Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 31
íiskverkun, og mun hafa setzt að á Spáni sem
fiskkaupmaður. Ekki tókst okkur að halda
lengi í hann og vorum því í hálfgerðu hraki
með markmann síðari hluta sumars.
Nú, svo voru fleiri, sem tóku þátt í kapp-
leikjum okkar þetta sumar, t. d. þeir Olafur
Magnússon, ljósmyndari og Otto B. Arnar.
Sumarið 1915 er mér minnisstætt, vegna
þess að við unnum marga sigra, og meðal
annars til eignar fagran grip, sem var útskor-
ið horn á fæti, og mun það enn vera einn af
þeim dýrmætu gripum, sem nú prýða félags-
heimili Frarn. En það voru ekki bara sigrarnir
einir, sem festust í huga mér, heldur hinn
góði félagsandi, vinátta og samheldni allra á
knattspyrnuvellinum og utan hans, er var til
fyrirmyndar öðrum.
— Varstu svo næstu ár í kappliði Fram?
— Nei, árin 1916, 17 og 18 var ég ýmist
á ísafirði eða í Kaupmannahöfn. Þar sá ég
rnarga góða kappleiki. En svo árið 1919—20
var ég hér og lék þá mikið með Fram. Frá
sumrinu 1919 er mér einna minnisstæðust
heimsókn Akademisk Boldklub frá Kaup-
mannahöfn, og á ég frá þeim tíma, enn í dag,
nokkra góða vini í .Danmörku, svo sem þá
Leo Frederiksen, sem nú er forseti danska
íþróttasambandsins og Ebbe Swartz, en hann
er formaður D. B. U.
Þetta mun hafa verið fyrsta heimsókn er-
lends kappliðs til íslands og því ekki óeðli-
legt, að maður muni hana. Þá var í fyrsta
sinn tekin kvikmynd hér af kappleik, en það
gerði Petersen í Gamla Bíó, af kappleik milli
Fram og A.B. Sá leikur var háður á sunnu-
degi, í glampandi sól og logni. Um haustið
sá maður svo þessa mynd í Gamla Bíó og
þótti gaman að. þó að hún væri ekki vel
skýr.
— Hvernig var svo næsta ár?
— Ég var mesta flökkukind á þessum ár-
um, fór nú aftur til Isafjarðar; þangað hafði
þá aldrei komið utanbæjarkapplið, og gerði
ég því tilraun til að fá Fram í heimsókn, en
fjárhagsins vegna var það ekki hægt. Knatt-
spyrnufélagið Víkingur var þá eitthvað fjár-
sterkara og sömdum við Axel Andrésson um.
að þeir kæmu vestur 1921. Arið eftir, eða
sumarið 1922, tókst mér svo að ná í Fram
vestur. Báðar þessar heimsóknir settu mikið
fjör í ísfirzka knattspyrnu, og mér er óhætt að
fullyrða, að allir þátttakendurnir reykvíksku
voru mjög ánægðir með ferðalagið og mót-
tökurnar vestra. — Þessar heimsóknir munu
hafa verið með þeirn fyrstu, sem farnar voru
út á land, og þóttu því meiri viðburður þá,
en nú orðið.
— Hvenær komstu svo aftur til Reykjavík-
ur?
— Það var árið 1923 og þá tók ég auð-
vitað strax til starfa með Fram. Ég var 40
ára, þegar ég lék minn síðasta leik. Það eru
um 22 ár síðan, lagsmaður.
Ég hef nokkrum sinnum sparkað knetti
síðan, bæði með bankamönnum og leikurum,
en nú er útilok-að, að ég geri meir af slíkum
íþróttum, þótt ég feginn vildi.
— Geturðu sagt mér nokkuð sérstakt um
síðustu ár þín á leikvellinum?
— Já, blessaður vertu, það er af mörgu að
taka, en ég hef bara ekki tíma til þess, það
yrði allt of langt mál.
Ég vil þó bæta einu mjög minnistæðu hér
við. Mér var falið það heiðursembætti árið
1939, að vera fararstjóri Fram í ferðalagi til
Danmerkur, en okkur var boðið að senda lið í
tilefni 50 ára afmælis D.B.U.
Þetta var eitt með allra skemmtilegustu
ferðalögum, sem ég hef farið um æfina. Við-
tökur allar voru svo framúrskarandi góðar,
að þær gleymast ekki. Drengirnir, sem með
voru í þessari ferð, voru allir prýðilegir leik-
menn og ágætir ferðafélagar, og hvar sem
komið var Fram til hins mesta sóma. Kapp-
leikir voru háðir í Odense, Sorö, Tönner og á
Bornholm, og unnum við þrjá, en gerðum jafn-
tefli í Odense. Þetta var glæsilegt ferðalag.
Áður hafði ég verið fararstjóri Fram í Vest-
FRAMBLAÐIÐ 20