Framblaðið - 01.02.1958, Page 32

Framblaðið - 01.02.1958, Page 32
mannaeyjaför, sem líka var í alla staði vel heppnuð. Að lokum vil ég svo fá að bæta við, þótt ég sé nú búinn að segja allt of mikið, og því miður mest um sjálfan mig, svo lesand- inn fer að hugsa sem svo: — Nú, er hann orðinn þetta gamall; ekkert nema karlagrobb. Já, en það var aðeins þetta: Eg hef alla tíð verið heilsuhraustur og þakka ég það m. a. íþróttunum. Ég hef eignast, og á enn marga ágæta vini og kunningja rneðal knattspyrnu- manna og þakka ég það starfi mínu í okkar ágæta fimmtuga félagi, Fram. Því vil ég ljúka máli mínu með ósk um bjarta og gifturíka framtíð félagi okkar til handa; það dafni og blómgist og vinni marga sigra næstu 50 ár! Þetta samtal við Brynjólf gat ekki orðið lengra að þessu sinni, því að hann þurfti að mæta í leikhúsinu á réttum tíma. Kormákr. (Axel Sigurðsson) Margan knáan drenginn fékk ég úr Pólunum ... Hver voru fyrstu kynni þín af knattspyrnu- íþróttinni? spurði ég Guðmund Halldórsson. Við Njálsgötuna, þar sem ég bjó, var mikill áhugi fyrir knattspyrnu. Notaður hver auður blettur. Aðallega var þó verið á gömlu ösku- haugunum, þar sem nú er Heilsuverndarstöðin. Hvenær gerðst þú félagi í Fram? Það mun hafa verið nálægt 1919. Mér varð gengið suður á gamla íþróttavöllinn við Hring- braut. Fram var þá þar á æfingu. Bað ég um að fá að vera með. Fékk það og hef síðan ver- ið í Fram. Þú sinnir fyrst í stað eingöngu iðkun knatt- spyrnunnar, en snýrð þér ekki fyrr en síðar að félagsmálunum? Það má segja, að ég sé óslitið í kappliðinu frá því 1919 fram undir 1930. Endurminning- arnar eru margar, einkum vil ég þó minnast góðrar samheldni og félagsanda, jafnt í blíðu sem stríðu. Um 1927 er Fram komið niður í mikinn öldudal. Félagslíf allt, fundir jafnt sem æfingar liggja að mestu niðri. Tókst mér þá að hefja vakningu meðal unglinga, aðallega í næsta nágrenni Njálsgötunnar. Og margan knáan drenginn fékk ég úr Pólunum. Þú stjórnaðir æfingum sjálfur? Já, ég stjórnaði öllum æfingum sjálfur og lagði til knetti, því að enginn var félagssjóður- inn. Annaðist ég og allan undirbúning æfing- anna sjálfur. Síðar barst mér ómetanleg hjálp bræðranna Kjartans Þorvarðssonar og Ólafs Kalstað Þorvarðssonar. Sátum við um langt árabil saman í stjórn félagsins. Um alla sam- vinnu við þá bræður leikur blær kærra endur- minninga. Annaðist Kjartan t. d. allar bréfa- skriftir fyrir okkur og færði fundargerðarbæk- ur, því að allir stjórnarfundir voru haldnir heima hjá honum. En eins og kunnugt er var hann lengi rúmfastur, en sinnti engu að síður stjórnarstörfum, oft þó sársjúkur. Um störf Ólafs er fleirum kunnugt, enda í fersku minni, því að hann vann um langt árabil af sínum eldlega áhuga, sem form. félagsins og þjálfari. Þú gafst ekki kost á þér sem formannsefni um þetta leyti? Nei, ég átti þó lengi sæti í stjórninni og gegndi formennsku í forföllum Ólafs K. Þor- varðssonar, meðan hann dvaldist við nám er- lendis. Hefi ég síðan gegnt formannsstörfum tvisvar sinnum fram til ársins 1947. Gjaldkerastörfin, voru þau ekki erfið á þess- um tíma? Fjárhagurinn var lengst af mjög erfiður. Félagsgjöld innheimtust ekki og tekjur af mót- um þekktust ekki. Allt var því undir öðrum tekjum komið. Aðallega voru það hlutaveltur og þ. u. 1. sem gaf arð. A tímabili voru hluta- 30 i'KAMBLAÐIÐ

x

Framblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.