Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 41
þessu, að það væri mun sterkara, en þau sem
við höfðum áður leikið gegn og þyrfti okkur
ekki að koma á óvart, þótt við töpuðum
með svona 6:1. Um hádegið stytti upp og
þegar leikurinn hófst kl. 4, var komið ágætt
leikveður, þurrt en sólarlaust og var völlur-
inn hinn prýðilegasti. Eins og kunnugt er,
lyktaði leiknum á annan veg en spáð hafði
verið, eða sigri okkar 4:2. Leikurinn var frá
upphafi rnjög spennandi og hraður og vel leik-
inn framan af, en þegar á síðari hálfleik leið,
harðnaði leikurinn mjög og var á öllu auðséð,
að þar spilaði Kölnarliðið xít síðustu tromp-
unum, svo að þeim mætti takast að sigra, en á
okkar mönnum var engan bilbug að finna og
var hvergi gefið eftir, en leikið af fullum
krafti til leiksloka. í hófinu, sem okkur var
haldið um kvöldið, rómuðu Þjóðverjar mjög
frammistöðu okkar og töldu að Framliðið hefði
komið þeim mjög á óvart með getu sinni.
Kvöldið var hið ánægjulegasta og þessi dagur
sannarlegur sólskinsdagur í minningu okkar
Framara, ekki sízt þeirra, sem einnig voru
þátttakendur í ferðinni 1951.
Næsta dag var haldið snemma morguns
frá Köln og komið til Iíamborgar rétt eftir
miðjan dag í sólskinsskapi, og bar þar tvennt
til, bæði hið góða gengi, sem við höfðum haft
í ferðinni og einnig tilhlökkunar yfir því, sem
í vændum var: Hamborg beið okkar með all-
an sinn glaum og gleði.
Föstudaginn 28. ágúst bauð íslandsvina-
félagið í Hamborg okkur í hringferð um borg-
ina og var það vel þegið. Veður var mjög
fagurt, sólskin og hiti. Nutum við dagsins hið
bezta og komumst við að raun um, að þótt
hin rómaða næturfegurð Hamborgar væri
mikil, þá var þessi dagur engu ánægjuminni.
Laugardagurinn 29. ágúst rann upp og
skyldi þá haldið heim. Dauða sinn fær engin
umflúið og svo er um kveðjustundina einnig.
Hræddur er ég um að margur hafi kvatt
Hamborg að þessu sinni með trega, en strengt
þess jafnframt heit að heimsækja hana aftur.
Hinn ágæti sendiherra okkar í Þýzkalandi,
hr. Vilhjálmur Finsen, hélt okkur ágæta skiln-
aðarveizlu í flugvallarhótelinu í Hamborg, um
morguninn áður en lagt var upp heim. Kvaddi
hann okkur þar með mjög skemmtilegri ræðu.
Heim til Reykjavíkur komum við síðan
seint um kvöldið.
Þátttakendur í þessari eftirminnilegu för
voru þessir: Magnús Jónsson, Halldór G. Lúð-
víksson, Karl Guðmundsson, Guðmundur
Guðmundsson, Haukur Bjarnason, Birgir
Andrésson, Hilmar Ólafsson, Reynir Karls-
son, Sæmundur Gíslason, Dagbjartur Gríms-
son, Guðmundur Jónsson, Carl Bergmann og
Óskar Sigurbergsson. Einnig sýndu eftirtaldir
menn, félaginu þann heiður og hjálp, sem
var okkur mjög þýðingarmikil og mikils virði,
að fara með okkur í þessa för: Bjarni
Guðnason úr Víking og Akurnesingarnir Guð-
jón Finnbogason, Ríkharður Jónsson og Þórð-
ur Þórðarson, og þökkum við það sérstaklega.
Fararstjórar voru Gísli Sigurbjörnsson,
Ragnar Lárusson og Sigurbergur Elísson.
För þessi var öll hin skemmtilegasta og jók
mjög á ánægjuna hinn góði knattspyrnu-
legi árangur. Aður en ég lýk þessari sundur-
lausu frásögn vil ég nota tækifærið og þakka
þátttakendum öllum fyrir mjög ánægjulegar
samverustundir, og einkum fararstjórunum
þremur fyrir mjög röggsamlega og lipra farar-
stjórn.
Sœmundur Gislason .
FRAMBLAÐIÐ 39