Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 21

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 21
H V Ö T 19 góðum skyttum og mjög góðum mark- manni, en spilið var ekki nógu mark- visst, leikmenn töfðu of lengi með bolt- ann og notuðu línuna allt of lítið. Samt liefði liðið verið vel að meistaratitlin- um komið, ef ekki liefði verið sá ann- marki á, sem áður er getið. Var leitt, að svo fór, sem fór, því að keppendur frá Akranesi höfðu kostað miklu til og áttu erfitt með þátttöku í mót- inu. C-liðið frá Flensborgarskóla var fremur gott, markmaðurinn ágætur. Liðið frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar var einnig sæmilegt. 1 B-liði karla kepptu 4 lið. Lið Menntaskólans sigraði, setti 53 mörk, en fékk á sig 12 og vann alla sína leiki. Það var skipað mjög góðum einstakl- ingum, allir leikmenn meistaraflokks- menn í handknattleik úr vmsum félög- um í Reykjavík. Tel ég hiklaust kvenna- iiðið frá Kvennaskólanum og B-lið Menntaskólans tiltölulega beztu liðin, sem tóku þátt í mótinu. Þó gætti stund- urn of mikillar einstaklingsliyggju, jafn- vel eigingirni, í skotum hjá sumum leik- mönnum í B-liði Menntaskólans. Vörn- in var góð, að úrslitaleiknum við Verzl- unarskólann undanskildum, en þá voru oft miklar gloppur á lienni, enda fékk liðið þá á sig 11 mörk. Markmaður Menntaskólans varði mjög vel. Meist- ararnir eru: Guðm. Georgsson, Axel Einarsson, Rafn Stefánsson, Hörður Felixson, Þorleifur Einarsson, Rúnar Bjarnason, Snorri ólafsson og Ríkarður Kristjánsson. Verzlunarskólaliðið var næst að stiga- tölu. I því voru góðar skyttur, en spilið var fremur óákveðið og vörnin ósam- felld. LiÖ Iðnslcólans, sem sigraði í A-flokki karla. Aftari röi5 (lali'S frá vinstri): Bragi Jónsson, P&lmi Gunnarsson, Kristján Þorsteinsson, Einar Pétursson. Fremri röS: Halldór Lárusson, Stefán Hallgrímsson, Ólafur Ragnarsson.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.