Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 4
1908 - FRAM - 1958
1908 - 1926
Það hefur víst löngum tíðkazt hér í bæ,
að strákar í ákveðnum bæjarhverfum og á
líku reki héldu hóp og léku sér saman.
Þeir voru að jafnaði baldnir og fyrirferðar-
miklir. Fullorðna fólkið kallaði þá götustráka.
Til eins slíks hóps má rekja stofnun Knatt-
spyrnutelagsins Fram.
Þessir strákar áttu flestir heima í mið-
bænum og í grennd við hann. Þó að mið-
bærinn sé enn í öllu verulegu með sama
sniði sem þá, er þó að einu leyti mikil breyt-
ing á orðin. Þá var íbúð í hverju húsi að
kalla og margir krakkar uxu þar upp. Við
þennan miðbæjarkjarna bættust svo ýmsir
skólafélagar úr næstu hverfum.
A þessum árum, þ. e. fram að fyrri heims-
styrjöld, mátti heita, að bærinn væri einn
samfelldur leikvöllur. Fjaran var ekki sízt;
það voru víst ekki margir dagar, sem strákar
blotnuðu ekki í fæturna. Tún um allan bæ og
opin svæði önnur, Tjörnin og Melarnir. Loks
voru göturnar, og raunar aðalleikvangurinn.
Þá var enginn bíll og fá reiðhjól.
Leikir voru margvíslegir; þönglastríð í fjör-
unni, gengið á stultum, skoppað gjörðum,
útilegumannaleikur, feluleikur, síðastaleikur,
að hverfa fyrir horn og loks boltaleikur og
að kasta bolta á þak eða í vegg. Það hét
„strik og sto“. Svo var klink og stikk og
fleira.
En suður á Melum voru eldri strákar og
ungir menn að sparka bolta. Oft var labbað
suður eftir og horft með undrun og aðdáun
á þennan nýstárlega leik. Það var ekkert. und-
anfæri, þetta varð að reyna, og svo var ákveð-
ið að stofna félag.
Félagið okkar hét Fótboltafélagið Kári,
stofnað 1. maí 1908. Svo er skrifað skýrum
stöfum á titilblaði fyrstu fundarbókarinnar.
Það er býsna merkileg bók, það er fyrir þá,
sem lifa upp skemmtilegustu ár ævinnar við
að blaða í henni. Nafni félagsins var breytt
á næsta ári.
Fyrstu merkisatburðirnir í sögu félagsins
urðu árið 1911. Þá gerðist tvennt í sama
mánuðinum: tekinn í notkun íþróttavöllur
suður á Melum og viku síðar hófst fyrsta
íþróttamót.ið fyrir allt land á aldarafmæli
Jóns Sigurðssonar. Ungmennafélag íslands
hélt mótið, en íþróttasambandið var þá ekki
til.
Sunnudaginn 11. júní var völlurinn vígður
með ræðuhöldum og íþróttum. Þá var félagið
beðið að taka þátt í hátíðahöldunum með
kappleik við Fótboltafélag Reykjavíkur (eins
og það hét þá). Þetta þótti mikið í ráðizt,
því að aldursmunur var mikill á liðunum.
Framliðið í 2. flokki og sumir í 3. fl., eftir
því sem nú er talið. Þetta fór þó betur en til
2 FRAMBLAÐIÐ