Hvöt - 01.02.1951, Page 14

Hvöt - 01.02.1951, Page 14
12 H V O T Jón Bö&varsson: STipmynflir nr m stiirnufræðinnar i. Frá örófi alda hafa menn virt fyrir sér stjörnurnar, tekið eftir hreyfing- um þeirra og dreymt um að finna sannleikann um uppruna þeirra og eðli. Margir trúarbragðahöfundar líta á þær sem guðlegar verur, og skáld allra alda hafa dáðst að þessum tindr- andi smáneistum og vegsamað himna- blysin í kvæðum sínum. Hugmyndir einstaklinga og þjóða fyrr á öldum um stjörnumar bera á margan hátt vitni um menningu og liugsunarhátt síns tíma. Þess vegna er fróðlegt að kynna sér, hvar og hvenær núverandi þekking manna á alheiminum varð til og hverj- ir hafa leitt í ljós þær staðreyndir, sem stjörnufræði vorra daga livílir á. Ég mun nú reyna að segja sögu þeirrar fræðigreinar í stórum dráttum og gera síðan stutta grein fyrir hug- myndum núlifandi vísindamanna um alheiminn. II. Menningarþjóðir fornaldarinnar lögðu mikla rækt við stjömufræðina. Fræðimenn þeirra uppgötvuðu margt, sem enn er í fullu gildi, þótt tæki þeirra væru mjög ófullkomin á mæli- kvarða nútímans. Allir vita, að skipt- ing ársins í sólarhringa, mínútur og sekúndur var að mestu grundvölluð í fornöld, og gerðu það Kínverjar, Baby- loníumenn og Egyptar. Þurfti til þess mikla þekkingu á gangi himinhnatta. Ennfremur gátu Kínverjar reiknað út sólmyrkva 2300 ámm f. Kr., þótt ekki þekktu þeir eðli þeirra. En mælingar á gangi himinhnatta vom minni þáttur í stjömurannsókn- um þeirra tíma, en hin svonefnda stjörnuspáfræði eða stjörnuspeki, sem fjallar um áhrif stjarna á mannleg örlög. Stjörnuspekingar töldu sig geta sagt fyrir um lífsferil manna, eftir afstöðu stjarnanna á fæðingarstund þeirra. Töldu þeir líf manna fyrir- fram ákveðið í öllum megindráttum. Slík örlagatrú á sér djúpar rætur í mannlegu eðli og hefur ávallt verið mjög úfbreidd, einkum í Austurlönd- um. Og í Austurlöndum var vagga stjörnuspekinnar, og þaðan barst hún til Vesturlanda. Varð hún brátt mjög vinsæl, og á 14. og 15. öld vom stjömu- spekingar mikils virtir og taldir fræði- menn. Og enn í dag nýtur stjörnu- spekin mikillar hylli almennings, þótt vísindamenn séu henni fráhverfir. En um stjörnuspekina ætla ég ekki að ræða, heldur um hina vísindalegu stjörnufræði, og mun nú ræða nokk- uð um þá þjóð, sem lengst komst í

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.