Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 5
Frá fyrsta knattspyrnumótinu, 20. júní 1911. Framarar alhvítir, K.R.-ingar með borða um öxl.
Standandi talið frá vinstri: Olafur Rósenkranz, Geir Konráðsson, Kjartan Konráðsson, Ben. G.
Waage, Davíð Olafsson, Pétur Magmisson, Hinrik Thorarensen, Karl G. Magnússon, Guðmundur
bórðarson, Arni Einarsson, Friðþjófur Thorsteinsson, Bjami Ivarsson, Jón Þorsteinsson, Þorsteinn
Jónsson, Kristinn Pétursson, Gunnar Halldórsson, Nieljohnius Olafsson og Magnús Bjömsson.
Fremst: Sigurður 0. Lárusson, Arreboe Clausen, Gunnar Kvaran, Agúst Armann og Axel
Thorsteinsson.
var stofnað, því að ekkert mark var skorað
í leiknum. Það varð að samkomulagi eftir
leikinn, að félögin óskuðu eftir knattspyrnu-
keppni á mótinu, og var það auðsótt. Fram
vann þann leik (2:1)
Þessi úrslit vorurn við sammála um að
þakka Ólafi Itósenkranz umfram alla aðra
menn. Ólafur kenndi leikfimi í menntaskól-
anum, og voru margir nemendur hans í Fram.
Strax eftir stofnun félagsins bauðst Ólafur
til að leiðbeina okkur á æfingum. Hann var
manna kappsamastur, á hverju sem hann
tók, og var harður í horn að taka. Það duld-
ist engum, að Framliðið hafði meira þol, þeg-
ar leið á leikinn. Um haustið kepptu félögin
aftur með nákvæmlega sama árangri.
Eftir þetta þótti sem allir vegir væru færir.
Það var samþykkt að boða til móts fyrir allt
land næsta sumar. Þá hófst Knattspyrnumót
íslands. Félagsmenn skutu saman í bikarinn.
A þessu fyrsta íslandsmóti, 1912, var eitt
utanbæjarfélag, Vestmannaeyingar. Þeir töp-
uðu fyrir K.R., en gáfu leikinn við Fram —
vegna meiðsla, sem flest munu hafa orðið á
síðustu æfingunni heima fyrir. Eftir jafn-
teflisleik sigraði K.R. (3:2)
Nú verður að fara fljótt yfir sögu.
1913. K.R. þótti óréttmætt, að Fram ein-
okaði Islandsmótið, þ. e. hirti allan ágóða
af því, og náðist ekki samkomulag um það.
Fram tilkynnti þátttöku og taldi sig Islands-
meistara, er enginn annar bauð sig fram. En
K.R. tók áskorun<frá Fram. I þeim leik skildu
félögin jöfn, en í nýjum leik vann Fram.
191b. Sama sagan um íslandsmótið,, en
Fram vann leik, sem félögin háðu. Þetta sum-
ar hélt U.M.F.Í. aftur íþróttamót, og vann
Fram í knattspyrnunni (1:0). Fram tók þátt
í öðrum íþróttagreinum og varð næsthæst að
stigum í mótinu, vann t. d. tvöfaldan sigur
í langstökki, sigraði í boðhlaupi, 800 metra
hlaupi og 10 km. hlaupi.
FKAMBLAÐIÐ 3