Hvöt - 01.02.1951, Qupperneq 15
H V Ö T
13
þeirri fræðigrein í fomöld, en það vom
Hellenar, hinir fornu Grikkir.
Trúarbrögð Hellena litu á stjörn-
umar sem guðlegar verur, og til eru
margar goðsagnir um fyrirbæri bim-
insins. Sveinninn Helios var tákn sólar-
innar. Goðafræðin segir, að á hverj-
um degi aki liann í gullnum vagni
afmarkaða braut um himinhvolfið og
beiti fjórum hvítum gæðingum fyrir
vagninn. Systur hans vora Selena, hin
blíðlynda, fagurlokkaða mánagyðja, og
Eos, gyðja morgunroðans. Elskhugi
Eosar var risinn Orion. Hann átti
grimman veiðihund, sem Sirios nefnd-
ist, og elti hann hinar lafhræddu Sjö-
stjörnur um himinhvolfið. Synir henn-
ar voru vindarnir. Pólstjaman kall-
aðist Kynsúa og var fóstra Seifs, hins
mikla goðjöfurs. Margar aðrar fasta-
stjörnur koma við sögu hinnar grísku
goðafræði.
En heimspekingarnir sætta sig ekki
við þessar skýringar. Þeir höfnuðu hin-
um goðfræðilegu kenningum og tóku
að hugsa sjálfir um eðli stjarnanna.
Settu þeir fram mjög merkilegar kenn-
ingar, en tókst ekki að sanna þær.
Og því féllu þær í gleymsku, þegar
hin hellenistíska menning leið undir
lok. En nærri því 2000 árum seinna
voru þær dregnar fram í dagsins birtu
og margar hverjar sannaðar. Þessar
kenningar em svo miklar að vöxtum
og sundurleitar, að ógerningur er að
lýsa þeim í stuttu máli. Ég mun því
láta mér nægja að minnast lítils liátt-
ar á tvo helztu stjörnufræðingana.
Annar þeirra var Pyþagóras. Hann
var uppi á 6. öld f. Kr., og er fræg-
astur fyrir uppgötvanir sínar í stærð-
fræði, en auk þess fann hann tónstig-
ann, og grundvallaði þannig söngfræð-
ina. Pypagóros var sannfærður um,
að tónarnir væru mikils ráðandi í al-
heiminum. Hann hélt því fyrstur fram,
að stjömurnar væru hnettir og jörð-
in reikistjarna, og talar um samheim
hnattanna, sem sé jafn og stöðugur,
dag og nótt. En við heyrum hann ekki
því að liann er óbreytanlegur, en eyru
okkar skynja aðeins það breytilega.
Arictarcos frá Amos var uppi 250
árum síðar. Harni hélt því fram, að
sólin væri þungamiðja alheimsins en
jörðin reikistjarna.
Með þeirri kenningu komst hann
nær sannleikanum en nokkur annar
*
hugsuður fornaldarinnar.
, m.
Á miðöldunum var hinni vísindalegu
stjörnufræði lítill gaumur gefinn, enda
var hún á lágu stigi. Hinn kaþólski
miðaldaheimur gerði engar nýjar upp-
götvanir í þessari fræðigrein. Kenn-
ingar kirkjunnar um alheiminn áttu
ekkert skylt við vísindi. En engu að
síður höfðu þær áhrif á sögu stjörnu-
fræðinnar. Kirkjan var voldugasta
stofnun miðaldanna, og kenningar
hennar um alheiminn vora trúaratriði,
sem ekki mátti hrófla við. Þótti guð-
last að draga í efa það, sem hin svo-
nefnda skólaspeki kenndi um þetta
mál. Hugmyndum miðaldakirkjunnar
um alheiminn er bezt lýst í ritum
Tómasar frá Aquino, sem kaþólska
kirkjan metur mest allra heimspek-
inga. Þykir mér vel hlýða að lýsa
þeim nokkuð.
— Jörðin er miðdepill heimsins, og