Framblaðið - 01.02.1958, Side 18

Framblaðið - 01.02.1958, Side 18
Islandsmeistarar IV. fl. 1955. Fremri röð frá v.: Georg Olafs- son, Asgeir Sigurðsson, Gunnar Jónsson, Birgir Sumarliðason, Ragnar Oskarsson, Stefán Stefánsson. Aftari röð frá v.: Hallur Jónsson, þjálfari, Guð- mundur Olafsson, Sigurður Halldórsson, Einar Guðmunds- son. Ami W. Magnússon, Hrannar Haraldsson, Þorgeir Liiðvíksson, Olafur Halldórsson, Kristján Oskarsson, Sveinn Bagnarsson, form. knattspymu- nefndar. Fram vann 11 mót en lakastur 1954 og vannst aðeins 1 mót Æfingar hafa aldrei í sögu félagsins verið jafnvel stundaðar, enda svo komið að tvískipta hefur orðið æfingum í öllum yngri flokkum félagsins. Þjálfarar félagsins hafa allir verið félags- menn. Þjálfarar eldri flokka félagsins hafa verið Karl Guðmundsson, Haukur Bjarnason og Reynir Karlsson. Auk þeirra hafa þjálfað hjá yngri flokkum félagsins Hallur Jónsson, Guðmundur Jónsson og Hilmar Olafsson. Hafa þeir allir rækt störf sín með stakri prýði og stendur félagið í mikilli þakkarskuld við þá, enda hefur árangur af starfi þeirra verið góður. Skal nú gefið lauslegt yfirlit yfir frammi- stöðu einstakra flokka. Meistaraflokkur vann haustmótið 1956 og Reykjavíkurmót og haustmót 1957. Þeir urðu nr. 2 í íslandsmóti 1957, töpuðu fyrir Akur- nesingum í úrslitaleik með 2:1. I. flokkur vann Reykjavíkur- og haustmót 1953, haustmótið 1956 og miðsumarsmótið 1957. II. flokkur vann Reykjavíkurmót 1953, Is- landsmótið 1955 og íslands- og haustmót 1956. III. flokkur A vann Islandsmótið, Reykja- víkur- og haustmótið 1953, og haustmótið 1954. III. flokkur B vann Reykjavíkurmót 1954 og Reykjavíkur- og miðsumarsmót 1957. IV. flokkur A hefur unnið íslandsmótið 1955, 1956 og 1957, Reykjavíkur- og haust- mótið 1957 og haustmót 1955. IV. flokkur B hefur unnið haustmótið 1955, 1956 og 1957, Reykjavíkurmótið 1956 og 1957, og miðsumarsmótið 1957. Einn tryggasti og bezti starfskraftur Fram síðustu 20 ár, Gunnar Nielsen, fór af landi brott á síðasta ári og gaf hann Fram bikar, sem veita bæri því knatt- spyrnufélagi í Reykjavík, sem hagstæðasta heildarút- komu fengi sumarið 1957. Gunnari var jafnframt sýndur lítill þakklætis- vottur fyrir hans ómetanlegu störf í þágu félagsins. Er það von allra Framara, að Fram megi sem fyrst endurheimta þennan félaga til starfa. Fram vann bikarinn til eignar með yfir- burðum. Skiptust stigin þannig milli félaga: 16 FRAMBLAÐIÐ

x

Framblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.