ýmissa eigna sem eru í eigu sjóðanna ef útboðið heppnast ekki. Fram í máli Gylfa Magnússonar, prófessors og forseta viðskipta- fræðideildar Háskóla Íslands, á málþingi í gær að gríðarleg áhætta væri fólgin í fjárfestingu í Icelandair um þessar mundir. „Þetta er ansi djarft skref fyrir lífeyrissjóðina,“ sagði Gylfi og bætti við að sjóðirnir eigi að fjár- festa með það að markmiði að skila lífeyrissjóðum ávöxtun. „Þeir mega náttúrulega ekki fjárfesta til að bjarga einhverri innlendri atvinnugrein eða krísu. Það eru eiginlega einhverjir aðrir sem verða að gera það,“ sagði hann. Heppilegra væri að finna fjárfesti sem hefði meira tapsþol en lífeyrissjóðirnir og væri betur tengdur fluggeiranum. Spurður um þetta sjónarmið segir Marinó Örn mikilvægt fyrir lífeyrissjóði, og aðra fjárfesta, að skoða hver áhætta eignasafna þeirra sé og hvernig hún breytist með einstökum fjárfestinga- ákvörðunum. „Ef að tíðni flugsamgangna minnkar mikið í framtíðinni, sem verður líklega niðurstaðan ef ekki verður starfrækt flugfélag sem notar Keflavíkurflugvöll sem tengipunkt milli Evrópu og Bandaríkjanna, þá mun það hafa neikvæð áhrif á verðmæti ýmissa eigna sem eru í eigu lífeyrissjóða og annarra innlendra fjárfesta,“ segir Marinó. Í því felst líka mikil áhætta að hans sögn. Lífeyrissjóðir eiga að meta mögulegar fjárfestingar út frá væntri ávöxtun og mati á áhrifum fjárfestinga á áhættu eignasafna þeirra. „Ég er ekki viss um að það minnki áhættu eignasafna að taka ekki þátt í útboði Icelandair ef það leiðir til þess að útboðið heppnist ekki. Varðandi aðra fjárfesta þá tel ég mikilvægt að allir fjárfestar, hvort sem það eru lífeyrissjóðir eða aðrir, innlendir eða erlendir, meti vænta ávöxtun og áhættu sem felst í að taka þátt eða ekki þátt í útboði,“ segir Marinó. Þetta er ekki nægt fé til að ráðast í uppbyggingu á flota. Það þarf að gerast undir eins ef ætlunin er að vera með í samkeppninni. hluthafa þegar ráðist yrði í útboð flugfélagsins. Fram kom í umfjöllun Markaðar- ins að stjórnendur Icelandair hefðu ákveðið að fjárfestum í útboðinu myndu bjóðast áskriftarréttindi, sem samsvara allt að fjórðungi af nýjum útgefnum hlutum, til þess að koma til móts við sjónarmið stjórnvalda. Þau lögðu áherslu á að aðkoma ríkisins væri ekki hugsuð til að bjarga hluthöfum. Skammtímaspáin íhaldssöm Áætlanir Icelandair gera meðal annars ráð fyrir að f lugframboð félagsins aukist jafnt og þétt. Árið 2024 verði framboðið komið í sama horf og það var árið 2018. Þá er gert ráð fyrir að tekjur félagsins hafi hækkað upp í 1,6 milljarða dala árið 2024 og verði þannig um 3 pró- sentum hærri en þær voru í fyrra. EBIT, rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliði og skatta, tekur hressi- lega við sér árin 2023 og 2024 og verður kominn í 175 milljónir dala árið 2024. Til samanburðar var EBIT 134 milljónir dala árið 2015 og 113 milljónir dala árið 2016. Viðmælendur Markaðarins segja jákvætt að áætlanir Icelandair til næstu tveggja ára séu raunhæfar. „Spáin fyrir næstu tvö ár er íhalds- söm og ætti að mínu viti að geta gengið,“ segir einn viðmælandi sem hefur starfað á f lugmarkaði um langt skeið. „En þeir gefa sér 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.