Framblaðið - 01.02.1958, Side 42

Framblaðið - 01.02.1958, Side 42
Litið til baka — um 3000 mílur og nokkur ár Á þessum tímamótum Fram stanzar maður og lítur til baka. Fimmtíu ár eru liðin síðan nokkrir ungir menn hófu starfsemi þessa í þeim tilgangi að þreyta knattspyrnu við Fót- boltafélag Reykjavíkur (KR). Ég býst ekki við því, að þeir hafi gert sér ljóst, hve umfangsmikið starf þeir voru að hefja, né hve snar þáttur í uppeldisstarfi þjóð- arinnar það átti eftir að verða. Yil ég nota þetta tækifæri og færa þeim beztu þakkir fyrir brautryðjendastarfið. Endurminningar mínar sem eins af mörg- um starfskröftum, er þátt eiga í því, að Fram hefur náð þessum tímamótum, hefjast á ár- inu 1929. Ég gekk kvöld eitt suður á íþrótta- völl, nýfluttur tii Reykjavíkur. Hittist svo á, að Framarar voru þar á æfingu. Ég stóð þarna og horfði á heldur fámennan hóp hraustlegra unglinga undirbúa sig til baráttu við hin félögin, sem á þessum tíma voru Fram talsvert ofurefli. Guðmundur Halldórs- son kom þá til mín og bauð mér að æfa með. Ég svaraði með því að fara úr jakkanum og bretta upp buxnaskálmarnar og þar með hófst 20 ára starf mitt, sem ein taug í þessu fimm- tíu ára starfi Fram. Fyrsta staða mín í liði Fram var staða bakvarðar og stóð ég þar við hlið Ólafs heit- ins Kalstað, sem var stoð og stytta liðsins. Sumarið eftir var ég fluttur eitt skref aftur á bak, í markið. Skipaði ég nú eina ábyrgðar- mestu stöðu liðsins og undi hag mínum vel með ágætismenn fyrir framan mig. En stund- um reyndist bilið milli marksúlnanna of langt. Það sem veitti mér mesta ánægju þau níu ár, sem ég var markvörður og við köllum „viðreisnartímabilið“ var, að mörkunum fækk- aði með ári hverju og árið eftir að ég hætti vinnur Fram Islandsmótið (íslandsmeistara- titilinn) eftir 13 ára strit. Þessi ár verða mér ávallt minnistæð og er ég þakklátur forsjóninni fyrir, að mér gafst tækifæri til iðkunar heilbrigðra íþrótta með svo góðum vinum, sem síðar sýndu mér það traust að trúa mér fyrir forustu félagsins, fyrst sem þjálfara meistaraflokks og síðar sem for- manns á árunum 1944—1948. Þá fyrst fann ég, hve mikið og óeigingjarnt starf fyrirrenn- arar mínir í forustu félagsins höfðu unnið til þess að þeir yngri gætu áhyggjulaust iðkað Akureyrarferð 19S\ 40 FRAMBLAÐIÐ

x

Framblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.