Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 32

Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 32
mannaeyjaför, sem líka var í alla staði vel heppnuð. Að lokum vil ég svo fá að bæta við, þótt ég sé nú búinn að segja allt of mikið, og því miður mest um sjálfan mig, svo lesand- inn fer að hugsa sem svo: — Nú, er hann orðinn þetta gamall; ekkert nema karlagrobb. Já, en það var aðeins þetta: Eg hef alla tíð verið heilsuhraustur og þakka ég það m. a. íþróttunum. Ég hef eignast, og á enn marga ágæta vini og kunningja rneðal knattspyrnu- manna og þakka ég það starfi mínu í okkar ágæta fimmtuga félagi, Fram. Því vil ég ljúka máli mínu með ósk um bjarta og gifturíka framtíð félagi okkar til handa; það dafni og blómgist og vinni marga sigra næstu 50 ár! Þetta samtal við Brynjólf gat ekki orðið lengra að þessu sinni, því að hann þurfti að mæta í leikhúsinu á réttum tíma. Kormákr. (Axel Sigurðsson) Margan knáan drenginn fékk ég úr Pólunum ... Hver voru fyrstu kynni þín af knattspyrnu- íþróttinni? spurði ég Guðmund Halldórsson. Við Njálsgötuna, þar sem ég bjó, var mikill áhugi fyrir knattspyrnu. Notaður hver auður blettur. Aðallega var þó verið á gömlu ösku- haugunum, þar sem nú er Heilsuverndarstöðin. Hvenær gerðst þú félagi í Fram? Það mun hafa verið nálægt 1919. Mér varð gengið suður á gamla íþróttavöllinn við Hring- braut. Fram var þá þar á æfingu. Bað ég um að fá að vera með. Fékk það og hef síðan ver- ið í Fram. Þú sinnir fyrst í stað eingöngu iðkun knatt- spyrnunnar, en snýrð þér ekki fyrr en síðar að félagsmálunum? Það má segja, að ég sé óslitið í kappliðinu frá því 1919 fram undir 1930. Endurminning- arnar eru margar, einkum vil ég þó minnast góðrar samheldni og félagsanda, jafnt í blíðu sem stríðu. Um 1927 er Fram komið niður í mikinn öldudal. Félagslíf allt, fundir jafnt sem æfingar liggja að mestu niðri. Tókst mér þá að hefja vakningu meðal unglinga, aðallega í næsta nágrenni Njálsgötunnar. Og margan knáan drenginn fékk ég úr Pólunum. Þú stjórnaðir æfingum sjálfur? Já, ég stjórnaði öllum æfingum sjálfur og lagði til knetti, því að enginn var félagssjóður- inn. Annaðist ég og allan undirbúning æfing- anna sjálfur. Síðar barst mér ómetanleg hjálp bræðranna Kjartans Þorvarðssonar og Ólafs Kalstað Þorvarðssonar. Sátum við um langt árabil saman í stjórn félagsins. Um alla sam- vinnu við þá bræður leikur blær kærra endur- minninga. Annaðist Kjartan t. d. allar bréfa- skriftir fyrir okkur og færði fundargerðarbæk- ur, því að allir stjórnarfundir voru haldnir heima hjá honum. En eins og kunnugt er var hann lengi rúmfastur, en sinnti engu að síður stjórnarstörfum, oft þó sársjúkur. Um störf Ólafs er fleirum kunnugt, enda í fersku minni, því að hann vann um langt árabil af sínum eldlega áhuga, sem form. félagsins og þjálfari. Þú gafst ekki kost á þér sem formannsefni um þetta leyti? Nei, ég átti þó lengi sæti í stjórninni og gegndi formennsku í forföllum Ólafs K. Þor- varðssonar, meðan hann dvaldist við nám er- lendis. Hefi ég síðan gegnt formannsstörfum tvisvar sinnum fram til ársins 1947. Gjaldkerastörfin, voru þau ekki erfið á þess- um tíma? Fjárhagurinn var lengst af mjög erfiður. Félagsgjöld innheimtust ekki og tekjur af mót- um þekktust ekki. Allt var því undir öðrum tekjum komið. Aðallega voru það hlutaveltur og þ. u. 1. sem gaf arð. A tímabili voru hluta- 30 i'KAMBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Framblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.