Framblaðið - 01.02.1958, Síða 4

Framblaðið - 01.02.1958, Síða 4
1908 - FRAM - 1958 1908 - 1926 Það hefur víst löngum tíðkazt hér í bæ, að strákar í ákveðnum bæjarhverfum og á líku reki héldu hóp og léku sér saman. Þeir voru að jafnaði baldnir og fyrirferðar- miklir. Fullorðna fólkið kallaði þá götustráka. Til eins slíks hóps má rekja stofnun Knatt- spyrnutelagsins Fram. Þessir strákar áttu flestir heima í mið- bænum og í grennd við hann. Þó að mið- bærinn sé enn í öllu verulegu með sama sniði sem þá, er þó að einu leyti mikil breyt- ing á orðin. Þá var íbúð í hverju húsi að kalla og margir krakkar uxu þar upp. Við þennan miðbæjarkjarna bættust svo ýmsir skólafélagar úr næstu hverfum. A þessum árum, þ. e. fram að fyrri heims- styrjöld, mátti heita, að bærinn væri einn samfelldur leikvöllur. Fjaran var ekki sízt; það voru víst ekki margir dagar, sem strákar blotnuðu ekki í fæturna. Tún um allan bæ og opin svæði önnur, Tjörnin og Melarnir. Loks voru göturnar, og raunar aðalleikvangurinn. Þá var enginn bíll og fá reiðhjól. Leikir voru margvíslegir; þönglastríð í fjör- unni, gengið á stultum, skoppað gjörðum, útilegumannaleikur, feluleikur, síðastaleikur, að hverfa fyrir horn og loks boltaleikur og að kasta bolta á þak eða í vegg. Það hét „strik og sto“. Svo var klink og stikk og fleira. En suður á Melum voru eldri strákar og ungir menn að sparka bolta. Oft var labbað suður eftir og horft með undrun og aðdáun á þennan nýstárlega leik. Það var ekkert. und- anfæri, þetta varð að reyna, og svo var ákveð- ið að stofna félag. Félagið okkar hét Fótboltafélagið Kári, stofnað 1. maí 1908. Svo er skrifað skýrum stöfum á titilblaði fyrstu fundarbókarinnar. Það er býsna merkileg bók, það er fyrir þá, sem lifa upp skemmtilegustu ár ævinnar við að blaða í henni. Nafni félagsins var breytt á næsta ári. Fyrstu merkisatburðirnir í sögu félagsins urðu árið 1911. Þá gerðist tvennt í sama mánuðinum: tekinn í notkun íþróttavöllur suður á Melum og viku síðar hófst fyrsta íþróttamót.ið fyrir allt land á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. Ungmennafélag íslands hélt mótið, en íþróttasambandið var þá ekki til. Sunnudaginn 11. júní var völlurinn vígður með ræðuhöldum og íþróttum. Þá var félagið beðið að taka þátt í hátíðahöldunum með kappleik við Fótboltafélag Reykjavíkur (eins og það hét þá). Þetta þótti mikið í ráðizt, því að aldursmunur var mikill á liðunum. Framliðið í 2. flokki og sumir í 3. fl., eftir því sem nú er talið. Þetta fór þó betur en til 2 FRAMBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Framblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.