Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 10

Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 10
Fram, að samningar yrðu teknir upp um sameiningu félaganna. Félagatala hafði lækkað mikið vegna flótta í önnur félög og fáir ný- liðar gengu í félagið, því efnilegum piltum hefur sjaldan þótt fýsilegt að ganga í félag, með lélegum kappliðum, hvað þá í félag, sem í raun og veru var í dauðateygjunum. Árið 1927 mun enginn aðalfundur hafa ver- ið haldinn í félaginu, en gamla stjórnin setið áfram, án umboðs frá félagsmönnum. 1928 voru 20 ár frá stofnun Fram, en eins og hög- um var komið, mun engum hafa dottið í hug að halda afmælið hátíðlegt á þann hátt, sem tíðkast með íþróttamönnum. En afmælis- ins var minnzt, þó á sérkennilegan hátt væri, því nokkrir áhugasamir félagar, sem ekki gátu unað því, að félagið gæfi upp öndina á þessum tímamótum, ákváðu að endurreisa það. Þeir boðuðu til aðalfundar 22. maí 1928 og þar með hefst nýtt tímabil í sögu félagsins. Fundurinn var sögulegur, þar sem enginn mætti frá fyrrverandi stjórn til að skila félag- inu í hendur nýrrar stjórnar, engir reikningar III. flokkur 1932. Fremri röð frá vinstri: Nicolaj Anton- sen, Páll Sigurðsson, Guðbrandur Bjamason, Högni Agústsson, Gunnar Valur Þorgeirsson. Aftari röð: Guð- mundur Guðmundsson Kristinn Guðmundsson, Sigurberg Gíslason, Þórður Þórðarson, Magnús Benjamínsson, Þor- geir Guðnason. A myndina vantar Sigurjón Sigurðsson, Einar Sigurbjómsson og Sverrir Bjamason. voru lagðir fram og seinna kom í Ijós að fé- lagatal var glatað, svo og fundagerðabókin. Fyrir fundinum lá eiginlega ekki annað en að kjósa stjórn, sem tæki upp hið fallna merki félagsins. Kosningu hlutu Stefán A. Pálsson, formað- ur, Guðmundur Halldórsson, gjaldkeri, Ólafur K. Þorvarðsson, ritari. Sigurður Halldórsson og Lúðvík Þorgeirsson, meðstjórnendur. Þrír hinir síðastnefndu voru úr yngri deildum félagsins og komu nú fram í fyrsta sinn í forystuliði þess og hófst þar með langt og gifturíkt starf þeirra í þágu félagsins. Stjórnin tók þegar til starfa af kappi miklu. Erfiðleikar stjórnarinnar voru gífur- legir. í sjóði var ekki grænn eyrir til starfseminnar, engir knettir til, allt í kalda koli. Aðalátak stjórnarinnar hlaut fyrst og fremst að beinast að því, að gera tilraun til að endurreisa fjárhaginn, en hér var við ramman reip að draga. Hlutaveltur hafa löngum verið ein aðaltekjulind íþrótta- félaganna í bænum. Á þessum árum voru hlutaveltur að mestu bannfærðar í bænum og mjög erfitt að fá leyfi til að halda þær. Sum félög reyndu að halda hlutaveltu á Þormóðsstöðum, sem þá var ekki í bæjarland- inu, en ekki tókst Fram að halda hlutaveltu þar. Þá var það ráð tekið að halda hluta- veltu á Álafossi 1. desember, en hún gaf ekkert, í aðra hönd, því veður hamlaði að- sókn. Hlutirnir voru þá fluttir aftur til bæjar- ins og nokkru seinna fékkst leyfi til að halda hlutaveltu í bænum í sameiningu við Víking, sem þrátt fyrir slæmt veður gaf nokkuð í aðra hönd. Og með þessu tekjum hófst sum- arstarfið 1929. Það sumar tók félagið þátt í mótum í öllum aldursflokkum. I 1. flokki voru aðeins 2 menn úr gamla liðinu, sem vann Islands- bikarinn 1925, þeir Brynjólfur Jóhannesson og Jón Sigurðsson. Hann lék með flokknum alltaf er hann var á landi hér í 10 ár eða frá 1924—’34 og tengdi þannig saman glæsi- 8 FRAMBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Framblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.