Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 39
Þýzkalandsför Fram 1953
Fimmtudagurinn 13. ágúst rann upp, bjart-
ur og fagur. Þegar leið að hádegi tíndust
nokkrir Framarar og skyldulið þeirra út á
Reykjavíkurflugvöll, þangað sem flugvélar
Loftleiða h.f. eru afgreiddar. Hópur þessi, það
er að segja Framararnir, ætluðu sem sé að
taka sér far til Þýzkalands með einni af flug-
vélum félagsins og skyldi ferðinni heitið suður
til hinna sólheitu og fögru héraða á bökkum
Rínar. Ferðin var farin í boði Knattspyrnu-
sambands Rínlendinga. Hafði Gísli Sigur-
björnsson forgöngu um ferð þessa ,eins og önn-
ur samskipti Fram við Þjóðverja. Eftir að við
höfðum móttekið óskir félaga og vina um far-
arheill, var lagt af stað kl. 13,15. Á leiðinni
kom flugvélin við í Stavangri og Kaupmanna-
höfn og komum við til Hamborgar á miðnætti.
Er til Hamborgar kom var tekið á móti
okkur af knattspyrnusambandi staðarins og
við fluttir til gistingar í stórt og nýtízkulegt
hótel, „Haus der Sports“ og er það að öðrum
þræði félagsheimili og samkomustaður íþrótta-
hreyfingarinnar í Hamborg. Þarna beið okk-
ar á borðum mikill og góður matur og gerðum
við honum hin beztu skil áður en við tókum
á okkur náðir. Morguninn eftir vorum við
vaktir kl. 5,15 og eftir að hafa snætt morgun-
verð ókum við til aðaljárnbrautarstöðvarinn-
ar, sem var drjúgan spöl frá. Til Kölnar kom-
um við kl. þrjú og var skipt þar um lest og
komum við til Koblenz kl. rúmlega hálf sex um
kvöldið. Á aðaljárnbrautarstöðinni tóku á
móti okkur margir af forystumönnum Knatt-
spvrnusambands Rínlendinga, þar á meðal for-
maðurinn Dr. Menninger, hinn óviðjafnan-
legi unglingaleiðtogi Dr. Erbaeh, vinur okkar,
Staudt, Frost, Gauchel, Oden og mörg flciri
kunnugleg andlit fögnuðu okkur. í Koblenz
er aðsetur knattspyrnusambandsins og þar
var okkur ætlaður dvalarstaður í íþróttaskóla
þess. Skólinn er í útjaðri borgarinnar í mjög
fögru og kyrrlátu umhverfi og dásamleg
íþróttasvæði steinsnar frá. Þarna gátum við
dvalizt við æfingar við hin ákjósanlegustu
skilyrði.
Nokkrir af þátttakendum í ferðinni höfðu
farið með íslenzka landsliðinu til Noregs og
leikið gegn Norðmönnum í Bergen. Þeir voru
væntanlegir með flugvél til Frankfurt næsta
dag og fór Gísli Sigurbjörnsson þangað til
móts við þá, þeim til aðstoðar og leiðsögu.
Þeir komu til Koblenz um kvöldið, eftir mjög
lýjandi ferð, því að þennan dag var hitinn
óskaplegur, 36° C í skugga.
Fyrsti kappleikurinn fór fram næsta dag,
sunnudaginn 16. ágúst kl. hálf fjögur í Zimm-
ern, sem er um tveggja tíma akstur frá Kob-
lenz. Lékum við gegn úrvalsliði frá Efri-Rín.
Veðrið var ágætt þennan dag, ekki nærri því
eins heitt og dagana áður. Nóttina áður og
um morguninn hafði rignt töluvert og var
völlurinn nokkuð blautur. Þarna var leikið á
mjög sæmilegum malarvelli. Við byrjuðum
leikinn ágætlega og skoruðum á fjórðu mín-
útu. Við vorum fyrstu 15 mín. í stöðugri
sókn. Þegar 30 mín. voru liðnar á leiktímann,
skoruðu Þjóðverjarnir og bættu tveimur mörk-
um við skömmu síðar. Síðari hálfleikur hófst
með sókn Þjóðverjanna og voru þeir mjög
ágengir við mark okkar. Léku þeir mjög vel
og hratt og þegar 20 mín. voru liðnar af síð-
ari hálfleik, höfðu þeir skorað þrisvar. Þegar
10 mín. voru til leiksloka, kom annað mark
okkar. Lauk leiknum þannig með sigri þeirra
FRAMBLAÐIÐ 37