Framblaðið - 01.02.1958, Qupperneq 30

Framblaðið - 01.02.1958, Qupperneq 30
Því er erfitt að svara. Sennilega mundi ég tilnefna þá Tryggva Magnússon og Eirík Jóns- son. Það var gaman að hafa Tryggva fvrir aftan sig, hann var svo kátur og fjörugur. Það þurfti ekki annað en gera mark til að hann færi kollhnís eftir vellinum. Brynjólfur Jóhannesson var líka léttur á sér. En það, sem var nú mest um vert, er hin góða samheldni, sem jafnan ríkti hjá okkur í Fram. Vilt þú ekki að lokum gera nokkurn saman- burð á knattspyrnu fyrr og núH F.g tel, að húu hafi verið að mörgu levti skemmtilegri áður. I’á léku t. d. útherjarnir á kantinum og gáfu ágæta knetti fyrir mark- ið og ekki stóð á því, að skotið væri, er menn fengu knöttinn á vítateig. Mér finnst varnar- leikmenn ekki gæta mótherjanna nógu vel. Ég viðurkenni, að leikmenn búa vfir meiri leikni, og stuttar sendingar geta verið góðar í hvass- viðri, en þeir eru hættir að geta skotið á mark. Að svo mæltu kveðjum við Friðþjóf og þökkum viðtalið, um leið og við hljótum að viðurkenna, að framherjar félagsins á hverjum tíma þyrftu að tileinka sér skothörku Frið- þjófs, sem mun einn bezti skotmaður, sem Fram hefur átt. Tlar. Stþ. Núr hann er orðinn gamail .. Ég átti eritidi í ÍJtvegsbanka Islands um daginn og hitti þá að máli, sem oftar, gamlan Framara, sem búinn er að vera bankamaður í 37 ár, leikari í 42 ár og meðlimur Fram í 43 ár. Þetta var Brynjólfur Jóhannesson. Ekki höfðum við lengi átt tal saman, er umræðurnar snerust um 50 ára afmæli Fram. Ég spurði hann, hvort hann væri ekki fáan- legur til að skrifa grein um gamla daga í afmælisrit félagsins. Taldi hann öll tormerki á, að hann fengi nokkurn tíma til þess, því að nóg væri að gera, eins og venjulega. — Ég kem seinna og legg fvrir þig nokkrar spurn- ingar, sagði ég. — Gjörðu svo vel, sagði Brvnjólfur. Fundum okkar bar svo saman nokkru síðar, og hafði hann þá hálftíma frí frá störfum. Ég beið því ekki lengi með fyrstu spurning- una: — Hvenær gerðist þú meðlimur í Fram, Brynjólfur? Hann svaraði hiklaust á þessa leið: — Vor- ið 1915. Ég hafði þá í nokkur ár stundað knattspyrnu, skauta- og skíðaíþróttir á ísa- firði. — Manstu enn. hverjir voru í kappliði með þér þetta sumar? — Já, það man ég vel, enda á ég mynd af okkur. Við. sem spiluðum oftast saman þetta sumar, vorum þessir: Pétur Sigurðsson, Gunnar Halldórsson, Herluf Clausen, Arreboe Clausen, Pétur Hoffmann Magnússon, Tryggvi Magnússon, Geir H. Zöega, Guðmundur Hersir, Gunnar Thorsteinsson, en hann var þá venjulega f.vrir- liði á leikvelli. Hann var bróðir þeirra Sam- úels og Friðþjófs Thorsteinsson, dó ungur, og fannst mér mikið um að missa þann góða dreng úr okkar hópi. Hann var afbragðs knattspyrnumaður, eldsnar og öruggur skot- maður á mark. Tveir markmenn voru þetta sumar, Hauk- ur Thors, en hann fór snemma sumars úr bænum, og þá tók við markmannsstöðunni Norðmaður, er hét Enberg, mesta snyrti- menni, er var hér um tíma að kynna sér salt- 28 FRAMBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Framblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.