Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 19

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 19
H V ö T 17 Snorri Ólafsson: HandknaUleik§mót §. B. S. Handknattleiksmót S. B. S. fór fram að Hálogalandi 25. jan. til 1. febr. í mótinu tóku þátt 18 JiS frá 7 skólum. Mótið hófst með því, að nokkur lið, sem tóku þátt í mótinu, gengu inn á völlinn, og Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi setti það með stuttri ræðu. Síð- an hófst keppnin. Of langt mál yrði að lýsa allri keppninni, og ætla ég því að greina stuttlega frá gangi mótsins og úrslitum í einstökum flokkum. í kvenna- flokki tóku þátt 7 lið, og má það kall- ast sæmilegt. Það var útsláttarkeppni. Meistarar varð lið Kvennaskólans og var vel að BÍgrinum komið, vann alla sína leiki, setti 17 mörk, en fékk á sig 4. Liðið sýndi gott spil og markvisst, oft- ast einhver tilgangur í því, en oft vant- aði smiðshöggið, föst og vel miðuð skot, enda flestar stúlkurnar í 2. flokki kvenna, samkvæmt lögum I. S. 1. Vörnf in var samfelld og lireyfanleg. Auðséð var, að liðið var vel samæft, og er það meira en liægt er að segja um önnur lið í mótinu. Meistaramir eru: María Jónsdóttir, Nana Gunnarsdóttir, Ása Kristinsdótt- ir, Gyða Gunnarsdóttir, Svana Jörgens- dóttir, Málfríður Guðsteinsdóttir og Asta Ólafsdóttir. Liö Kvennaskólans, sem sigraöi í kvennajlokki. Aftari röö (taliö frá vinstrij: Ásta Ólafsdóttir, Asa Kristinsdóttir, Nana Gunnarsdóttir, Málfríöur Guösteinsdóttir. Fremri röö: GyÖa Gunnars- dóttir, María Jónsdótdr, Svana Jörgensdóttir.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.