Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 41
Hverfandi er yfirskrift s ý n i ng a r M a r íu Rú na r Þ r á nd a r-dóttur í Kling og Bang. Þetta er fyrsta einkasýning Maríu en hún útskrifaðist af myndlistar- braut Listaháskóla Íslands í fyrra. „Hverfandi er nokkurs konar ljóðræn nálgun á náttúruspjöllum sem munu verða vegna virkjana á Hraunum, sem er hluti hálendisins á Austurlandi. Verði virkjanirnar að veruleika, hafa þær áhrif á öll vatna- svæðin og lífríkið þar í kring. Verk mitt á sýningunni er myndband af einum af fossunum í Fossá. Mynd- bandinu er varpað á plötu með vatni sem lekur stöðugt í hringrás í laug,“ segir María sem sést sjálf í myndbandinu og gerir hreyfingar sem bera við fossinn. „Þetta verk á við svo miklu meira en bara þetta svæði. Það er verið að breyta landinu svo mikið með alls konar framkvæmdum, ekki bara virkjunum. Víðernin á Íslandi hafa minnkað um 70 prósent á síðustu 50 árum. Og alltaf stendur til að gera meira,“ segir hún. Sýningarstjórar eru Elísabet Bryn- hildardóttir og Selma Hreggviðs- dóttir. „María útskrifaðist í fyrra og við í Kling og Bang vorum strax þá mjög áhugasöm um verk hennar og það sem hún er að gera. Það er mjög gaman að sjá ungan listamann vera stórtækan í verkum sínum. Hún sýndi það til dæmis í útskriftarverki sínu, en þar var hún fljótandi á sjó inni í plastkúlu,“ segir Selma. „Hún er stórtæk og útsjónar- söm, fer alltaf alla leið með verkum sínum þar sem hún fjallar mikið um náttúruvernd,“ segir Elísabet. Sýning Maríu er opin til 27. sept- ember. Sýningin Porous Tomorrow eftir Aniara Omann er opin á sama tímabili. „Við erum með röð sýn- inga þar sem við teflum saman til- tölulega nýútskrifuðum listamanni og öðrum sem er lengra kominn,“ segir Elísabet. „Við fundum sterkan sameiginlegan þráð milli þeirra tveggja. Í verkum sínum fjalla þær um náttúruna, framtíðina og mál- efni sem brenna á okkur núna.“ „Þær gera þetta á ólíkan hátt og bæta hvor aðra upp. Það virkar ekki endilega vel að verk listamanna sem sýna saman séu of lík,“ segir Selma. Listamannaspjall verður um sýn- inguna fimmtudaginn 24. septem- ber klukkan 20.00. Stórtæk og útsjónarsöm María Rún Þrándardóttir sýnir í Kling og Bang. Verk hennar á sýningunni er ljóðræn nálgun á náttúruspjöllum. TÓNLIST Blönduð dagskrá í flutningi Sin- fóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Bein útsending á RÚV. Eldborg í Hörpu föstudaginn 4. september Einhver grínisti setti internetið á hliðina nýlega með því að leggja fyrir fólk eftirfarandi gátu: Það tekur 120 manna hljómsveit 40 mínútur að f lytja níundu sinfóníu Beethovens. Hvað myndi 60 manna hljómsveit vera langan tíma að gera það sama? Fákunnandi netverjar svöruðu margir: 80 mínútur. En það er alrangt, sinfónía Beethovens tekur alltaf jafn langan tíma, sama hversu margir spila. Mér datt þetta í hug á föstudags- kvöldið, þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt árlegu tónleikana sína Klassíkin okkar undir stjórn Daní- els Bjarnasonar. Tónleikarnir voru í beinni útsendingu; vegna COVID-19 voru sárafáir í Eldborginni í Hörpu. Og ekki bara það, hljómsveitin var óvanalega fámenn, svo hægt væri að viðhalda tveggja metra reglunni. Samt voru verkin ekkert lengur að líða. Tónleikarnir sjálfir voru þó harla langir, en það má rekja til þess að báðar menningarstofnanirnar halda upp á stórafmæli á árinu. Sin- fónían er sjötug, RÚV er nírætt. Vinsæl klassík Eins og vaninn er á Klassíkinni okkar samanstóð efnisskráin af vinsælli klassík, gjarnan köflum úr stærri verkum eins og fiðlukonsert Mendelssohns, sinfóníu nr. 2 eftir Sibelius og æsilegum þætti úr Eld- fuglinum eftir Stravinskí, en þar gekk mikið á. Hljómsveitin var með besta móti, væntanlega vel hvíld eftir sumarið. RÚV var líka í góðu formi, upptakan var í senn hljóm- mikil og skýr og kynningar þeirra Guðna Tómassonar og Höllu Odd- nýjar Magnúsdóttur voru líflegar og skemmtilegar. Of langt mál væri að telja allt upp sem hér var flutt, enda tónleikarnir sérlega langir eins og áður segir. Páll Palomares lék einkar fall ega hæga kaflann úr fiðlukonsert Men- delssohns, tónmyndunin var hár- nákvæm og voldug. Elmar Gilberts- son söng meðal annars Vöggukvæði Emils Thoroddsen af þokka og til- finningu, og Dísella Lárusdóttir var sömuleiðis með allt sitt á hreinu í Íslensku vögguljóði á hörpu eftir Jón Þórarinsson. Ruht wohl úr Jóhannesarpassí- unni eftir Bach var himneskt. Þar söng Mótettukór Hallgrímskirkju (undir stjórn Harðar Áskelssonar) af næmri tilfinningu fyrir háleitum textanum; útkoman var dásamleg. Kaldhæðni Emilíönu Torrini Stemningin var heldur djöfullegri í Ha Ha eftir Emilíönu Torrini, þar sem hún söng sjálf. Lagið, sem er af plötunni Me and Armini frá 2008, byrjaði með sólói á selestu. Það var í fyrstu sakleysislegt, enda hljómar selestan eins og spiladós. En svo kom allt í einu ægilegt glamur. Þetta gaf tóninn fyrir sjálft lagið, sem var skemmtilega kaldhæðnislegt. Eina sem var aðfinnsluvert á tón- leikunum var kynningin á Dauða Ásu úr Pétri Gaut eftir Grieg. Kynn- arnir sögðu frá því að kaflinn hefði verið f luttur utan dagskrár á Sin- fóníutónleikum árið 1995, til að minnast þeirra sem höfðu látist í snjóf lóði nokkrum dögum fyrr. Á meðan þau voru að tala heyrði maður óminn af verkinu. Þegar það svo raunverulega byrjaði á dag- skránni var það ekki nærri því eins áhrifaríkt og það hefði getað orðið, vegna þess að því hafði verið þjóf- startað. Flutningurinn sjálfur var þó fallegur, hann einkenndist af trega og hjartahlýju. Í heild voru þetta flottir tónleikar og gefa góð fyrirheit um skemmti- legan vetur fram undan. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Vönduð útsending og fínn tónlistarflutningur. Klassíkin okkar á tímum COVID Kynningar Guðna og Höllu Oddnýjar voru líflegar og skemmtilegar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is María Rún við voldugt og áhrifamikið verk sitt . FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK HÚN FER ALLTAF ALLA LEIÐ MEÐ VERKUM SÍNUM ÞAR SEM HÚN FJALLAR MIKIÐ UM NÁTTÚRUVERND. Elísabet Brynhildardóttir Andri Snær Magnason verður gestur hátíðarinnar ilb (Int-ernational Literature Festival Berlin) sem hófst í þessari viku og tekur þar þátt í dagskrá 11. sept- ember sem ber heitið Visions  of Bioecon omy. Einnig verður hægt að fylgjast með viðburðinum í streymi á vef hátíðarinnar. Íslensk- palestínski rithöfundurinn Mazen Maarouf er líka gestur hátíðarinnar í ár og verður hann í spjalli um bók- ina sína, Brandarar handa byssu- mönnum, þann 17. september. Í Bremerhaven opnar í október sýningin Hafið – Ref lections of the Sea sem var í Felleshus, menn- ingarmiðstöð norrænu sendiráð- anna í Berlín, fyrr á árinu. Meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni eru rithöfundarnir Andri Snær Magnason, Auður Jónsdóttir, Hall- grímur Helgason, Jón Kalman Stefánsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Sjón og Stein- unn Sigurðardóttir. Sýningarstjóri er Eva Þengilsdóttir. Andri Snær í Berlín Andri Snær Magnason tekur þátt í dagskrá í Berlín. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fjölbreytt úrval bóka er á bóka-uppboði Foldar uppboðshúss, en því lýkur sunnudaginn 20. september kl. 14.00. Að þessu sinni fer nokkuð mikið fyrir fáséðum fyrstu útgáfum ljóða- bóka. Má þar nefna fyrstu bækur Þorsteins frá Hamri, Í svörtum kuf li og bókina Tannfé handa nýjum heimi, sem er myndskreytt af Ástu Sigurðardóttur. Þá má nefna Svartar fjaðrir Davíðs Stefánssonar, verk Jónasar Svafár, Það blæðir úr morgunsárinu og Geislavirk tungl, bundnar í fall- egt bókband eftir Sigurþór S i g u r ð s s o n auk þess sem eintökin eru árituð af höf- undi. Einn- i g v e r ð a boðnar upp tvær af fyrri b ó k u m J ó n a s a r S v a f á r , m y n d - skreyttar a f h ö f - undi. Fyrstu útgáfur ljóðabóka MJÓLKIN GEFUR STYRK EDDA FALAK AFREKSKONA Í CROSSFIT M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M I Ð V I K U D A G U R 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.