Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 16

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 16
14 H V Ö T Jerúsalem er miðdepill jarðarinnar. Umhverfis jörðina eru 10 himnar. Næstir em plánetuhimnarnir sjö, síðan kemur liiminn fastastjarnanna, })á kristalshimininn og loks liinn óhaggan- legi himinninn Guðs, Paradís, aðsetur liinna sáluhólpnu. En hvelvíti er niður í jörðiimi og er í löngun eins og geysistór trekt. Skiptist þar á ískuldi og brennandi hiti og þótti að vonum hinn versti staður. Kenning þessi er hluti af hinni ill- ræmdu skólaspeki miðaldanna. Þótti guðlast að efast um sannleiksgildi hennar. Það, sem stjörnufræðingar sögðu um himinhvolfið, samrýmdist ekki lieimsmynd kirkjunnar, og voru þeir því í litlum metum með kristn- um mönnum. Kirkjan var voldugasta stofnun miðaldanna, og alla villutrú kvað hún niður með liarðri hendi. Var því ekki mikilla uppgötvana að vænta, enda eru miðaldirnar hið myrka skeið í sögu stjörnuvísindanna. Arabar stóðu kristnum mönnum mun framar í þess- ari fræðigrein, sem og í öðrum nátt- úruvísindum. Juku þeir allmikið þekk- ingu manna á reikistjörnum og gerðu umbætur á stjörnufræðilegum tækjum. IV. 1 byrjun nýju aldarinnar tók aftur að rofa til. Menn gátu ekki lengur sætt sig við sannleika, sem var þeim opinberaður í helgum ritum. Þeir tóku að rannsaka lilutina sjálfir, feta í fór- spor Hellenanna fornu. Þá hófust raun- vísindi nútímans. Hinir stórfelldu landafundir í lok 15. aldar sýndu ótví- rætt, að jörðin er stærri en liinar helgu bækur kenna. Og 1521 sann- aðist, að jörðin er linöttur. Þá kom leiðangur Magellans heim til Portúgal úr sjóferð umhverfis jörðina. Röskum 20 árum síðar kom út í Niirnberg bókin „Hreyfingar himin- hnattanna“ eftir Pólverjann Kopernik- us. 1 þeirri bók tókst að sanna, að reikistjörnurnar snúast kringum sól- ina. Vakti hún litla athygli í fyrstu. En þegar hinn víðkunni lærdómsmað- ur, Galileo Galilei, tók að verja kenn- ingar Kopernikusar litlu eftir 1600, varð annað uppi á teningunum. Varð þá hatrömm deila milli kirkjunnar og vísindamanna um þetta mál. Páfinn bannfærði allt og alla, sem héldu fram, að jörðin snerist. En allt kom fyrir ekki. Fylgismenn vísindanna urðu fleiri og fleiri. Og þegar Þjóðverjinn Kepler uppgötvaði lögmál þau, sem ráða hreyf- ingum himinhnatta, var sigur vísind- anna tryggður. Síðan liefur stjörnufræðin farið sig- urför um lieiminn. Stjörnufræðileg tæki verða fullkomnari og fullkomnari, og jafnt og þétt vex vitneskja manna um himingeiminn. Sú uppgötvunarsaga er svo stórkostleg, að enginn tími er til að segja hana hér. En þó vil ég aðeins minnast á tvo merkustu stjömufræð- inga nýju aldarinnar. Annar þeirra er Englendingurinn Isaac Newton, sem verður að teljast einn merkasti stjörnufræðingur allra alda. Hann uppgötvaði þyngdarlögmál- ið, sannaði, að sá kraftur, sem ræður fallhraðanum, þegar hlutur fellur til jarðar, heldur tunglinu á sinni af- mörkuðu braut. Hinn er frægasti stjörnufræðingur nútímans, Albert Einstein. Hann er

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.