Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 27
H V Ö T
25
Sigurður Marelsson:
\ ' '
Um kvikmyndir
Kvikmyndasýningar eru einn stærsti
liðurinn í skemmtanalífi Reykvíkinga.
Þær hafa mikil og margvísleg áhrif
á áhorfendurna, og þó einkum á ung-
lingana, sem oft eru þar í meiri hluta.
Þegar við athugum, að hér í bæn-
um eru sjö kvikmyndahús, sem hafa
að meðaltali 160 sýningar á viku, sjá-
um við glöggt, hve vinsældir þeirra
eru gífurlegar. Við getum ef til vill
sagt, að það sé mjög eðlilegt,því að
bæði eru þetta ódýrustu skemmtan-
irnar, sem völ er á, og stundum eða
oftast veita þær okkur þá ánægju, sem
við sækjumst eftir.
I fljótu bragði væri rétt að álykta,
að þar sem svona margar kvikmyndir
eru sýndar þá sé það létt fyrir hvern
og einn að velja úr myndir eftir sín-
um smekk, því að eftir því sem fjöldi
kvikmyndanna sé meiri þá hljóti
myndirnar að vera fjölbreyttari að
efni.
En hérna er einmitt veiki punkt-
urinn. Gjaldeyrisörðugleikar valda því,
að kvikmyndahúsin fá sjaldan nýjar
myndir nema þær, sem lítt þykja
eftirsóknarverðar heima fyrir og eru
þess vegna ódýrar. Góðar I. flokks
myndir eru venjidega orðnar 2—6 ára
gamlar, þegar þær koma hingað, og
oft- mjög slitnar.
Af þessu leiðir, að þrátt fyrir fjölda
kvikmyndanna eru þær í heild nokk-
uð einliliða II. flokks myndir, saka-
málamyndir, kúrekamyndir og lélegar
gamanmyndir. En eins og áður er sagt
koma ágætar myndir inn á milli, þó
að þær séu oftast bæði gamlar, slitn-
ar og allt of fáar.
1 skólum erlendis tíðkast það víða,
að kvikmyndir eru mikið notaðar við
kennslu, og hefur það alls staðar gefið
góðan árangur. Hér á landi er lítið
sem ekkert farið að nota kvikmyndir
sem bein kennslutæki, og stafar það
bæði af því, að slíkt er nokkuð dýrt
og víða er erfitt í skólunum að koma
því við. En fyrst að þetta er ekki
gert, þá má gera annað, sem að vísu
hefur aðeins verið reynt hér í Reykja-
vík, og það er að fara með hópa af
nemendum í kvikmyndahúsin og sýna
þar hentugar kennslukvikmvndir.
Vonandi kemst bráðlega fast form
á þess konar ,,bíóferðir“ skólanemenda,
því að það er áreiðanlegt, að slíkir
„kennslutímar“ hafa mikil áhrif, og
það er ekkert vafamál, að í framtíð-
inni munu kvikmyndir verða notaðar
mikið, hér eins og annars staðar, sem
kennslutæki.
Kennarinn: „Hvers vegna er málið,
sem við tölum, nefnt móðurmál?“
Nemandinn: „Af því feðurnir kom-
ust aldrei að, til að nota það“.