Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 13
ms, því nú var hægt að leigja hús til innan-
hússæfinga á vetrum og ráða þjálfara til
félagsins.
Þeir unnu vel og dyggilega störf sin og
áttu drjúgan þátt í þeim árangri, er náðist.
J. S.
1940 - 1952
Viðreisnartímabili félagsins lýkur með sigri
Fram í íslandsmótinu 1939. Er þá svo komið,
að Fram er aftur orðið eitt af forystufélögum
knattspyrnunnar.
Tímabilinu 1940—1952, sem er eitt hið sig-
ursælasta og blómlegasta í sögu félagsins, hef-
ur verið ýtarlega lýst í síðustu blöðum félags-
ins, og mun því nú stiklað á stóru. Að öðru
leyti er vísað til síðustu blaða.
A þessu tímabili eru allir knattspyrnuflokk-
ar félagsins fremur jafnir, eins og eftirfarandi
yfirlit sýnir:
Meistaraflokkur vinnur 8 mót, þar af ís-
landsmótið 1946 og 1947, I. flokkur vinnur 5
mót, II. flokkur 6 mót, III. flokkur A 9 mót,
III. flokkur B vinnur annað mótið, sem haklið
er, IV. flokkur vinnur 8 mót.
Þessi góði árangur er ávöxtur hinnar auknu
ræktar, sem félagið leggur nú við yngri flokk-
ana. Sérstaklega skal getið eins manns, Ólafs
Iv. Þorvarðarsonar, sem lagði grundvöllinn að
þjálfun yngstu flokka félagsins. Við, sem vor-
um í 4. flokki í byrjun þessa tímabils, eigum
góðar endurminningar um þennan frábæra
þjálfara og félaga.
Fram til 1940 er saga félagsins eingöngu
bundin knattspyrnu. Arið 1940 verður hér
breyting á. Þá fer fram fyrsta Islandsmótið
í handknattleik og sendi Fram tvo flokka til
keppni, meistaraflokk og 2. flokk. Til þessa
hafði handknattleikur lítið verið stundaður
innan Fram.
Fyrstu árin var félagið ekki sigursælt, enda
íþróttin stunduð sem alger aukaíþrótt knatt-
spyrnumanna. Eftir 1940 og allt til 1945 send-
ir Fram aðeins til keppni lið í meistaraflokki
og I. flokki karla. II. flokkur hefur keppni í
Reykjavíkurmóti 1945 og III. flokkur byrjar
æfingar 1947. Við stofnun þessara flokka verða
Fyrsti IV. flokkurinn 1939.
Fremsta röð frá vinstri. Halldór
Stefánsson, Adam Jóhannsson,
Björn Þorláksson. Miðröð: Carl
Bergmann, Olafur Þórarinsson,
Magnús Agústsson, Kristján
Guðmundsson, Jón Eiúíksson,
Stefán Guðmundsson. Aftari
röð: Guðbjartur Karlsson, Pét-
ur Sigurðsson, Sigurður Amórs-
son, Bragi Sigurðsson, Gísli
Þórðarson og Olafur K. Þor-
varðsson, þjálfari.
FRAMBLAÐIÐ 11