Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 43

Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 43
Unnið við vöUinn 19^5 íþróttir. Það er ekki aðeins samstarf og kynni leikmanna á leikvelli, sem gerir áhugamanna- félagsskap sterkan, heldur samstarf leikmanna og forustunnar ásamt óeigingjarnri aðild ann- arra félagsmanna. Það sannaðist, þegar Fram eignaðist knattspyrnuvöll og félagsheimili, að innan Fram ríkti þessi hugsunarháttur og samstarfsvilji. Þetta og vaxandi áhugi félags- manna fyrir íþróttum og fjörlegu félagslífi verður til þess, að Fram rís úr deyfð og verð- ur eitt af sigursælustu félögunum. Þegar hug- urinn reikar um þetta skeið sigursældar og blómlegs félagslífs, kemur fram sú spurning, hvort þessi fjörkippur í félagslífinu hafi ekki fyrst og fremst verið að þakka tilkomu kvenna í félagið. Eflaust er svo. Kvennaflokkurinn var sigursæll um árabil. Var það, og hve allir byrjunarerfiðleikar voru fljótt yfirunnir, því að þakka, að starfskrafta Guðnýjar Þórðard. og Rögnu Böðvarsd. naut við en þær höfðu báðar mikla reynslu í hand- knattleik. Starf þeirra var félaginu ómetan- legt og eiga þær lof skilið fyrir framlag sitt. Þegar Ævar sonur minn kom aftur til Ameríku frá stuttri dvöl í Reykjavík á s. 1. ári, sagðist honum svo frá, að Fram ætti bjarta framtíð fyrir sér, þar sem félagið ætti á að skipa ungum og efnilegum leik- mönnum í öllum aldursflokkum. Þetta hljóm- aði vel í eyrum mér, þar sem það er stað- festing þess, að áfram hefur verið haldið og því heitið, að næsti aldarhelmingur verði með enn meiri glæsibrag en sá, sem nú kveður. Íþróttalíf hér í Ameríku fer að mestu fram í skólum og þar af leiðandi verða leikmenn aðeins virkir meðan á skólagöngu stendur og fá þá góða kennslu og aðbúnað. En að mínum dómi missa þeir það, sem mest er um vert, þar sem þeir komast ekki í kynni við þann félagsanda sem skapast í sambandi við félagslíf áhugamanna. íslendingar eiga þenn- an félagsanda og samstarfsvilja í ríkum mæli. Þó ég hafi ekki nefnt mörg nöfn í þessum hugleiðingum mínurn, hafa þó mörg komið mér til hugar, þar sem margir hafa lagt hönd á plóginn svo Fram auðnaðist að ná þessum merku tímamótum og það með svo mikilli sæmd. Að lokum vil ég nota þetta tækifæri og þakka þeim mörgu félags- og utanfélagsmönn- um, sem ég átti samskipti við til eflingar félagi mínu. Framarar munið það, að svo lengi, sem réttur félagsandi ríkir innan félagsins, er fram- tíðinni borgið. Heill, gæfa og gengi. Fram lifi lengi! Þráinn Sigurðsson Fyrsta œfingin hjá lcvmnaflolcknnm FRAMBLAÐIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Framblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Tengja á þetta tölublað: 8. tölublað (01.02.1958)
https://timarit.is/issue/409189

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8. tölublað (01.02.1958)

Aðgerðir: