Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 26

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 26
24 H V Ö T karlar fyrri alda beri þar beinin. Svo er þó ekki. Þessi kirkja tilheyrir tuft- ugustu öldinni, var ftillgerð og vígð í Jesú nafni þ. 1. maí 1932. Þetta er shot- ur kirkja með 30 þús. króna orgeli (fyr- irstríðsverð). Dýrir eru Drottins tóriar, en ötulir þjónar, að geta kríað tugi þúsunda út úr alþýðu þessa bæjar fyr- ir eitt einasta orgel. A bæð nokkurri, skammt fró kirkj- unni, stendur stórhýsi. Þangað stefnir allur skarinn. Mér er sagt, að þetta sé kennaraskóli bæjarins. Skólastjórinn, bár maður, virðulegUr, býður okkur velkomin með stuttri ræðu. Við vitum ýinislegt um bæ þennan að að ræðunni lokinrii: íbúarnir eru 2500 að tölu. Ekki vantar skilvrði til mennt- unar. í þessum 2500 manna bæ eru kennaraskóli, menntaskóli, verzlunar- skóli og gagnfræðaskóli. Kennaraskól- inn tók til starfa 1922. Á stríðsárunum bönnuðu nazistar starfsemi skólans og settu marga kennara af. „Andlegur ábugi er mikill hér í Vo!da“, segir skólastjórinn. „Fimmti bver maður er bindindismaður“. Undir kvöld er ekið út með Auster- fjord í áttina til Örstavíkur. Turnar Voldakirkju bverfa brátt sjónum. Regninu eru slotað. Eftir kvöldmat er okkur stefnt sam- an í samkomusal skólans. Lektor, Haak- on Odd, stjórnandi mótsins, heldur stutta tölu um frekari tilhögun þess. Hver dagur skal befjast með klukku- tíma tungumálakennslu (sprákleksjon). Tilhögun er áformuð á þá leið, að einn fulltrúi frá hverju landi tekur að sér kennslu í tungumáli þjóðar sinnar. Aðr- ir þátttakendur eiga svo að velja þá tungu, sem þá fýsir mest að komast í kynní við. Störfum hvers dags, fyrirlestrum og umræðuin, skal lokið kl. 15, en síðari hlutinri, frá kl. 15, á að notast til ferða- laga ög ýriiiss koriar skemmtana. SJÖBAÐ OG SÖNGSKJÁLFTl Kl. 9 næsta morgun stend ég fyrir frahian stórari bóp væntanlegra nem- eilda minna. íslenzkan bafði því ekki orðið útundaU. Eg beld á blaði með nöfnum þessa fólks. Nú liggrir fyrir mér að troða í það eins mikilli íslenzku og mögulegt er nriðað við tíma. Kennslustundin befst ineð stuttu ávarpi, er ég liamraði sam- an kvöldið áður. Að tímanum loknum fljúga ýmis ein- föld orð, sem notuð eru í daglegri um- gengni á íslandi, meðal nemenda minna. Kl. rúmlega 10 befjast fyrirlestrar og umræður um starfsemi bindindisæsku Norðurlandarina. Fyrirlestrarnir fjalla mjög um, hvernig bezt murii að drepa bindindis- starfsemina úr dróma stríðsáranna. Um nónleytið er störfum lokið. Fulltrúar bafa frjálsar hendur fram til kl. 20, en þá skal liefjast gleðskap- ur mikill í skólanum. Það er beitt í veðri. Skaparinn hef- ur bætt fyrir brot sitt frá deginum áð- ur. Ungur Norðmaður að uafni Harald Flö, einn helzti félagi minn í hópi full- trúa, hefur á orði að fara í sjóbað. Tillögu bans er vel tekið, og undr- ast allir, að hún skyldi ekki vera fyrr fram komin. Án frekari umræðna eru tíndar saman skýlur, hettur og hand- klæði, en síðan er „marsérað“ til sjávar undir forystu Haralds.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.