Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 46
VIÐ VORUM FARNAR AÐ FÁ SVOLÍTIÐ MIKIÐ AF SÖGUM SEM VORU EINHVERN VEGINN FREKAR EINS OG FANTASÍUR UNGRA, GRAÐRA KARLA. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is AF ÖLLUM VÖRUM* Í ÖLLUM DORMA VERSLUNUM Láttu drauminn rætast www.dorma.is SENDUM FRÍTT Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði TAX FREE Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði VERÐDÆ M I NATURE’S REST LUXURY heilsurúm með Classic botni 160 x 200 cm Nature’s Rest Luxury heilsudýna á Classic botni: Fullt verð: 99.900 kr. Aðeins 80.565 kr. * Taxfree tilboðið jafngildir 19,35% afslætti og gildir á öllum vörum nema vörum frá Simba. Gildir ekki ofan á önnur tilboð eða af sérpöntunum. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Dorma. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut Fjögur ár eru liðin síðan María Lilja Þrastardóttir og Rósa Björk Bergþórs-dóttir gáfu út bókina Ástarsögur íslenskra kvenna og nú er fram- haldið, Ástarsögur íslenskra karla, loksins komið út, en vinkonunum reyndist mun erfiðara að draga innilegar frásagnir upp úr körlum en konum. „Við byrjuðum að vinna þessa bók í kjölfar þess að kvennabókin kom út og það vannst ágætlega svona til að byrja með,“ segir María Lilja um nýju bókina sem hún segir vera „eðlilegt framhald“ þótt seint sé. Hún segir að til að byrja með hafi þeim gengið nokkuð vel að safna frásögnum frá karlmönnum. „Það kom alveg slatti af sögum en eftir smá tíma lentum við svolítið á vegg,“ segir María Lilja um það þegar einu sögurnar sem bárust þeim verður best lýst sem ógeðslegu og subbulegu klámi. Klámveggurinn „Við vorum farnar að fá svolítið mikið af sögum sem voru einhvern veginn frekar eins og fantasíur ungra, graðra karla.“ María Lilja segir að þær hafi eig- inlega ákveðið að hætta þarna, þar sem þær ætluðu sér ekkert að fara að ritstýra einhverjum fantasíusög- um. „Og ef þetta var sá skilningur sem karlar ætluðu að setja í ástina þá nenntum við ekkert að vera eitt- hvað að breyta því. Þannig að við lentum bara, eins og ég segi, á vegg.“ Þegar á reyndi voru vinkonurnar þó ekki alveg tilbúnar til að gefa ástarsögur karlmanna upp á bátinn. „Og við ákváðum að fara aðeins yfir þetta aftur og blása einhvern veginn smá lífi í þetta, vegna þess að þeir karlar sem við höfðum jú vissulega átt í góðu samstarfi við voru voða- lega spenntir auðvitað fyrir því að sögurnar þeirra kæmu út í bók og svona. Eðlilega, því þetta er náttúr- lega mjög persónulegt og þeir voru að deila rosalega fallegum og ein- lægum hlutum með okkur, þannig að við fórum að skoða þetta aftur, en þá kemur #MeToo-byltingin.“ # í reikninginn María Lilja segir að þarna hafi þeim ekki þótt við hæfi að gefa út ástar- sögur karla. „Þetta var bara ein- hvern veginn hvorki staðurinn né stundin og okkur fannst ekki að raddir karla þyrftu að heyrast akk- úrat á þessum tímapunkti. Okkur leið eins og við værum þá að setja þetta byltingunni til höfuðs. Eða eitthvað. Þannig að þessi ágæta bók var sett aftur á ís.“ Enn og aftur reyndust þær þó ekki tilbúnar til að slá verkefnið af endanlega og aftur var farið af stað. „Þá fannst okkur vanta svolítið upp á dýptina í bókinni. Kannski vegna þess að við höfðum ekki alveg náð til þessara eldri karla. Fimmtugra og eldri.“ Þær ákváðu því að tefla fram karl- manni og töluðu við útgefandann sinn, Bjarna Þorsteinsson hjá Bjarti. „Við fengum hann til liðs við okkur og hann hjálpaði okkur eiginlega að finna sögurnar sem okkur vant- aði þannig að nú er bókin loksins komin og er bara mjög fín.“ Alls konar ást Sögurnar í bókinni eru af öllu tagi og sumar eru, eins og það er orðað í káputexta, „rómantískar, aðrar dálítið groddalegar, sumar fyndnar, aðrar sárar og sorglegar. En í öllum sögunum er ástin yfir og allt um kring í öllum sínum margbreyti- leika.“ Með samstilltu átaki þeirra þriggja og nokkuð skrautlegu vinnsluferli, rötuðu sögur úr lífi ungra manna og eldri, gagnkyn- hneigðra, samkynhneigðra og kyn- segin í bókina. „Við ræddum það svolítið okkar á milli og ég held að það hafi kannski bara verið ákveðin skekkja og bara naívismi í okkur sjálfum, eða hroki, að karlar vildu eitthvað endilega ræða þessi mál við okkur,“ segir María Lilja, „Ég meina, ef maður ætlar að opna sig og vera voðalega mjúkur og væminn og eitthvað þannig og er gefinn vettvangur til þess, þá vill maður einhvern veginn eiga sam- talið við jafningja sína. Mörgum hefur örugglega bara hreinlega fundist það óþægilegt að eiga þetta samtal við okkur, og þær sögur sem Bjarni náði eru eitt- hvað sem við hefðum aldrei getað fengið, en svo aftur á móti eru sög- urnar sem við fengum eitthvað sem Bjarni hefði heldur ekki náð, þannig að þetta var hið gullna samstarf.“ En sluppu einhver sýnishorn af klámfantasíunum í bókina? „Já, já. Já, já, já. Það eru bullandi brjóst sko,“ segir María Lilja og skellihlær. „Og bara grín, alvara og hjartasár og bernskubrek. Þetta er bara eins og fyrri bókin og bara mjög eðlilegt framhald af henni.“ toti@frettabladid.is Ástarsögur karlmanna sóttar úr klámþokunni Framhald bókarinnar Ástarsögur íslenskra kvenna eftir Maríu Lilju og Rósu Björk er loks komið, en subbulegar klámfantasíur þvældust fyrir þegar þær reyndu að fá karla til að opna hjörtu sín. Eftir að hafa rekist á meðal annars klámvegg og komist eftir alls kyns krókaleiðum að hjörtum íslenskra karlmanna, hefur Rósu Björk Bergþórsdóttur og Maríu Lilju Þrastardóttur loksins tekist að koma ástarsögum þeirra út á bók. 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.