Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 25. SEPTEMBER 2020 DV Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is V ið vorum tilbúin að sýna þessa mynd í mars. Við vorum því staðráðin í að frumsýna núna, alveg sama þó að það yrðu tíu manns í salnum,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur, hugsuður og annar leikstjóra myndarinnar Þriðji póllinn sem var frumsýnd í gær – opn- unarmynd RIFF, Reykjavík Film Festival. Myndin er persónudrifin heimildarmynd, sjálfstætt listaverk, sem fjallar um þau Önnu Töru Edwards og Högna Egilsson sem bæði greindust með geðhvörf um tvítugt, og ferðalag þeirra – innra og ytra – til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Til að gera mynd um ferðalagið fengu þau til liðs við sig Andra Snæ og Anní Ólafsdóttur leik- stjóra. Upphaflega var hug- myndin að taka upp tónleika til vitundarvakningar í Nepal, á heimaslóðum Önnu Töru, en verkefnið vatt fljótt upp á sig. Öllum var ljóst að þetta var eitthvað miklu meira. Við gerð myndarinnar leituðu þau ráða hjá ýmsum fagaðilum í geðheilbrigðis- málum, hjá geðlæknum, sál- fræðingum og Píeta-samtök- unum sem vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum. Nú á tímum kórónaveirunnar með tilheyr- andi skerðingum á ýmsum fé- lagslegum þáttum virðist hafa orðið mikil breyting á líðan þjóðar. Hefði endað sem pulsuróni „Ég upplifi að öfgarnar séu í báðar áttir. Sumum líður miklu betur, þeir upplifa minni streitu og finnst þetta kærkomið tækifæri til að end- urnýja kynni við fjölskylduna. Síðan er það hitt, það sem var slæmt hefur orðið verra. Fólk er læst inni á heimilum sín- um og margir misst athvarf í skóla og vinum. Drykkja og heimilisofbeldi virðist vera að aukast og margir hafa misst vinnuna. Aldrei hefur verið jafn mikilvægt fyrir fólk að tala um hvernig því líður. Ég þurfti að fara í fimm daga sóttkví og ég var orðinn alveg sósaður. Þó ég væri ekki veikur þá fór ég ekkert út að skokka og öll rútína fór úr skorðum. Þetta sýnir manni hvað fólk getur verið fljótt að koðna niður. Ætli ég hefði ekki endað sem pulsuróni eftir tvær vikur, einn á nærbux- unum að sjóða pulsur.“ Andri Snær er fæddur 14. júlí 1973, á sjálfan Bastillu- daginn. Hann er giftur Mar- gréti Sjöfn Torp og saman eiga þau fjögur börn. Andri hefur fjallað um um- hverfisvernd í mörgum sinna stærstu verka, til að mynda Draumalandinu og svo Tím- anum og vatninu sem kom út í fyrra. „Við erum öll samtengd. Veiran hefur sannað hvernig heilsa okkar allra er samtengd og það sama gildir um jörðina. Við erum öll tengd heilsu jarð- ar sem við sýnum ekki nægi- lega mikla virðingu.“ Persónur í dæmisögu Esóps Hann segist mjög áhugasamur um goðafræði og dæmisögur hins forngríska Esóps, og finnst eins og við öll séum nú persónur í einni slíkri dæmi- sögu. „Einstaklingshyggjan vex og allir eignast tæki sem getur sýnt þeim allt í heim- inum. Fólk getur tekið mynd af hverju sem er, fræðst um allt í veröldinni og skrifað um allt í heiminum en mann- fólkið snýr myndavélinni að sjálfu sér og birtir eintómar selfies. Guðirnir á fjallinu sjá þetta og hugsa: „Þau halda að þau séu einstaklingar. Við skulum þá leyfa þeim að vera einstaklingar.“ Þeir setja nýjar reglur og nú má enginn lengur snertast. „Þið þykist vera þjóð- ríki og lönd með landamæri,“ segja guðirnir og loka landa- mærunum. „Prófiði nú að vera land! Prófiði að vera bara land og einstaklingar og sjáið hvað það er ömurlegt.“ Við megum ekki snertast og ekki einu sinni fara á tónleika. Við erum meira að segja einstaklingar gagn- vart ömmu okkar. Fólk heldur áfram að taka selfie og þá bæta guðirnir við reglu. „Nú getur þú ekki tekið selfie því þú ert með grímu fyrir andlit- inu. Þú ert ekki einu sinni með andlit lengur.“ Það er eins og við séum að ganga í gegn um einhverja Mídasarsögu,“ segir Andri og vísar til sagna af gríska konungnum Mídasi sem fékk þá ósk sína uppfyllta að allt sem hann snerti breyttist í gull, líka matur og drykkur, og dó hann úr hungri. „Guðirnir segja: „Þú vildir þetta. Gjörðu svo vel.““ Það var fyrir fjórum árum sem þau ferðuðust öll til Nep- al. Af hverju ákvaðst þú að gera mynd um geðhvörf? „Það var myndin sem valdi mig. Ég var á þessum tíma nýbúinn að skila af mér smá- sagnasafninu Sofðu ást mín og þar er saga sem heitir Legó- land sem fjallar um strák í vinahópnum mínum sem framdi sjálfsvíg. Nepalferðin fjallar um sjálfsvígsforvarnir. Ég hef alltaf verið forvitinn um þennan geðheim og þessi efnahvörf sem leiða fólk ofan í myrkrið en líka upp í himin- hvolfin. Margir verða fyrir hugljómun og nánast trúar- legri reynslu. Hjá fólki með geðhvörf er tilfinningarófið miklu stærra en hjá flestum. Það fer hærra upp og miklu lengra niður. Ég var líka forvitinn því fólk í maníu hefur oft samband við mig. Ég man að fyrst var ég hræddur þegar það gerðist, ég vissi ekki hvað þetta var og fann að ég var með heilmikla undirliggjandi fordóma. Ég hef skrifað skrítnar sögur og er oft að fikta í stórum hug- myndum, og fólki í maníu hefur kannski fundist við vera í einhvers konar bræðralagi. Í myndinni vildum við lýsa Við erum öll alls konar Andri Snær Magnason er annar leikstjóri myndarinnar Þriðji póllinn. Gerð myndarinn- ar er hluti af því að manneskjuvæða geð- sjúkdóma og vinna gegn fordómum. Andri gengst við því að hafa sjálfur haft fordóma. Andri Snær bendir á að fæsta þeirra sem hann þekkir og eru með skilgreindan geðsjúkdóm myndi hann kalla veikt fólk. MYND/ SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.