Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 23

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 23
H V ö T 21 Pétur Sigurðsson erindreki: . 'Ölið i áfeniisneyzlan í Noregi Oft er vitnað í orð hins merka manns, sem sagði, að það eitt skyldi hafa er sannara reyndist. Hvernig hugsa þeir menn, sem vilja framfleyta málstað sínum á ósannindum, og nota svo illyrði og persónulegar ófrægingar í stað röksemda. Alltaf deila menn um það, hvaða leiðir skuli fara í áfengismálum þjóð- anna, og hér liöfum við verið að deila í seinni tíð um öl, hvort leyft skuli að framleiða sterkt öl í landinu. Ef einhver segir við mig: Ég er því fylgjandi, að framleitt sé sterkt öl í landinu, af því að mér þykir það gott, og ég vil fá að drekka það, þá get ég virt þann mann fyrir það, að segja eins og er, vera hreinskilinn og fara engar krókaleiðir. En þegar reynt er að styðja þessa ölsókn með blekkingum og hreinum ósannindum, sem eru deginum ljósari, þá á það aðeins skilið hina dýpstu fyrirlitningu. Ekki er langt síðan fleiprað var með það bæði í ræðu og riti, að öl- gerð Norðmanna hefði dregið stórum úr áfengisneyzlu þeirra, jafnvel allt að helmingi, aukið mjög tekjur ríkis- sjóðs og fært þjóðinni laglega fúlgu í erlendum gjaldeyri. Hve mikið er nú satt í þessu? Harla lítið. Með þess- um blekkingum og ósannindum hyggj- ast menn fleyta fram málstað sínum, en það er ódrengileg aðferð, Skyldu Norðmenn ekki vita bezt sjálfir sannleikann í þessu máli? Ég hygg, að tveir aðilar séu þar ágætar heimildir. Annar er bindindisráð rík- isins (statens edruligshetsraad) í Osló, sem safnar skýrslum um allt landið og leggur þær árlega fram fvrir bæði ríkisstjómina og þing og þjóð, því að þetta er ríkisstofnun og skikkuð til slíkra starfa. Þessar skýrslur, sam- andregnar, sendir skrifstofan í Osló mér árlega, og geta inenn, sem óska þess, fengið að sjá þær. Hinn aðilinn, sem ég nefni, er vísindarit um áfeng- ismál. Það tók að koma út í Noregi seint á árinu 1948. 1 ritnefnd þess era rektor háskólans í Osló, prófessor og doktor í læknisfræði, Otto Louis Molir, Anton Jensen, skrifstofustjóri í Stadens edraeligshedsraad, og fyrrv. stórþingsmaður, rektor Olav Sundet. Rit þetta er því ekki í höndum neinna ófróðra glamrara, heldur lærðra manna í ábyrgðarmiklum embættum. Um fyrri hluta ársins 1949 segir í ritinu á þessa leið: „Fyrstu níu mánuði ársins hefur brennivínsneyzlan verið 7,272,000 lítr- ar í stað 8,3 millj. lítra árið áður á sama tíma. En ölneyzlan hefur aukizt úr 34,7 milljónum lítra í 40,9 millj- ónir. Af þessu era 17,570,000 lítrar sterkt öl (Exportöl). Þrátt fyrir það að brennivínsneyzlan minnkaði um

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.