Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 6

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 6
4 iði, leggja tálsnöruna, sem ofdrykkju- mennirnir falla í. Hverjir eru þessir menn? Er það sá, sem liggur í rennustein- unum og menn kalla róna? Yiltu líkj- ast þeim manni? Areiðanlega ekki. Hann er ]>ér frénrur til viðvörunar. T‘ú vilt ekki líkjast þessum manni, heldur hinum velmetna lxófsemdarmanni, sem hefur nóga skapfestu til þess að láta staðar numið, þegar liann vill. Hinir virðulegu hófsemdarmenn eru fordæm- ið, tálsnaran. Þeir eiga sök .á ofdrykkj- unni. Hófdrvkkjan er uppspretta of- drykkjunnar. Ef engin hófdrvkkja væri til, væri heldur engin ofdrykkja, en á hinn hóginn verður enginn ofdrykkju- maður, ef hann bragðar ekki áfengi. Fyrirfram getur enginn séð, hver verð- ur ofdrykkjunni að bráð. Þess vegna á enginn að verða hófdrykkjumaður. V. Brátt læt ég staðar numið. Án efa er ég búinn að segja nóg til þess, að margir liér inni stimpli mig ofstækisrhann, óbetranlegan ofstækismann. Að minnsta kosti vona ég, að áhangendur áfengis- tízkunnar segi svo, vona að ræðan sé ekki svo lítils virði, að hún veki ekki gremju þeirra, sem sýktir eru af spillt- mn tíðaranda. Ef hún hefur ekki gert það, liefur hrin algerlega misheppnazt, því liún var samin til að hneyksla þá kærulausti og vekja þá óráðnu til um- hugsunar. Þó veit ég vel, að flestir snúa ekki baki við áfengistízkunni, hvað sem sagt er við þá. Sumir þora ekki að vera bindindismenn af ótta við álit félaga fda slfflílþbiaðfir ■ láta ekki sannfærast af flr ,^ðt*íi ttáfligfflilf íðéítt'iþ'éfetffgjáhmdðftaínuni. h v ö fr eigin augum. Eg ætla ekki að eyða orðum á þá fyrmefndu. Mér er sama hvorum megin hrvggjar þeir liggja. Þeir eru ekki líklegir til að veita góðu máli lið, ef það er óvinsælt. En hinum vil ég segja örstutta sögu. Spartverjar voru vanir að halda eina mikla drvkkjuveizlu árlega. Þeir létu þræla sína drekka sig fulla og syni sína liorfa á, hvernig vínið umbreytti þeim. Þetta var þeirra bmdindisprédik- un. Fetið í fótspor hinna ungu Spart- verja. Lítið á þræla ofdrykkjunnar. Það hlýtur að gera ykkur að bannmönnum. VI. \ ú spyr kannske einhver. Hvað get ég gert til að vinna gegn áfenginu? Er ekki nóg, að ég sé bindindismaður fyrir mig? Svo munu margir hugsa, en það er ekki nóg. Það er að vísu gott, en hjálpar þó aðeins þér sjálfum. En þú ert skyldugur til að hjálpa þeim, sem ekki eru jafnsterkir og þú sjálfur. Þii átt að gæta bróður þíns. Það gerir þú bezt ineð því gerast virkur þátttakandi í starfi bind- indissamtakanna í landinu. Áfengisvandamálið verður ekki leyst, fvrr en allir bindindismenn leggjast á eitt og knýja fram algert áfengisbann. „Áfengiíi svœjir vitund mannsins, eyðileggur sjálfsstjórn hans og eðlilegt athafnalíf líjcum- ans“. George Bernard Shau. „Afengið er /triðja jlokks fæða, annars flokks nautnalyf, en fvrsta flokks eitur“. Dr. Harvey Lutton. Brennivínssulan er krabhamein þjóðfélagsins. Abraham Lincoln.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.