Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 3

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 3
2. tölublaö Reykjavik, 25. apríl 1950 18. árgangur ÖTGEFANDI: SAMBAND BINDINDISFÉLAGA 1 SKÓLUM Jón Böðvarsson: L m áfengi§bann Ræða, flutt á málfundi S. B. S., 27. marz s.l. I. Mikið hefur verið rætt um áf'engis- inál hér á landi, og tengi Jiafa menn furðað sig á því ástandi, sem ríkir í þeim efnum. Öðru livoru heyrast há- værar raddir, sem heimta tafarlausar aðgerðir til lijálpar ofdrykkjumönnum, en oft og einatt verður lítið úr hávær- ustu siðbótarmönnunum, þegar forvíg- ismenn bindindissamtakanna krefja þá liðveizlu. Engu að síður bendir margt til þess, að betri tímar séu í vændum. Ýmsir, sem áður lögðu steina í götu okkar bindindismanna, hafa nú sýnt í verki, að þeir hafa tekið sinnaskiptum. Þetta er okkur bindindismönnum fagn- aðarefni, og við vonum, að þeim fjölgi, sem vilja grafa fyrir rætur meinsins, vonum, að orsakir þess verði mönn- um ljósar. Þegar það verður, vex bind- indismálinu ört fylgi, því aukin þekk- ing styrkir jafnan þá, sem hafa á réttu að standa. II. Góðir áheyrendur! Hafið þið allir gerhugsað og komizt að raun um, hverj- ar orsakir áfengisvandamálsins eru? Er ykkur öllum nógu ljóst, að ef ekkert áfengi væri til, væri heldur ekk- ert áfengisböl, en meðan áfengi er til, verður ávallt áfengisböl? Þetta er augljóst, en samt hliðra menu sér við að horfast í augu við þessa stað- reynd, þegar þeir taka afstöðu til bind- indismálanna. A hinn bóginn viðurkenna allir fús- lega, að ofdrykkja sé skaðleg, og í orði kveðnu vilja flestir leysa áfengisvanda- málið. En lengra nær samkomulagið ekki. Leiðir skilja, þegar rætt er um, hvernig eigi að ráða bót ó því ástandi, er nú ríkir. I þessu máli, sem öðrum, er þekking manna á staðreyndunum mis- jöfn og menn eru misjafnlega raunhæfir í till. sínum. Menn eru jafnvel ekki sam- mála um, hvað ofdrykkja er. Ég fylgi þeirri skilgreiningu, að „ofdrykkja sé hver sú drykkja, sem tjón hlýzt af eða tjón getur hlolist af“. Rökréttari skýr- ingu á orðinu þekki ég ekki. En nii sný ég mér að því máli, sem hér er til umræðu, áfengisbanninu. Ég ætla að vega og meta kosti og galla þeirrar stefnu, sem flestir raunliæfir bindindismenn fylgja.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.