Fréttablaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 18
200
milljónum evra nemur hrein
gjaldeyrissala Seðlabankans
frá upphafi faraldursins.
570
milljónum króna nemur
virði eignarhlutar sjóða
Stefnis í Kviku, miðað við
núverandi hlutabréfaverð
bankans.
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR
588 80 40
www.scanver.is
RAFMÓTORAR
Tveir hlutabréfasjóðir í stýr-ingu Stefnis eru komnir í hóp stærstu hluthafa Kviku banka
eftir að hafa undir lok síðasta mán-
aðar keypt samanlagt rúmlega 2,6
prósenta hlut í fjárfestingabank-
anum. Sjóðir Stefnis, sem er sjóða-
stýringarfélag í eigu Arion banka,
voru fyrir kaupin ekki á meðal hlut-
hafa í Kviku.
Samkvæmt nýjum lista yfir alla
hluthafa Kviku banka, sem Mark-
aðurinn hefur séð, eiga hlutabréfa-
sjóðirnir Stefnir – ÍS 15 og Stefnir – ÍS
5 samanlagt rúmlega 54 milljónir
hluta að nafnverði í bankanum. Eru
sjóðirnir því ellefti stærsti hluthafi
Kviku, en miðað við gengi bréfa bank-
ans í dag er hlutur þeirra í sameiningu
metinn á liðlega 570 milljónir króna.
Stefnir keypti hlutinn af fjöl-
mörgum stjórnendum og starfs-
mönnum Kviku, meðal annars
Marinó Erni Tryggvasyni, forstjóra
bankans, og Ármanni Þorvalds-
syni, aðstoðarforstjóra, eftir að
þeir nýttu sér áskriftarréttindi sín
í bankanum í liðnum mánuði og
seldu þau bréf áfram skömmu síðar.
Sjóðir Stefnis keyptu hlutabréfin á
genginu 10 krónur á hlut.
Kvika banki hagnaðist um 924
milljónir króna eftir skatt á fyrri
árshelmingi og nam arðsemi eigin
fjár tæplega tólf prósentum. Eigið
fé bankans er 16,7 milljarðar og
eiginfjárhlutfallið rúmlega 26 pró-
sent. Af komuáætlun Kviku gerir
ráð fyrir að hagnaður á árinu verði á
bilinu 1.700 til 2.300 milljónir króna
fyrir skatta. Heildareignir í stýringu
Kviku nema 514 milljörðum og hafa
aukist um 88 milljarða á árinu.
Stærstu hluthafar bankans eru
Lífeyrissjóður verzlunarmanna,
félag í eigu Svanhildar Nönnu
Vigfús dóttur fjárfestis, Lífeyris-
sjóður starfsmanna ríkisins og
Vátryggingafélag Íslands. Hluta-
bréfaverð Kviku stóð í tæplega 10,6
krónum á hlut í gær og hefur lækkað
um rúmlega eitt prósent það sem af
er árinu.
Greint var frá því í Markaðinum
síðastliðið sumar að Kvika banki
hefði undir lok júní hafnað skrif-
legri beiðni TM um að hefja form-
legar sameiningarviðræður. Þær
áttu, samkvæmt tillögum TM,
meðal annars að grundvallast á
þeim skilmálum að tryggingafélag-
ið yrði metið á nokkuð hærra verði
en Kvika við mögulegan samruna
félaganna. Stjórn Kviku taldi hins
vegar engar forsendur til að hefja
formlegar viðræður á þeim grunni.
Gert var ráð fyrir því í uppleggi
TM að skiptihlutföllin yrðu þannig
að hlutafé tryggingafélagsins yrði
í kringum 55 prósent í sameinuðu
félagi, á meðan hlutafé Kviku banka
yrði þá á móti liðlega 45 prósent.
Miðað við það áttu hlutabréf Kviku
að vera metin á tæplega 10,2 krónur
á hlut. – hae
Sjóðir Stefnis í hóp
stærstu hluthafa Kviku
Marinó Örn Tryggvason er forstjóri
Kviku banka.
Eignarhaldsfélagið Fiskisund bókfærði söluhagnað upp á rúmlega 800 milljónir króna
vegna sölu á öllum eignarhlut
félagsins í laxeldisfyrirtækinu Arn-
arlaxi sem gengið var frá í byrjun
síðasta árs.
Fiskisund, sem er í eigu Einars
Arnar Ólafssonar, Sigrúnar Hjart-
ardóttur, fyrrverandi stjórnarfor-
manns Fjármálaeftirlitsins, og Kára
Þórs Guðjónssonar fjárfestis, seldi
allan hlut sinn, sem þá nam 8,4 pró-
sentum, til norska laxeldisrisans
SalMar fyrir 1,7 milljarða króna.
Tryggingafélagið TM seldi SalMar
einnig sinn hlut, alls 3,9 prósent,
fyrir 790 milljónir.
Í ársreikningi eignarhaldsfélags-
ins er bókfærður söluhagnaður upp
á 837 milljónir og var þetta eina
salan í hlutdeildarfélagi á árinu.
Hagnaður varð af rekstri félagsins á
rekstrarárinu að fjárhæð 822 millj-
ónum króna og eigið fé í lok ársins
var jákvætt um 2.150 milljónir.
Félagið á eignarhluti í öðrum
félögum sem eru bókfærðir á
1,1 milljarð króna og aðrar fjár-
festingaeignir, svo sem verðbréf,
sem bókfærðar eru á 870 milljónir
króna.
Fiskisund kom að kaupum á 90
prósenta hlut í bílaþvottastöðinni
Löðri vorið 2019 ásamt fjárfest-
ingafélögunum Eini, sem er í eigu
Einars Arnar, og Helgafelli, sem er
í eigu Ara Fenger, Bjargar Fenger og
Kristínar Vermundsdóttur.
Þá á félagið helmingshlut í upp-
lýsingatæknifyrirtækinu Premis
og Kexi Hosteli, sem rekur meðal
annars samnefndan gististað í
miðbæ Reykjavíkur, auk þess að
eiga óbeinan hlut í Dælunni, sem
var seld út úr Festi á síðasta ári, og
umhverfisþjónustunni Terra.
Stjórn félagsins lagði til að
greiddur yrði arður til hluthafa að
fjárhæð 150 milljónir króna á þessu
ári. Í fyrra var greiddur arður upp á
760 milljónir. – þfh
Söluhagnaður upp á 800 milljónir
Einar Örn Ólafsson, einn eigenda.
Samkomulag Seðlabanka Íslands við lífeyrissjóðina, um að þeir myndu gera hlé á gjaldeyriskaupum sínum vegna fjárfestinga sjóðanna erlendis, verður
ekki framlengt þegar það rennur
út í næstu viku. Samkvæmt heim-
ildum Markaðarins er enginn vilji
til þess á meðal lífeyrissjóðanna að
þeir haldi áfram að sér höndum í
erlendum fjárfestingum, og er það
sameiginlegur skilningur á meðal
forsvarsmanna helstu sjóðanna að
samkomulagið við Seðlabankann
verði því ekki endurnýjað.
Tilkynnt var í júní að samkomu-
lag bankans og lífeyrissjóðanna frá
því í marsmánuði hefði verið fram-
lengt um þrjá mánuði til viðbótar,
eða til 17. september. Tilgangur
þess er að bregðast við miklum
samdrætti útf lutnings af völdum
kórónaveirufaraldursins og stuðla
að stöðugleika á gjaldeyrismarkaði.
Núverandi samkomulag milli
sjóðanna og Seðlabankans rennur
að óbreyttu út eftir rúmlega viku.
Ekki stóðu þó allir lífeyrissjóðir að
síðasta samkomulagi, samkvæmt
heimildum Markaðarins, meðal
annars var Gildi ekki í þeim hópi.
Á fundi sem Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri átti með stjórn
Landssamtaka lífeyrissjóða og
framkvæmdastjórum um miðjan
júní síðastliðinn, voru uppi tals-
verðar efasemdir hjá sjóðunum um
að verða við beiðni hans um að fall-
ast á hlé á gjaldeyriskaupum í þrjá
mánuði til viðbótar. Samkvæmt
heimildum Markaðarins kom skýrt
fram í máli sumra fulltrúa stærstu
sjóðanna á þeim fundi að þetta
yrði í síðasta sinn sem þeir myndu
undirgangast slíkt samkomulag við
Seðlabankann.
Þótt lífeyrissjóðirnir hafi að
mestu gert hlé á erlendum fjár-
festingum undanfarna sex mánuði
– þeir hafa samt staðið að gjald-
eyriskaupum til að standa við þegar
gerðar skuldbindingar sínar – hefur
gengið krónunnar gefið eftir um
liðlega 20 prósent gagnvart evru á
árinu. Þá nemur hrein gjaldeyris-
sala Seðlabankans úr gjaldeyris-
forða sínum yfir 200 milljónum
evra, jafnvirði 33 milljarða króna á
núverandi gengi, frá upphafi farald-
ursins og hafa þau inngrip bankans
spornað gegn enn meiri gengisveik-
ingu en ella.
Lífeyrissjóðirnir hafa á undan-
förnum árum stóraukið við erlend-
ar fjárfestingar sínar eftir að losað
var um fjármagnshöftin. Að jafnaði
hafa erlendar fjárfestingar lífeyris-
sjóðanna numið að meðaltali um
10 milljörðum króna á mánuði.
Erlendar eignir sjóðanna hafa á
þessum tíma aukist um þriðjung
og eru nú um 32 prósent af heildar-
eignum þeirra, en þær námu yfir
5.300 milljörðum króna í lok júlí.
Ef umfang gjaldeyriskaupa líf-
eyrissjóðanna verður með ein-
hverjum sambærilegum hætti þegar
samkomulagið við Seðlabankann
rennur úr gildi er ljóst að það gæti
skapað mikinn þrýsting á gengi
krónunnar. Ólíklegt verður hins
vegar að teljast að lífeyrissjóðirnir
sjái hag sínum borgið við núverandi
kringumstæður með því að standa
að stórfelldum erlendum fjárfest-
ingum, ekki hvað síst með hlið-
sjón af því að nafngengi krónunnar
gagnvart evru hefur ekki verið
lægra frá árinu 2013.
Í viðtali við Fréttablaðið þann
27. ágúst síðastliðinn benti seðla-
bankastjóri á að lífeyrissjóðirnir
hefðu áður verið að nýta sér mik-
inn og stöðugan viðskiptaafgang
þjóðarbúsins síðustu ár og fjárfesta
hann erlendis. „Þannig var jafnvægi
tryggt á gjaldeyrismarkaði fyrir
tíma COVID. Nú hefur afgangurinn
horfið og viðbúið að ef sjóðirnir
halda áfram að fjárfesta með sama
hætti þá mun það annaðhvort koma
með gengislækkun eða ganga á
gjaldeyrisforða Seðlabankans,“
sagði Ásgeir.
Þá sagðist hann gera ráð fyrir
því að sjóðirnir myndu áfram sýna
samfélagslega ábyrgð í gjaldeyris-
kaupum svo lengi sem farsóttin
varir. „Kannski verður ekki lögð
ein lína fyrir alla sjóði en allir hljóta
þeir að átta sig á því hver staðan er.
Ég held að fæstir vilji að sjóðurinn
sem þeir greiða í standi í gjaldeyris-
kaupum sem veikja gengið og skapa
óstöðugleika og verðbólgu.“
Lífeyrissjóðirnir ætla
ekki að framlengja hlé
á gjaldeyriskaupum
Lífeyrissjóðirnir munu ekki samþykkja að framlengja samkomulag sitt við
Seðlabankann um að halda að sér höndum í erlendum fjárfestingum. Hefur
varað í sex mánuði en mun renna út í næstu viku. Gæti sett þrýsting á gengið
en ólíklegt er að sjóðirnir muni standa að stórfelldum gjaldeyriskaupum.
Seðlabankastjóri hefur sagt að hann geri ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir muni
halda áfram að sýna samfélagslega ábyrgð í gjaldeyriskaupum sínum svo
lengi sem farsóttin varir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN