Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 20

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 20
18 H V Ö T I úrslitum við Kvennaskólann var lið Menntaskólans. Það setti 21 mark, fékk á sig 5, en tapaði fyrir Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og Kvennaskólanum. Vörn- in í því liði var sæmileg og skot góð, en spilinu ábótavant í mörgu, tilgang- ur lítill í því og sentringar slæmar. Lið- ið var auðsæilega illa samæft. Gagnfræðaskóli Akraness átti nokk- uð erfiða aðstöðu við að taka þátt í mótinu, en sendi samt 2 lið. Kvemtalið þaðan tapaði tveim fyrstu leikjum sín- um, við Kvennaskólann og Menntaskól- ann og var þá úr keppninni. Leikurinn við Kvennaskólann var mjög skemmti- legur og spennandi. Lið Akraness hafði yfirhöndina framan af leiknum, en í leikslok var jafntefli. í framlengingu vann Kvennaskólinn ineð einu marki yfir. Menntaskólinn vann G. A. aftur á móti með yfirburðum. Nokkrar góðar skyttur voru í Akraness-liðinu, en spilið var lélegt, einkum í leiknum við Mennta- skólann. Hin kvennaliðin voru fremur léleg. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar komst nokkuð langt með liarða, oft næstum grimma vörn. I C-liði karla kepptu 4 lið. Meist- arar varð lið Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Gagnfræðaskóli Akraness vann alla sína leiki, en einn leikmanna reynd- ist of gamall til að mega taka þátt í þessum aldursflokki, og var liðið því dæmt úr mótinu, en Gagnfræðaskóli Austurbæjar, sem var næstur að stiga- tölu, dæmdur sigur. Lið meistaranna var mjög sæmilegt, spilið lipurt og skotin góð. Meistararnir eru: Geir Kristjáns- son, Skúli Kjartansson, Þorbjörn Frið- riksson, Baldvin Þ. Þorsteinsson, Hilmar Þorbjörnsson, Asgeir Magnússon, Pétur Antonsson og Svavar Svavarsson. C-liðið frá Akranesi hafði á að skipa LiS Menntaskólans, sem sigraói í B-flokki karla. Aftari röS (taliS frá vinstri) : Rúnar Rjarnason, HörSur Felixson, Axel Einarsson, Þorleijur Einarsson. Frem ri röS: Rafn Stefánsson, GuSmundur Georgsson, Snorri Ólafsson. A myndina vantar RíkharS Kristjánsson.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.