Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 18
Gekk um götur New York með gervirass Hin hálfíslenska Melkorka Licea er blaðamaður hjá New York Post. Hún fær alls konar hugmyndir sem hún prófar á strætum stórborgarinnar og skrifar um reynslu sína. Allt frá gervirössum og sverðgleypingum upp í sóttvarnavæn pils. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is M elkorka er fædd á Íslandi en flutti til Bandaríkjanna þegar hún var tveggja ára. Hún er dugleg að heimsækja Ísland og varði sumrunum hérlendis sem barn. Melkorka lærði fjölmiðlafræði í Evergreen State College í Washington og ákvað í kjölfarið að flytja til New York og láta drauma sína um að verða blaðamaður í stórborginni rætast. „Flestir sem flytja til New York fá að sjálfsögðu ekki draumastarfið sitt um leið. Ég fékk vinnu á veitingastaðnum Pianos með hjálp Hrannar frænku minnar,“ segir Mel- korka og vísar hér í móður- systur sína, Hrönn Sveins- dóttur framkvæmdastjóra Bíó Paradísar. „Eftir vinnu eitt kvöldið var ég á öðrum bar ásamt samstarfskonum mínum og nokkrum viðskiptavinum, og einn þeirra hafði unnið um tíma hjá New York Post. Hann sagðist geta komið ferilskránni minni á borðið hjá þeim. Nokkrum mán- uðum seinna var ég komin í láglaunastarf þar sem „copy kid“ – sem er eins konar lær- lingsstaða fyrir nýútskrifaða háskólakrakka sem sjá um að koma útprenti af síðunum í blað morgundagsins til sam- þykktar til ritstjóranna.“ Lélegt þjórfé í blindbyl Melkorka hefur mætt fjölda ólíkra verkefna í starfi sínu. Sumum erfiðari en öðrum. Hún rifjar upp kröfuharðasta verkefnið hingað til. „Vetur- inn 2016 var ég nýbyrjuð að vinna sem viðskiptablaða- maður fyrir The Post. Það var búið að spá snjóbyl í New York um kvöldið. Yfir- menn mínir fengu þessa frá- bæru hugmynd, að sjá hvort ég gæti verið í samfloti með heimsendingarþjónustu og séð hvernig það væri að af- henda mat í hríðarbyl á Man- hattan. Ég fann einhvern veginn fyrirtæki sem var til- búið að leyfa mér að vinna hjá þeim þetta kvöld og ég fór um alla borgina á hjóli með bak- poka fullan af mat. Ég endaði með að fá virkilega lélegt þjórfé frá bankamanni hjá JP Morgan og það gerði söguna mun betri. Þetta var klárlega líkamlega erfiðasta verkefnið mitt, en vel þess virði.“ Gervirassinn gerði vel Melkorka hefur einnig fengið alls konar skemmtilegar hug- myndir og sannreynt þær á sjálfri sér. Svo sem að klæðast gervirassi sem hannaður er eftir bakhluta raunveruleika- stjörnunnar Kim Kardashian. Melkorka skrifaði grein um reynslu sína sem byggði á því að hún fór í hárgreiðslu og förðun að hætti Kim, klædd- ist svipuðum kjól og Kardas- hian hefur klæðst og klæddi sig í gúmmístuttbuxur sem stækkuðu bakhluta hennar upp í sömu stærð og lögun og raunveruleikadrottningarinn- ar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Karlmenn hreinlega göptu á eftir Melkorku og nokkrir þeirra reyndu að tala við hana á bar eða gáfu henni hýrt auga. Hún segir gúmmíaftur- endann hafa litið nokkuð eðli- lega út undir fatnaði en það hafi verið verulega óþægilegt að klæðast honum. Kim Kardashian of New York Melkorka lýsir í greininni að- stæðum og samskiptum við mennina á barnum. Ungur maður gaf sig fyrst á tal við hana fullur sjálfstrausts og sagði hana vel geta verið „the Kim Kardashian of New York“. Hann sagðist ekki hafa hald- ið að bakhluti Melkorku væri fullkomlega náttúrulegur en tekur þó fram að það hafi ekki gert afraksturinn minna spennandi. „Ég sá hann og hugsaði samt: Vá, þetta lítur vel út,“ hefur Melkorka eftir unga manninum í skrifum sínum. Miðaldra aðdáendurnir voru ekki eins glöggir. „Þeir héldu að hann væri alvöru,“ sagði starfsmaður barsins mér sem fylgdist með. Ég hugs- aði „jeez“ það hlýtur að vera gaman að vera alltaf svona sjóðheit.“ Melkorka lýsir í greininni hvernig barist var um at- hygli hennar en lokaniður- staðan sé þó alltaf sú að hún hafi þurft að kveðja mennina, fara heim og reyna að komast úr níðþröngum, óþægilegum gúmmígallanum, sem þykir líklegt til að stúta stemming- unni sé farið heim með manni. Þar að auki hafi hún virkilega meitt sig við að koma sér í og úr ferlíkinu. Þetta er þó ekki flippaðasta hugmynd blaðakonunnar skemmtilegu. Í miðjum CO- VID-19 faraldrinum ákvað Melkorka að sérpanta sér pils sem tryggði fjarlægðar- takmörk og reyna fyrir sér í miðborginni með misjöfnum hætti. Hún hefur einnig reynt fyrir sér sem eld- og sverð- gleypir þegar hún gekk til liðs við Coney Island Sideshow School vegna greinaskrifa. Fann nýjar upp- l ýsingar í morðmáli Þrátt fyrir alls konar hressi- lega reynslu sem blaðakona í hinum ýmsu verkefnum segir Melkorka að henni þyki vænst um þær greinar þar sem fólk treystir henni fyrir viðkvæmri og erfiðri reynslu úr lífi sínu eða þegar mögu- leiki er á að varpa nýju ljósi á þung mál. „Ein af sögunum sem ég hef skrifað og snerti mig hvað mest var um ungan mann sem var sakaður um að hafa myrt samkynhneigðan bekkjar- félaga sinn af gyðingaættum. Ég rannsakaði málið og upp- götvaði tengsl gerandans við nýnasistagrúppur og tilhneig- ingu hans til þess að skrifa og birta hatursorðræðu tengda því. Hann var seinna kærður fyrir hatursglæpi og morð.“ Melkorka segir viðtöl sem hún hefur tekið við foreldra sem hafa misst börn og fundið lífsviljann á ný hafa snert sig djúpt. „Ég tók viðtal við tvær mæður sem höfðu misst börn. Önnur missti son sinn þegar faðir hans stökk fram af hús- þaki með hann og hin hafði reynt að bjarga börnum sínum úr brennandi húsi og brennst sjálf illa. Ég var djúpt snortin að þær skyldu treysta mér til að tjá sig í fyrsta skipti opin- berlega um harmleikina sem þær upplifðu og hvernig þær fundu viljastyrk til þess að halda lífinu áfram og sjá til- gang í lífinu á ný.“ Umhyggja rótgróin í íslenskri menningu Melkorka fékk sinn fyrsta nasaþef af fjölmiðlum hjá Reykjavík Grapevine. Hún vann þar sem nemi í tvö sumur á meðan hún var í há- skóla. „Þetta var mín fyrsta reynsla af „fréttastofu“. Ég set þetta í gæsalappir því þó svo að skrifstofan þeirra hafi verið notaleg þá var þetta ekki beint fréttastofa í hefðbundn- um skilningi. Til að vera hreinskilin þá held ég að ís- lenskir fjölmiðlar séu almennt mannúðlegri. Það er rótgróið í menningu okkar að hugsa um hvert annað vegna íslenskrar nálægðar og stjórnmála, en það er ekki sömu sögu að segja um Bandaríkin.“ Aðspurð hvaða greinar fá mesta athygli hjá New York Post svarar Melkorka: „Allt með bitastæðum vinkli – ef það er bitastætt, þá fylgja smellirnir.“ Hún hefur margsinnis lent í vandræðum vegna greina- skrifa sinna. „Of oft til þess að geta talið. Ég var einu sinni kærð vegna greinar sem ég skrifaði því ég notaði orðið „Grinch“ til að lýsa ein- hverjum á kaldhæðinn hátt.“ Grinch er tilvísun í einhvern sem er geðvondur og hefur ekki áhuga á að samgleðjast. Melkorka segir að málið hafi verið fellt niður sér til mik- illar gleði. New York á tímum COVID Melkorka heillast af stór- Pilsið sem Melkorka sér- pantaði til að vera smart en halda kurteis- legri fjarlægð snarvirkaði en var ekki þægi- legt í neðan- jarðarlestinni. MYND/N.Y. POST 18 FÓKUS 25. SEPTEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.