Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 42

Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 42
Litið til baka — um 3000 mílur og nokkur ár Á þessum tímamótum Fram stanzar maður og lítur til baka. Fimmtíu ár eru liðin síðan nokkrir ungir menn hófu starfsemi þessa í þeim tilgangi að þreyta knattspyrnu við Fót- boltafélag Reykjavíkur (KR). Ég býst ekki við því, að þeir hafi gert sér ljóst, hve umfangsmikið starf þeir voru að hefja, né hve snar þáttur í uppeldisstarfi þjóð- arinnar það átti eftir að verða. Yil ég nota þetta tækifæri og færa þeim beztu þakkir fyrir brautryðjendastarfið. Endurminningar mínar sem eins af mörg- um starfskröftum, er þátt eiga í því, að Fram hefur náð þessum tímamótum, hefjast á ár- inu 1929. Ég gekk kvöld eitt suður á íþrótta- völl, nýfluttur tii Reykjavíkur. Hittist svo á, að Framarar voru þar á æfingu. Ég stóð þarna og horfði á heldur fámennan hóp hraustlegra unglinga undirbúa sig til baráttu við hin félögin, sem á þessum tíma voru Fram talsvert ofurefli. Guðmundur Halldórs- son kom þá til mín og bauð mér að æfa með. Ég svaraði með því að fara úr jakkanum og bretta upp buxnaskálmarnar og þar með hófst 20 ára starf mitt, sem ein taug í þessu fimm- tíu ára starfi Fram. Fyrsta staða mín í liði Fram var staða bakvarðar og stóð ég þar við hlið Ólafs heit- ins Kalstað, sem var stoð og stytta liðsins. Sumarið eftir var ég fluttur eitt skref aftur á bak, í markið. Skipaði ég nú eina ábyrgðar- mestu stöðu liðsins og undi hag mínum vel með ágætismenn fyrir framan mig. En stund- um reyndist bilið milli marksúlnanna of langt. Það sem veitti mér mesta ánægju þau níu ár, sem ég var markvörður og við köllum „viðreisnartímabilið“ var, að mörkunum fækk- aði með ári hverju og árið eftir að ég hætti vinnur Fram Islandsmótið (íslandsmeistara- titilinn) eftir 13 ára strit. Þessi ár verða mér ávallt minnistæð og er ég þakklátur forsjóninni fyrir, að mér gafst tækifæri til iðkunar heilbrigðra íþrótta með svo góðum vinum, sem síðar sýndu mér það traust að trúa mér fyrir forustu félagsins, fyrst sem þjálfara meistaraflokks og síðar sem for- manns á árunum 1944—1948. Þá fyrst fann ég, hve mikið og óeigingjarnt starf fyrirrenn- arar mínir í forustu félagsins höfðu unnið til þess að þeir yngri gætu áhyggjulaust iðkað Akureyrarferð 19S\ 40 FRAMBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Framblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Tengja á þetta tölublað: 8. tölublað (01.02.1958)
https://timarit.is/issue/409189

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8. tölublað (01.02.1958)

Aðgerðir: