Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 22
Til að Ísland nái mark-miðum Parísarsam-k o m u l a g s i n s u m samdrátt útblásturs g r ó ðu rhú s a lof t t eg-unda frá samgöngum
fram til ársins 2030, þarf að bæta
við uppsettu af li sem nemur 300
megavöttum á næstu tíu árum.
Það þýðir að auka þarf uppsett afl
á Íslandi um tíu prósent næsta ára-
tuginn. Þetta er niðurstaða grein-
ingar sem unnin var fyrir Samorku,
samtök orku- og veitufyrirtækja á
Íslandi, en samtökin héldu ársfund
sinn í Hörpu í gær.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landsvirkjun koma tveir virkjana-
kostir einkum til greina, sem hugs-
aðir eru til að anna aukinni eftir-
spurn tengda orkuskiptum á næstu
árum. Er þar í báðum tilfellum um
að ræða umdeilda virkjanakosti á
Þjórsársvæðinu, sem er nú þegar
stærsta af lsvæði Landsvirkjunar.
Báðir kostir eru fullhannaðir og
hægt að ráðast í uppbyggingu á
þeim með skömmum fyrirvara,
samkvæmt upplýsingum frá Lands-
virkjun. „Landsvirkjun mun án vafa
leika lykilhlutverk í orkuvinnslu
þjóðarinnar áfram og fylgjast vel
með þróuninni í orkuskiptum,“
segir Ragnhildur Sverrisdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Landsvirkjunar.
Í fyrsta lagi er um að ræða
Hva m m s v i rk ju n . Sa m k væmt
áætlunum Landsvirkjunar yrði sú
virkjun ámóta Búðarhálsvirkjun,
með tilliti til uppsetts afls, eða 93
megavött. Orkuvinnsla Hvamms-
virkjunar yrði þó um fjórðungi
meiri, eða um 720 megavattstundir
á ári. Hvammsvirkjun var færð
í nýtingarf lokk árið 2015. Hins
vegar skilaði Skipulagsstofnun af
sér áliti árið 2018 þar sem fram kom
að umhverfisáhrif virkjunarinnar
yrðu verulega neikvæð. Virkjunin
myndi nýta frárennsli Búrfellsvirkj-
unar sem er staðsett ofar í Þjórsá og
því er hægt að stýra rennsli, og þar
með lónstöðu Hvammsvirkjunar,
með nokkurri nákvæmni.
Í annan stað er um að ræða Búr-
fellslund þar sem fyrirhugað er að
reisa allt að 30 vindmyllur, sem
gætu skilað allt að 120 megavöttum
af uppsettu afli. Búrfellslundur er
hins vegar í biðflokki sem stendur,
en endurhönnun þessa virkjana-
kosts er nú til skoðunar í fjórða
áfanga rammaáætlunar.
Þessir tveir virkjanakostir gætu
því skilað allt að 213 megavöttum af
uppsettu afli og færu því langt með
að uppfylla þá orkuþörf sem Sam-
orka telur að sé fyrir hendi, til að
markmið Parísarsamkomulagsins
um minnkun útblásturs vegna sam-
gangna náist.
En það er vitaskuld ekki nóg að
byggja bara upp virkjanir til að
draga úr útblæstri, því bílaf loti
landsins þarf einnig að endurnýj-
ast á sama tíma. Samorka áætlar að
á árinu 2030 þurfi tveir af hverjum
þremur bílum á götunni á Íslandi að
vera rafknúnir, eða um 145 þúsund
bílar.
Í dag samsvarar samanlagður
fjöldi rafmagnsbíla, tvinnbíla og
metanknúinna bíla, innan við tíu
prósentum af bílaf lota landsins.
Þau vatnaskil urðu hins vegar í
febrúar á þessu ári að í fyrsta sinn
varð fjöldi nýskráðra bíla knúinn
endurnýjanlegum orkugjöfum
meiri en þeirra sem nota bensín eða
dísil sem eldsneyti.
Það sem af er ári eru nýskrán-
ingar bensín- og dísilbíla nokkurn
veginn jafnar skráningu allra ann-
arra tegunda bíla, samkvæmt töl-
fræði Samgöngustofu.
Til viðbótar við þær virkjanir
sem þyrftu að rísa til að anna auk-
inni eftirspurn rafmagns, áætlar
Samorka að fjárfesta þurfi fyrir
15 milljarða á ári næstu tíu árin í
ýmsum raforkuinnviðum, svo sem
hleðslustöðvum fyrir raf bíla, til að
markmiðin náist. Í nýlegri aðgerða-
áætlun ríkisstjórnarinnar í lofts-
lagsmálum er meðal annars vikið
að uppbyggingu hleðslustöðva fyrir
raf bíla. Fyrirhugað er að verja 1,75
milljarði króna á fimm ára tíma-
bili til ársloka 2023 til „uppbygg-
ingar innviða fyrir raf bíla, rafvæð-
ingu hafna og f leiri nauðsynlegra
aðgerða í orkuskiptum.“
Töluvert virðist bera á milli í
fjárfestingaþörf samkvæmt mati
Samorku og þeirra fjármuna sem
hið opinbera hefur eyrnamerkt
uppbyggingu innviða. Þó verður
að hafa í huga að ekki er endilega
augljóst að hið opinbera þurfi að
standa að baki allri þeirri fjárfest-
ingu sem þörf er á. Þannig er það
líka hluti af aðgerðaáætlun stjórn-
valda að fella niður virðisaukaskatt
á heimahleðslustöðvar fyrir rafbíla.
En engu að síður virðist mat Sam-
orku sýna að nokkuð vanmat sé
fyrir hendi á fjárfestingaþörf vegna
raforkuinnviða í aðgerðaáætlun
stjórnvalda í loftslagsmálum.
Umdeilda virkjanakosti þarf
að nýta til að draga úr útblæstri
Helstu tækifæri Íslands í orkuskiptum liggja á sviði vegasamgöngumála að mati Samorku. Til að anna aukinni
eftirspurn raforku við aukna notkun rafmagnsbíla þarf að auka rafmagnsframleiðslu á Íslandi um 10 prósent
á næstu 10 árum. Líklegt er að nýting umdeildra virkjanakosta sé forsenda orkuskipta í samgöngum.
Fjöldi rafmagnsbíla á Íslandi þyrfti að margfaldast á næstu árum ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
91%
af allri orkunotkun innan-
lands eru endurnýjanleg.
368
milljónir króna voru þjón-
ustutekjur Kviku umfram
útgjöld.
66%
bíla þurfa að vera rafknúnir
2030 vegna Parísarmarkmiða.
15
milljarða fjárfestingu á ári
næstu 10 ár í raforkuinniviði.
Draga þarf úr útblæstri um 37 prósent
Parísarsamkomulagið miðar
meðal annars að því að draga úr
útblæstri vegna samgangna á
landi um 21 prósent, miðað við
heildarlosun árið 2005. Útblástur
vegna samgangna á landi hefur
hins vegar aukist nokkuð síðan þá,
ekki síst vegna mikillar aukningar
í akstri ferðamanna hér á landi.
Því þarf samdráttur útblásturs
gróðurhúsalofttegunda á Íslandi
nú að nema um 37 prósentum á
næstu tíu árum. Samorka áætlar
að ef áðurnefndur 37 prósenta
samdráttur næst að fullu, muni
þjóðarbúið spara sér 20 til 30
milljarða á ári vegna minni inn-
flutnings á eldsneyti, þó að sú
tala sé vitaskuld háð olíuverði á
hverjum tíma.
Rekstur Kviku banka er stöð-ugur og bankinn hefur siglt greitt í gegnum COVID-farald-
urinn hingað til. Þetta kemur fram í
nýjasta verðmati Jakobsson Capital
á Kviku banka, sem Markaðurinn
hefur undir höndum. Verðmat Jak-
obsson Capital á Kviku er nú tæp-
lega 25,3 milljarðar króna en það
var 24,4 milljarðar við útgáfu síðasta
verðmats í júní. Hækkar verðmatið
því um 3,5 prósent. Verðmatsgengi
er nú 11,8 sem er 10,8 prósentum yfir
núverandi markaðsgengi.
Greinandi Jakobsson Capital segir
að hagkerfið hafi verið að mestu
frosið frá miðjum mars og fram til
loka apríl. Því hafi verið viðbúið að
samdráttur yrði í hreinum þjón-
ustutekjum. Það varð hins vegar
ekki raunin því þjónustutekjur
Kviku jukust um 3,5 prósent milli
árshluta. Meirihluta þjónustu-
tekna Kviku má rekja til eignastýr-
ingar sem gefur stöðugra tekju-
streymi en fyrirtækjaráðgjöf.
„Oftast er stefnt að því í rekstri
fjárfestingarbanka að þjónustu-
tekjur séu jafnar föstum rekstrar-
kostnaði. Þannig að bankinn geti
staðið undir sér án fjármunatekna,“
segir í verðmatinu en þjónustu-
tekjur Kviku umfram útgjöld námu
368 milljónum króna á fyrri hluta
ársins.
„Það verður að teljast góður
árangur í ljósi þess að aðstæður
voru krefjandi á fyrri hluta ársins.
Þegar að þjónustutekjur standa
undir föstum rekstrarkostnaði er
hvert brot úr prósenti í virkum
vaxta mun aukning í arðsemi eigin
fjár.“
Vandi Kviku snýr því ekki að
grunnrekstri, að mati greinandans.
Hann snýr frekar að því hvernig
hægt er að ná háum vaxtamun með
núverandi samsetningu efnahags-
reikningsins.
KKV, breskt dótturfélag Kviku
banka, hefur tekið við 394 millj-
óna punda eignastýringu þar í
landi. Greinandinn segir að vegna
sjónarmiða um þjóðhagsvarúð og
samkeppnislaga hafi innlendir við-
skiptabankar ekki getað stækkað
mikið nema með því að sameina
ótengda og ólíka fjármálaþjónustu.
„Hins vegar hamlar lítið vexti í
eignastýringu, fyrirtækjaráðgjöf
eða öðrum eiginfjárléttum og sér-
hæfðum bankarekstri. Skref Kviku
kemur þeim sem fylgjast með
bankarekstri ekki á óvart. Framan-
greindu skrefi er náð með „innri
vexti“. Þannig fylgir nokkur kostn-
aður stofnun en nær engin „fjár-
festing“. Ef allt gengur eftir mun
stofnun KKV auka þjónustutekjur
og arðsemi til lengri tíma.“ – þfh
Kvika hafi náð
góðum árangri í
þjónustutekjum
Þórður
Gunnarsson
thg@frettabladid.is
Markaðsvirði Kviku er 22 milljarðar.
9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN