Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 16
Áhrifavaldurinn Þórunn Ívarsdóttir er ein af þeim sem hlúa að heilsu og vel­ líðan með vítamínum og stein­ efnum frá Gula miðanum. „Mér finnst gott að taka inn eitt alhliða fjölvítamín eða múltí­ vítamín. Þá tryggi ég að líkami minn sé að innbyrða vel sam­ setta blöndu af bætiefnum,“ segir Þórunn sem tekur inn Múltí Vít frá Gula miðanum sem inniheldur tólf vítamín og tíu steinefni. „Dagleg inntaka Múltí Vít byggir upp líkamann og stuðlar að hreysti og góðri heilsu. Ofan á það finnst mér gott að breyta til og taka inn mismunandi bætiefni eftir árstíma eða því hvernig mér líður hverju sinni. Til dæmis finn ég mikið fyrir verkjum í liðum og þá er algjört grundvallaratriði fyrir mig að taka inn blöndu af glúkósamíni,“ upp­ lýsir Þórunn. Liðaktín Forte frá Gula Mið­ anum er ný og kraftmikil blanda virkra efna sem vinnur saman að bættri heilsu og hámarksárangri. „Blandan inniheldur ekki bara glúkósamín heldur líka kondró i­ tín. Með því að taka þessi tvö efni saman hjálpar maður líkamanum að viðhalda uppbyggingu brjósks. Þessi tvö efni hafa möguleika á að hægja á brjóskskemmdum í liðum og draga úr sársauka. Einnig inni­ heldur blandan túrmerik sem er bólgueyðandi, dregur úr sársauka og mýkir upp stífa liði,“ útskýrir Þórunn. Hún gætir þess einnig að taka inn D­vítamín þegar sumri hallar og skammdegið tekur við. „Undanfarið hef ég fundið mik­ inn mun á mér við að taka inn D­ vítamín en eins og við vitum sést lítið til sólar stóran hluta ársins. D­ vítamín er oft kallað sólarvítamín vegna þess að húðin framleiðir það þegar hún verður fyrir áhrifum útfjólublárra geisla. D­vítamín er nauðsynlegt til að skjaldkirtill og fleiri kirtlar líkamans starfi eðli­ lega,“ segir Þórunn. Virt og vistvæn vítamín Guli miðinn er breið vítamín­ og bætiefnalína sem flestir þekkja í sjón. Henni hefur verið pakkað og hún seld á Íslandi í næstum 30 ár. Vítamín og bætiefni Gula miðans eru þróuð með þarfir Íslendinga í huga. Úrvalið er breitt og hægt er að finna hinar ótrúlegustu blöndur vítamína og steinefna frá Gula miðanum. Það var Örn Svavarsson, stofnandi Heilsu, sem vann með það að leiðarljósi að finna bestu mögulegu hráefni og kenndi Íslendingum að nota jurtir og um virkni þeirra. Því með réttum vítamínum og bætiefnum er hægt að stuðla að bættri heilsu og betri líðan. Vörunum frá Gula miðanum er pakkað í dökk glerglös til að varðveita gæði innihaldsefnanna sem best og verja þau gegn birtu, sólarljósi og mengun frá plastum­ búðum. Allar umbúðir Gula miðans eru endurvinnanlegar og mega glösin fara í endurvinnslu glers og tapparnir í endurvinnslu plasts. Vörur Gula miðans eru framleiddar í samstarfi við bandarískt fyrirtæki og hefur Heilsa starfað með því í rúma þrjá áratugi. Fyrirtækið er gamalt og rótgróið með gífurlega reynslu í þróun og framleiðslu á víta­ mínum og bætiefnum. Sjá nánar á gulimidinn.is Tryggir að líkaminn sé í lagi  Í hröðum heimi er streita og álag. Því er nauðsyn að taka inn vítamín og bætiefni til að tryggja að líkaminn sé í toppstandi. Bætiefnaskortur getur valdið þreytu, sleni, þrekleysi og jafnvel vanheilsu. Áhrifavaldurinn Þórunn Ívarsdóttir notar vítamín og bætiefni frá Gula miðanum til að byggja upp líkamann og stuðla að hreysti og góðri heilsu. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Noregi eru þær að með því að breyta skipulagi í matvöruverslunum og auka úrval og lækka verð á ávöxtum og græn­ meti sé hægt að fá fólk til að borða meira af þeim. Það er töluverður félagslegur munur á neyslumynstri Norð­ manna þegar kemur að ávöxtum og grænmeti og sterk fylgni á milli meiri neyslu á ávöxtum, berjum og grænmeti og aukinnar mennt­ unar. Þessi munur gæti verið ein af ástæðunum fyrir því að tekjulægra fólk er almennt við verri heilsu en fólk með hærri tekjur. Ástæður sem neytendur gefa upp fyrir því að borða ekki nóg af ávöxtum og grænmeti eru mjög ólíkar og nefna þeir meðal annars lélegt aðgengi, lítil gæði, gleymsku og áhyggjur af leifum af skordýra­ eitri og áburði. En rannsakendur ákváðu að prófa hvort aukið úrval og aðrar breytingar í verslunum gætu fengið fólk sem annars borð­ aði þetta ekki, til að breyta hegðun sinni. Fjallað var um rannsóknina á vefnum Science Norway. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að hægt sé að hafa áhrif á val­ kosti fólks með því að höfða til undirmeðvitundarinnar og ýta því á vingjarnlegan hátt að betri kostum. Athugað var hvort slíkar aðferðir virkuðu í fjórum norskum matvörukeðjum, KIWI, Meny, Joker og Spar. Tilgangurinn var að sjá hvort hægt væri að ýta neytendum í átt að heilbrigðari valkostum og minnka þannig félagslegan mun á heilbrigði. Ávextir og grænmeti fengu bestu staðsetninguna í þessum verslunum og deildirnar voru stað­ settar eins nálægt innganginum og hægt var, svo þetta væri það fyrsta sem þú sæir þegar þú kæmir inn í verslunina. Þessar vörur fengu líka meira pláss og tóku 15­20% af öllu plássi í búðinni. Úrvalið var um leið aukið verulega og í verslunum KIWI var einnig nokkrum sinnum boðið upp á 15% afslátt, auk þess sem boðið var upp á afsláttarkerfi fyrir ávexti og grænmeti. Sala á sítrusávöxtum jókst mest, en svo á vínberjum, eplum og ban­ önum. Ber urðu líka mikið vinsælli en áður og sala á salötum, tóm­ ötum og laukum jókst líka eftir að úrvalið var aukið til muna. Alls jókst sala á ávöxtum og grænmeti um 15% frá 2015 til 2019. Mesta aukningin varð í sölu á grænmeti, 20%, en sala á ávöxtum jókst um 9%. Í verslunum KIWI jókst hún mest, um 34%. Í þeim sýslum Noregs þar sem menntunarstigið er hæst selst rúmlega tvöfalt meira af græn­ meti og ávöxtum en þar sem það er lægst. En aukningin á sölu á ávöxtum og grænmeti var hins vegar mest í þeim sýslum sem hafa lægsta menntunarstigið. Í sýslunum með hæsta mennt­ unarstigið jókst sala um 16%, en þar sem það er lægst jókst hún um allt að 254%. Þegar þessar tölur eru leiðréttar fyrir fólksfjölda er aukningin 11% þar sem mennt­ unarstigið er hæst og 14% þar sem það er lægst. Rannsakendur segja að þetta sýni að hönnun matvöru­ verslana geti haft áhrif á neyt­ endur sem eru ekki eins duglegir að velja hollari kosti meðvitað og segja að það sé mikilvægt að hjálpa neytendum að velja vel. Getur aukið sölu á hollustu Norsk rannsókn sýnir að með réttri hönnun matvöruverslana sé hægt að auka sölu á hollustu. MYND/GETTY Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.